Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Síða 11

Skessuhorn - 10.08.2022, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 11 Ertu í 2005, 2006 eða 2007 árgangi á Akranesi og langar að ferðast til útlanda? Norræna félagið á Akranesi leitar eftir áhugasömum ungmennum á Akranesi til þess að taka þátt á ungmennamóti sem fram fer í Västervik í Svíþjóð dagana 5.-9. október 2022. Norræna félagið á Akranesi og vinabæir Akraness halda slík ungmennamót annað hvert ár til skiptis í bæjunum, að þessu sinni í Västervik í Svíþjóð. Vinabæirnir eru auk Västervik, Närpes í Finnlandi, Bamble í Noregi og Langeskov í Danmörku. Markmið Norræna félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið Norðurlandaþjóðanna sín á milli og þeirra og annarra þjóða út á við. Norræna félagið vinnur að markmiðum sínum með því að stuðla að samskiptum milli einstaklinga, félagsdeilda og við systurfélög sín á Norðurlöndum. Fjórum ungmennum á Akranesi sem fædd eru 2005, 2006 og 2007 býðst að fara til Västervik í Svíþjóð á ungmennamót 5.-9. október 2022. Þar verða einnig fjögur ungmenni frá hverjum vinabæ Akraness. Þessa daga dvelja þau á heimilum jafnaldra sinna og taka þátt í skipulagðri dagskrá heimamanna. Einnig kynna ungmennin sína heimabæi og skóla fyrir jafnöldrum sínum. Þátttökugjald er kr. 15.000 sem er eini kostnaðurinn fyrir utan vasapeninga. Uppihald og dagskrá er í boði heimamanna. Ef þú hefur áhuga á að fara á ungmennamótið sækir þú um með því að skrifa bréf til Norræna félagsins á Akranesi og sendir á netfangið: haholt3@simnet.is Í bréfinu þarf að koma fram stutt kynning á þér og hvers vegna þú hefur áhuga á að taka þátt í mótinu. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2022 Ef óskað er nánari upplýsinga má senda póst á haholt3@simnet.is. Eins og margir íbúar Akraness hafa eflaust tekið eftir, eða þá heyrt af, hafa tvö stór vegglistaverk ver- ið í vinnslu á síðustu vikum og eru nú tilbúin. Annað þeirra er stað- sett á suðurgafli Hafbjargarhússins á Breiðinni og er verk eftir lista- konuna Tinnu Royal sem sýn- ir stórþorska sem synda í röðum hver í sína áttina. Það var unnið af ungu fólki úr vinnuskólanum und- ir stjórn Jóns Sverrissonar garð- yrkjustjóra. Hitt verkið er eft- ir Arnór Kára, ungan listamann úr Reykjavík, og er staðsett á norður- gafli „Lesbókarinnar“ við Kirkju- braut og sýnir tvo tignarlega fugla. Ólafur Páll Gunnarsson var síð- ustu fjögur ár formaður menn- ingar- og safnanefndar Akraness og því embætti fylgdi að fara fyrir afmælisnefnd Akraneskaupstaðar. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Óla Palla og spurði hann um tilurð þessa vegglistaverka. Hann segir að þetta sé gert að tilhlutan nefndar sem hefur með höndum ýmsa við- burði og verkefni í tilefni af 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2022. Stökk í málið Hvernig kom þetta til? „Akranes- kaupstaður fagnar 80 ára afmæli í ár og menningar- og safnanefndin sem ég var formaður í var beðin um að taka að sér að koma með tillög- ur og hugmyndir. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem komu upp á afmælisnefndarfundi í janúar og þá átti þetta reyndar að vera öðruvísi. Ég var að vona að einhver listamað- ur yrði til í að halda utan um þetta en svo atvikaðist það bara þannig að ég stökk í það mál því það fékkst enginn í þetta. