Fréttablaðið - 11.10.2022, Page 49
Bók um þetta mál
hefði auðveldlega
getað orðið þurr og
leiðinleg en hér er á
ferðinni bók sem
mann langar til að
klára að lesa.
Kveikja er röð hug-
vekja lista og fræða um
eld, innblástur, skrif,
skáldskap, hugsun,
skynjun og sköpun.
BÆKUR
Stund milli stríða.
Saga landhelgismálsins,
1961-1971
Höfundur: Guðni Th. Jóhannesson
Útgefandi: Sögufélag
Fjöldi síðna: 518
Elín Hirst
Nú seinni árin hafa landsmenn fyrst
og fremst haft kynni af Guðna Th.
Jóhannessyni sem forseta Íslands,
en ekki má gleyma því að Guðni er
einnig okkar fremsti fræðimaður á
sviði sagnfræðinnar.
Yfirleitt hefur verið talað um að
áratugurinn frá árinu 1961-1971
hafi verið fremur kyrrlátur tími í
landhelgismálum því að þá geisuðu
ekki svokölluð þorskastríð. En rann-
sóknir Guðna leiða í ljós að oft gekk
mikið á, á hinum svokölluðu milli-
stríðsárum.
Höfundur þekkir hið f lókna
sögusvið landhelgismálsins greini-
lega mjög vel og hefur kafað djúpt
í hlutina og lesandinn nýtur þess.
Landhelgismálið var stórpólitískt
mál hér innanlands og teygði einnig
anga sína inn á svið alþjóðastjórn-
málanna. Í gegnum alla bókina tekst
Guðna að varpa nýju og áhugaverðu
ljósi á það sem gerðist á þessu tíu ára
tímabili í landhelgismálum, ekki síst
bak við tjöldin.
Símar hleraðir
Símar voru til dæmis hleraðir vegna
landhelgismálsins, þar á meðal hjá
fjórum alþingismönnum árið 1961,
á sama tíma og þingið fjallaði um
landhelgissamninginn við Breta.
Þetta hafi hins vegar orkað tvímælis,
segir sagnfræðingurinn Guðni, og
nálgist jafnvel pólitískar njósnir.
Lög landsins heimiluðu ekki for-
virkar aðgerðir af þessu tagi, nema
að öryggi ríkisins krefðist þess eða
um rannsókn mikilsverðs sakamáls
væri að ræða, og engar vísbendingar
voru um að þessir þingmenn ógnuðu
öryggi ríkisins eða ætluðu sér að
raska vinnufriði Alþingi.
Hleranirnar fóru fram í gömlu
lögreglustöðinni við Pósthússtræti
í strangleynilegri öryggisþjónustu-
deild embættisins, þar sem líklega
aðeins þrír menn höfðu lyklavöld.
Ekki var stuðst við segulbönd heldur
var skrifað upp það sem mönnum
fór á milli í símtölum. Þjóðviljinn
og Alþýðusambandið og fleiri aðilar
sem töldust til vinstri vængs stjórn-
málanna máttu einnig sæta hler-
unum.
Bókin ekki helgisaga
Árið 1971 varð landhelgismálið
meðal annars til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn tapaði alþingiskosning-
um vegna þess að kjósendur vildu
sjá eindregnari afstöðu flokksins í
landhelgismálinu, að áliti Guðna.
Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarf lokksins, myndaði
ríkisstjórn með Alþýðubanda-
lagi og Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna, en höfuðatriði mál-
efnasamnings nýju ríkisstjórnar-
innar var að færa landhelgina út í 50
mílur. Áhugavert er að lesa tilvitnun
Guðna í dagbók Kristjáns Eldjárns,
fyrirrennara hans á forsetastóli, frá
þessum tíma þar sem fram kemur
að forsetinn var fremur pirraður
yfir því hversu of boðslega Fram-
sóknarflokknum lá á að fá stjórnar-
myndunarumboðið.
Það er skemmst frá því að segja að
forsetinn og fræðimaðurinn sýnir
mikla meistaratakta í þessari bók.
