Skessuhorn - 10.08.2022, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20222
Eftir miklar hræringar og góða
skjálfta undanfarnar vikur hófst
eldgos í Meradölum á Reykjanes-
skaga um miðja síðustu viku. Fyr-
ir gosin í Eyjafjallajökli, Grím-
svötnum og Geldingadölum
var gos yfirleitt mest notað yfir
drykki eins og Mix, Egils appel-
sín og Sprite. Ef horft er lengra
aftur í tímann þá voru það Spur
Cola, Miranda og 7 Up sem voru
áberandi á gosdrykkjamarkaðn-
um. Spurningin er hvenær gos-
drykkjaframleiðendur taka upp
á því að nefna ný gos á mark-
aðnum eftir gosum nútímans
en óhætt er að segja að nöfnin á
þeim eru ekki beinlínis vænleg til
vinsælda.
Á fimmtudag er útlit fyrir suð-
vestlæga eða breytilega átt, 3-10
m/s og skúrir en fer að rigna suð-
vestan til um kvöldið. Hiti 8 til 16
stig, hlýjast fyrir austan. Á föstu-
dag má gera ráð fyrir vestlægri
átt, 3-10 m/s og víða dálítil rign-
ing eða skúrir, en yfirleitt þurrt
austanlands. Hiti víða 9 til 14 stig.
Á laugardag má búast við hægri
vestlægri eða suðvestlægri átt
og skýjað verður með köflum,
en sums staðar væta við suður-
og vesturströndina. Milt veður. Á
sunnudag og mánudag er útlit
fyrir hægan vind og vætu með
köflum, en lengst af þurrt norð-
austanlands. Áfram milt veður.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hver af eftirtöldum
tónlistarmönnum er mest í upp-
áhaldi hjá þér?“ 31% sagði Bubbi
Morthens, 17% sögðu Helgi
Björns, 14% sögðu Sigga Bein-
teins, 12% sögðu Björgvin Hall-
dórsson, 10% sögðu Ragga Gísla,
10% sögðu Páll Óskar og 7%
sögðu Björk.
Í næstu viku er spurt:
Hvaða áhrif mun eldgosið í
Meradölum hafa á efnahag
þjóðarinnar?
Borgnesingurinn Birgir Þóris-
son er hljómborðsleikari Stuðla-
bandsins sem er að slá í gegn
hér á klakanum og í Brasilíu um
þessar mundir. Nánar má lesa
um þessi ævintýri í blaðinu í dag.
Birgir er Vestlendingur vikunnar í
þetta skiptið. Í larí lei!
Rannsaka
mannabein
SNÆF: Erlendur ferða-
maður fann í síðustu viku
mannabein á Snæfellsnesi.
Beinið sem um ræðir er stakt
kjálkabein og fannst á stað
sem jarðvegur hafði nýlega
verið fluttur á. Fornleifa-
fræðingar, kennslanefnd og
rannsóknardeild lögregl-
unnar á Vesturlandi vinna
að rannsókn málsins. Frétta-
vefurinn ruv.is greindi fyrst
frá. Til rannsóknar er með-
al annars hvort jarðvegur-
inn sem fluttur var þangað
sem beinið fannst hafi verið
nálægt þekktum grafreit, þá
er verið að vinna að því að
aldursgreina beinið og bera
frekari kennsl á það eftir því
sem hægt er. Ekki liggur fyr-
ir hversu gamalt beinið er,
en mögulega flokkast það til
fornleifa. -mm
Ekið inn í
hrossahóp
BORGARFJ: Lögreglan
á Vesturlandi rannsakar nú
atvik þar sem kona ók inn í
hóp hrossa og fólks í Borg-
arfirði. Atvikið átti sér stað
um verslunarmannahelgina.
Hrossin voru 40 talsins og
reiðmenn töldu á annan tug.
Konan er sögð hafa ekið inn
í hópinn og legið á flautunni
um leið með þeim afleiðing-
um að stóðið fældist. Einn
hestur varð fyrir bílnum og
stúlka fékk hross yfir sig og
meiddist lítilsháttar á fæti.