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Nú eru tvö verk af sex tilbúin, þetta er mjög skemmtilegt og fólk virð- ist vera mjög ánægt með þetta. Það er tilgangurinn með þessu, að gera eitthvað skemmtilegt sem gleður fólk,“ segir Óli Palli. Þú talar um að þetta séu sex verk í allt, eru komnar staðsetningar á hin verkin fjögur? „Bjarni Þór listmál- ari verður með eitt verk sem seg- ir sögu Akraness, hálfgerða sögu- stemningu sem verður á Lands- bankahúsinu þar sem #takk veggur- inn er og mun hann mála yfir það verk. Á mjölgeymslu Brims niður við höfn ætlar Baski að mála mynd með bryggju- og bátastemningu og Edda Karólína Ævarsdóttir, dótt- ir Ævars Arnar Jósepssonar rit- höfundar, og tvær vinkonur henn- ar ætla að mála á gaflana á Íþrótta- húsinu við Vesturgötu. Þá ætlar Bjössi Lú sem gerði Bowie vegginn að mála vegginn á Gamla Kaup- félaginu sem snýr út að bílaplan- inu og hugmyndin er að þar komi einhvers konar tónlistarsaga Akra- ness.“ Hvernig er svona fjármagnað? Þessi verk eru í raun gjöf fyrirtækja til Akurnesinga. Elkem Ísland ehf. gefur fuglamyndina, Faxaflóahafnir gefa Baskamyndina, Upprisa sem er að byggja á Sementsreitnum gefur myndirnar á íþróttahúsið, Norður- ál gefur Bjössa Lú myndina, Bjarni Þór gefur sína vinnu og Húsasmiðj- an leggur málningu í öll verkin og myndina hennar Tinnu á Haf- bjargarhúsinu. Það sem fyrirtækin leggja til eru laun listamannanna og Húsasmiðjan leggur til efnið.“ Framhald af Bowie veggnum Óli Palli segir að hann reikni með því að verkinu verði lokið í síðasta lagi um miðjan september en það fari eftir veðri og verkefnastöðu listamannanna. En er eitthvert þema í verkunum? „Listamennirnir hafa fengið að ráða þessu að mestu sjálfir. Ég sá mynd eftir Baska á sýningu sem hann hélt í fyrra og ég spurði hann hvort hann væri til í að gera eitthvað svipað, og hann vann út frá því í rauninni. Annars voru þetta listamennirnir sem hafa kom- ið með tillögur og þær hafa ver- ið samþykktar eins og skot í öll- um tilfellum. Það má kannski segja að þetta sé svona smá framhald af Bowie veggnum við Kirkjubraut sem hefur vakið mikla athygli og gert umhverfið skemmtilegra. Svo er frumkvöðullinn að þessu öllu saman hér á Akranesi snillingurinn Dengsi í Ársól (Jón B. Jónsson) sem málaði og skreytti allar myndirnar á HB & Co húsunum fyrir mörg- um áratugum. Maður tók þessu sem sjálfsögðum hlut á sínum tíma, þessar myndir voru bara þarna ein- hvern veginn og manni fannst eins og þetta hefði alltaf verið þarna, en þetta er ótrúlega flott sem hann gerði og lifir. Til dæmis myndin með bátastemningunni á gaflinum á HB húsinu ekki langt frá gamla Hótelinu, og svo þessar fígúrur og trémyndir sem eru á gamla frysti- húsi HB & Co sem hann sagaði út og málaði af stakri snilld, virkilega flott.“ Verður að vera jafnvægi Óli Palli segir að lokum að vonandi sé þetta upphaf að einhverju meiru, svona listaverk lífgi sannarlega upp á bæinn. „Það verður að vera jafn- vægi í þessu öllu saman en það er samt alveg pláss fyrir fleiri myndir. Þetta voru veggir sem kölluðu á að eitthvað mætti fara á þá og það sem er komið er virkilega glæsilegt. Og það er ótrúlega gaman að sjá litlar skemmtilegar hugmyndir verða að veruleika og ná að gleðja mann og annan, þá er gaman. Ég tek glaður við hugmyndum af verkum, veggj- um og í raun eru tvær nýjar hug- myndir á teikniborðinu. Hvort þær hugmyndir fæðast verður gaman að sjá.“ vaks Vegglistaverk vekja athygli á Akranesi Hér ætlar Baski að mála sitt verk á næstu vikum. Ljósm. aðsend Óli Palli og hundurinn hans, hann Búi. Ljósm. vaks Verk Tinnu Royal á Breiðinni. Arnór Kári gerði fuglamyndina við Lesbókina. Vegglistaverk eftir Dengsa.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.