Hún er vel skrifuð og komið hreint
til dyranna. Höfundur upplýsir
lesandann til dæmis um það strax
í upphafi að bókin sé ekki helgisaga
þar sem gerðar séu miklar hetjur
úr okkur Íslendingum í baráttunni
við vonda útlendinga. Og fyrir vikið
verður bókin svo miklu betri lesning.
Hálfgerð spennusaga
Bók um þetta mál hefði auðveldlega
getað orðið þurr og leiðinleg en hér
er á ferðinni bók sem mann langar
til að klára að lesa: eiginlega á köfl-
um hálfgerð spennusaga, auk þess
að vera vandað sagnfræðirit. Bókin
er hins vegar rúmlega 500 síður svo
það er ekki svo einfalt að ætla sér að
lesa hana alla í einni lotu.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda
sem eru mjög vel valdar og upplýsa
lesandann eftir því sem sögunni
vindur fram. Bókin er fallegur
prentgripur og athygli vekur að hún
er ekki með hefðbundinni bókar-
kápu, en í stað kápu er upplýsinga-
spjald utan á bókinni, en þar er að
finna yfirlit yfir megindrætti bókar-
innar. Mér finnst fara vel á þessu.
Tvö atriði sem varða prentun og
uppsetningu bókarinnar fóru svo-
lítið fyrir brjóstið á mér. Það fyrra er
að þar sem yfirskriftir með mynd-
um komast ekki fyrir á myndasíð-
unni sjálfri er þeim komið fyrir
langsum á spássíu næstu síðu, sem
mér finnst ekki fara vel og erfitt að
lesa og setja í samhengi. Hitt atriðið
er að prentunin á þessum kjörgrip
er ekki alveg upp á tíu. Sums staðar
eru orð slitin í sundur sem er ljóður
á svona öndvegisriti. n
NIÐURSTAÐA: Forsetinn og
fræðimaðurinn sýnir mikla
meistaratakta í bók sem er vel
skrifuð og góð lesning.
Forsetinn sýnir meistaratakta
Guðni Th. Jóhannesson er ekki bara forseti Íslands heldur jafnframt einn
fremsti fræðimaður Íslands á sviði sagnfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON
tsh@frettabladid.is
Ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson,
Hrafnhildur Hagalín Guðmunds-
dóttir og Alda Björk Valdimars-
dóttir koma fram á fyrstu Kveikju
haustsins í Borgarbókasafninu
Gerðubergi á miðvikudag kl. 20.00.
Þar munu þau fjalla um innblástur,
sköpunarferli og efnivið í nýlegum
ljóðabókum sínum og lesa upp úr
nýlegum bókum sínum.
Kveikja er röð hugvekja lista og
fræða um eld, innblástur, skrif,
skáldskap, hugsun, skynjun og
sköpun. Kveikja þessara viðburða
sprettur frá goðsögninni um
Prómeþeif sem færði fórn þegar
hann stal eldinum frá guðunum og
gaf mannfólkinu að gjöf. Eftir það
var hann fjötraður við klett og örn
át úr honum lifrina dag hvern til að
refsa honum en á hverri nóttu greri
lifrin aftur. Umsjónarmaður hug-
vekjanna er Soffía Bjarnadóttir.
Hrafnhildur Hagalín Guðmunds-
dóttir er leikskáld, þýðandi og
dramatúrg og starfar sem listrænn
ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Meðal
leikrita hennar eru Ég er meistarinn
og Hægan, Elektra og í ár sendi hún
frá sér sína fyrstu ljóðabók, Skepna
í eigin skinni.
Alda Björk Valdimarsdóttir, er
doktor í almennri bókmennta-
fræði og dósent í faginu við Háskóla
Íslands. Hún sendi frá sér ljóðabók-
ina Við sem erum blind og nafnlaus
árið 2015 og bókina Við lútum höfði
fyrir því sem fellur 2022.
Anton Helgi Jónsson hefur verið
mikilvirkur á ritvellinum, sent frá
sér ljóð, leikrit, skáldsögu og þýð-
ingar. Tíunda ljóðabók hans, Þykj-
ustuleikarnir, kom út fyrr á þessu
ári og nýlega hlaut hann Ljóðaverð-
laun Guðmundar Böðvarssonar.
