Fréttablaðið - 09.11.2022, Side 2
Ég er merkilega brött
þrátt fyrir að það sé
nýbúið að bora í haus-
inn á mér.
Sigríður Matt-
hildur Aradóttir
Heimir snýr heim í Hafnarfjörð
Stuðningsfólk FH mætti í Kaplakrika í gærkvöldi þar sem Heimir Guðjónsson snéri aftur til starfa. Heimir var rekinn úr starfi þjálfara meistaraflokks karla árið
2017 en er nú snúinn til baka. Eftir erfið ár treysta FH-ingar á töfrasprota Heimis sem skilaði áður fimm Íslandsmeistaratitlum. SJÁ SÍÐU 16 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sigríður Matthildur Aradóttir
lauk á dögunum kuðungs
ígræðslu í hægra eyra. Sigríður
lagði Sjúkratryggingar Íslands
í sumar vegna aðgerðarinnar
og vonar að það hafi verið for
dæmisgefandi. Hún hlakkar
mest til að hætta að segja ha.
odduraevar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Hin heyrnarskerta
Sigríður Matthildur Aradóttir verð
ur það ekki mikið lengur því hún
fór í fyrradag í sína aðra kuðungs
ígræðslu, nú á hægra eyra, eftir að
hafa farið í sína fyrstu á vinstra eyra
árið 2005.
Sigríður þurfti sannarlega að
hafa fyrir aðgerðinni en í júní lagði
hún Sjúkratryggingar Íslands fyrir
úrskurðarnefnd velferðarmála
eftir að hafa fengið sífellda neitun
frá stofnuninni. Stofnunin taldi
aðgerðina ekki brýna nauðsyn fyrir
Sigríði þar sem hún hefði áður farið
í aðgerð á öðru eyra.
Það var 2010 sem heyrnin á hægra
eyra fór að dala hjá Sigríði. Þá ákvað
hún að sækja um stuðning fyrir
annarri kuðungsígræðslu en fékk
sífellt neitun hjá Sjúkratryggingum.
„Ég er svo kát yfir þessu öllu
saman að ég fór bara heim sama dag
og ég er merkilega brött þrátt fyrir
að það sé nýbúið að bora í hausinn
á mér,“ segir Sigríður hlæjandi.
Aðspurð hvað hún hlakki mest til að
gera með fulla heyrn stendur ekki
á svörum:
„Ég er mest spennt að fá að vera
meira með og þurfa ekki alltaf að
segja „ha?“ og ruglast ekki og trúðu
mér, misskilja og segja vitlaus orð
og alls konar. Og svo bara að fara í
leikhús og njóta þess að heyra allt
saman,“ segir Sigríður.
„Að geta verið með fólkinu mínu
og einfaldlega bara verið með. Og
stereó! Ómægod, stereó!“ segir Sig
Hlakkar langmest til að
þurfa ekki lengur að hvá
Sigríður fékk sífellt neitun frá Sjúkratryggingum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ríður hlæjandi. Einhver áhöld eru
um það hversu fordæmisgefandi
mál Sigríðar verður fyrir aðra í svip
uðum sporum.
„Sjúkratryggingar Íslands eru
ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Ég
hélt að þetta yrði fordæmisgefandi
en svo er víst ekki. Ég ætla samt bara
að leyfa mér að trúa því, af því að
mér finnst hitt algjört svindl,“ segir
Sigríður.
Hún sótti árið 2018 aftur um
aðgerðina hjá Sjúkratryggingum
Íslands en fékk aftur neitun. Sig
ríður viðurkennir að það hafi
komið henni spánskt fyrir sjónir
enda bjóst hún við því að það yrði
einungis formsatriði að fá stuðning
fyrir annarri aðgerð.
Sigríður segist trúa því að mál
hennar sé fordæmisgefandi og vill
vera til staðar fyrir fólk í svipuðum
sporum. „Ég vil að aðrir en ég njóti
á endanum góðs af þessu, til þess fór
ég nú í þessa vegferð.“ n
benediktboas@frettabladid.is
MEINDÝR Samkvæmt upplýsingum
frá Meindýravörnum Reykjavíkur
borgar er ekki hægt að tala um
músafaraldur í miðborginni. Það
er þó nóg að gera í útköllum vegna
veggjalúsa.
Munurinn felst í að á lands
byggðinni eru f leiri hagamýs en í
Reykjavík eru húsamýs í meirihluta.
Eins og nafnið gefur til kynna er sú
tegund hrifin af því að vera innan
veggja húsa og er það allan ársins
hring.
Meindýravarnir borgarinnar,
sem fá flest símtöl frá borgarbúum,
hafa farið í þó nokkur útköll vegna
músa en ekkert meira en í meðalári.
Það er þó nóg að gera vegna veggja
lúsa. Tölurnar fyrir árið eru ekki
komnar en samkvæmt svörum
meindýraeyða borgarinnar eru
fleiri útköll vegna þeirra en í meðal
ári. n
Veggjalýs plaga
fleiri en vanalega
Veggjalýs eru hvimleið kvikindi sem
nóg er af í borginni. MYND/AÐSEND
ljosid.is/ljosavinur
Vildi að ég gæti
átt venjulegan
miðvikudags
morgun með
fjölskyldunni“
„
gar@frettabladid.is
ÖRYGGISMÁL Skammdegið sækir
nú hratt í sig veðrið og æ lengra
verður liðið á daginn áður en dags
birtan tekur yfir. Í þeirri þíðu sem
verið hefur með snjóleysi er erfitt að
koma auga á gangandi eða hjólandi
vegfarendur sem skjótast í myrkr
inu yfir götur, suma hverja börn að
aldri á leið í skóla.
Á vef Samgöngustofu er bent á
að notkun endurskinsmerkja sé
þess vegna nauðsynleg. Þau eigi að
vera sýnileg og best sé að hafa þau
fremst á ermum, hangandi með
fram hliðum, á skóm eða neðarlega
á buxnaskálmum.
„Það er staðreynd að ökumenn
sjá óvarða vegfarendur með endur
skin fimm sinnum fyrr en ella og
því getur notkun endurskinsmerkja
skilið milli lífs og dauða,“ segir Sam
göngustofa. Á vef stofnunarinnar er
hægt að sjá lista yfir þá staði þar sem
nálgast má endurskinsmerki. n
Gott að setja upp endurskinsmerkin
Endurskins-
merki geta
bjargað manns-
lífum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
2 Fréttir 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