Lögreglan var kölluð á vett-
vang og rannsakar nú tildrög
atviksins. -sþ
Skemmdarverk
í Slögu
AKRANES: Mánudaginn
eftir verslunarmannahelgi
var tilkynnt um skemmdar-
verk í Slögu sem er skóg-
ræktarsvæði í hlíðum Akra-
fjalls. Þar var búið að kveikja
í dekkjum og skemma sal-
erni og einnig skemma borð
og bekki sem eru í skógrækt-
inni. -vaks
Margir að
flýta sér
VESTURLAND: Talvert
var um hraðakstur í vikunni
um og yfir verslunarmanna-
helgina. Seinni part föstu-
dags var ökumaður tekinn á
136 kílómetra hraða á móts
við Hafursfell á Snæfellsnesi
og fékk yfir hundrað þús-
und krónur í sekt sem hann
greiddi á staðnum en um
var að ræða erlendan ferða-
mann. Sama dag var ann-
ar erlendur ferðamaður tek-
inn á 127 kílómetra hraða á
sama vegi en að sögn lög-
reglu virðast þeir oft ekki
átta sig á því hvað þeir eru að
aka greitt miðað við aðstæð-
ur og lög. Á sunnudeginum
var síðan ökumaður tekinn á
142 kílómetra hraða á Vest-
urlandsvegi rétt við Baulu í
Stafholtstungum og á von
á 150 þúsund króna sekt og
þremur refsipunktum í öku-
ferilsskrána. -vaks
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð-
ar 28. júlí síðastliðinn kom fram að
Fasteignaþróunarfélagið Festir og
JVST arkitektar hafa lýst yfir áhuga
á því að leiða vinnu við heildar-
skipulag í Brákarey í Borgarnesi
í samstarfi við sveitarstjórn. Ráð-
ið tók erindinu vel. Framhald mála
verður með þeim hætti að sveitar-
stjóri leggur fram drög að samn-
ingi við þessa aðila með tilliti til
umræðna á byggðarráðsfundin-
um. Reiknað er með að þau liggi
fyrir síðar í þessum mánuði. Af
hálfu ráðsins er áhersla lögð á sam-
ráð við íbúa og hagsmunaaðila og
Úrslit í ljósmyndasamkeppni og
skreytingakeppni Hvalfjarðardaga
2022 liggja nú fyrir. Þemað í ljós-
myndakeppninni var „Mannlíf í
Hvalfjarðarsveit.“ Fram kemur á vef
Hvalfjarðarsveitar að menningar-
og markaðsnefnd hafi verið sam-
mála um að mynd sem Sunna Rós
Svansdóttir tók af börnum að leik
á góðum sumardegi á Þórisstöðum
bæri af í ljósmyndasamkeppninni
þar sem fanga átti mannlíf í sveitar-
félaginu.
Í skreytingakeppninni var þemað
„Fuglahræður“ og valdi dómnefnd
fuglahræðuna hjá Sólrúnu Jörgens-
dóttur og Hreini Gunnarssyni sem
vinningshafa. Dómnefnd skip-
uð Guðfinnu Indriðadóttur, Baldri
Ketilssyni og Ernu Elvarsdóttur
skoðaði margar skemmtilegar
fuglahræður og valið því erfitt. Að
mati dómnefndar þótti fuglahræða
Sólrúnar og Hreins bera af sem
hræða sem stæði undir nafni og lík-
leg til að hræða fugla og aðra óvið-
komandi úr garði og túnum.
Síðastliðinn fimmtudag afhentu
Birkir Guðlaugsson formaður og
Elín Ósk Gunnarsdóttir, varafor-
maður menningar- og markaðs-
nefndar Hvalfjarðarsveitar, verðlaun
sem voru fyrir ljósmyndasamkeppn-
ina máluð mynd á stein frá Josefinu
Margaretu Morell og verðlaun fyrir
skreytingakeppnina var gjafabréf á
Grand Hótel Reykjavík, gisting og
morgunverður fyrir tvo. vaks
Festir mun leiða vinnu
við skipulag í Brákarey
væntingar eru til þess að í Brákar-
ey verði blönduð byggð og starf-
semi sem muni laða að sér mannlíf
og auka lífsgæði íbúa.
Festir er fasteignaþróunarfélag
stofnað af Ólafi Ólafssyni og Ingi-
björgu Kristjánsdóttur. Megin-
markmið þess er að þróa fasteignir
og lóðir, ýmist með sölu eða rekstur
í huga. Félagið hefur m.a. haft með
uppbyggingu á Héðinsreitnum við
Granda í Reykjavík að gera og er
það einnig unnið í samstarfi við
JVST arkitekta.
Hollensk-íslenska arkitektastof-
an JVST í Rotterdam var stofn-
uð árið 2012 undir heitinu Jvants-
pijker. Í framhaldi af verkefnum hér
á landi opnaði hún útibú á Íslandi
fyrr á árinu og er Hildur Gunn-
laugsdóttir arkitekt og umhverfis-
fræðingur framkvæmdastjóri þess.
Einnig starfar Orri Steinarsson
arkitekt á stofunni, en hann hóf þar
störf árið 2018 og sinnir verkefnum
hér á landi og í Hollandi jöfnum
höndum. JVST hefur vakið athygli
fyrir verðlaunatillögur að skipulagi
byggðar og á það einnig við hér á
landi, s.s. fyrir Héðinsreit og Voga-
byggð í Reykjavík.
gj
Frá Brákarey. Ljósm. gj
Birkir afhenti Hreini og Sólrúnu gjafabréfið.
Verðlaunamynd Sunnu Rósar Svansdóttur. Ljósm. af hvalfjarðarsveit.is
Úrslit í samkeppni
Hvalfjarðardaga kunngerð