Viðburðurinn stendur yfir frá
klukkan 20.00 til 21.15 í Borgar-
bókasafninu Gerðubergi. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir. n
Þrjú ljóðskáld í
Borgarbókasafni
Hrafnhildur Hagalín, Anton Helgi og
Alda Björk koma fram í Borgarbóka-
safninu í Gerðubergi. MYND/AÐSEND
tsh@frettabladid.is
Barnabókahöfundurinn góðkunni
Sigrún Eldjárn sendir í dag frá sér
bókina Ófreskjan í mýrinni. Um er
að ræða fjórðu bók Sigrúnar í ár en
fyrr komu út bækurnar Umskipt-
ingur og tvær nýjar bækur um Kugg.
„Þetta er saga um krakka, þrí-
bura sem heita Bella, Stella og Elli.
Þau eru að flytja með pabba sínum
í Mýrarsveit og setjast að í gömlu
hrörlegu húsi. Rétt þar hjá er hrika-
lega hættuleg mýri og í mýrinni er
lítil og frekar krúttleg ófreskja.“
Að sögn Sigrúnar er um að ræða
bæði nýjar persónur og nýtt sögu-
svið sem hefur ekki komið fram
áður í bókum hennar.
„Það eru tvö hús sem standa í
útjaðri mýrinnar, gráa húsið sem
krakkarnir eru að flytja í með pabba
sínum og svo er bláa húsið, þar býr
hann Móses sem á þrjár mömmur.“
Spurð um hvort það sé hinsegin-
þema í bókinni segist Sigrún ekkert
fara nákvæmlega út í það í sögunni.
„Þannig að fólk getur bara ímynd-
að sér eða ákveðið það sjálft. Það
eru þrjár konur sem búa saman og
ég er ekkert að fara nákvæmlega út
í þeirra samskipti,“ segir hún.
Þrátt fyrir að titillinn Ófreskjan
í mýrinni sé ógnvekjandi, segir Sig-
rún bókina ekki vera hryllingssögu.
„En þessi mýri hún er svolítið
hræðileg, það er hægt að sökkva
ofan í hana ef maður stígur á ranga
staði. Af því að börn vilja mjög oft
gera eitthvað sem þeim er bannað
þá hefur verið gripið til þess ráðs að
segja að það sé ófreskja í mýrinni
sem muni taka þau ef þau fara út í
hana. Foreldrarnir segja þetta við
börnin en það sem foreldrarnir vita
ekki er að það er í raun ófreskja í
þessari mýri sem á svo eftir að verða
vinur barnanna.“
Auk barnanna, sem eru aðalsögu-
persónur Ófreskjunnar í mýrinni,
koma einnig fyrir f leiri persónur í
bókinni.
„Þorfinnur furðudýrafræðingur,
sem er að rannsaka þessa mýri og
leita að furðudýrum, og svo gömul
vinkona hans sem heitir Pandóra.
Henni líst mjög illa á að það sé fólk
að f lytja í þetta gráa hús því þar
uppi á lofti er kassi sem má alls ekki
opna,“ segir Sigrún.
Að sögn Sigrúnar er Ófreskjan í
mýrinni hugsuð fyrir börn á aldrin-
um 6-12 ára en bókin henti þó öllum
aldurshópum, líka fullorðnum.
„Það er svo mikilvægt að til sé nóg
af góðum og spennandi bókum fyrir
krakka að lesa. Það er mikil gróska
um þessar mundir í íslenskum
barnabókum, margir góðir höf-
undar og teiknarar,“ segir Sigrún
og bætir því við að hún leggi sín
lóð á vogarskálarnar enda búin að
starfandi sem barnabókahöfundur
í rúma fjóra áratugi. n
Börn vilja oft gera eitthvað sem þeim er bannað
Sigrún Eldjárn er einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar og hefur
verið starfandi sem slíkur í rúma fjóra áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Jesús sagði:
biblian.is
„Það er andinn sem lífgar,
maðurinn án hans megnar
ekkert. Orðin sem ég hef
talað til yðar, þau eru andi
og þau eru líf.“
Jóh. 6.63
ÞRIÐJUDAGUR 11. október 2022 Menning 19FRÉTTABLAÐIÐ