Fréttablaðið - 09.11.2022, Qupperneq 4
Upplestrarkvöld Forlagsins
í kvöld kl. 20 í Hannesarholti,
Grundarstíg 10.
Verið öll velkomin.
Sunna Dís
Másdóttir
Plómur
Dagur
Hjartarson
Ljósagangur
Einar Kárason
Opið haf
Jónas Reynir
Gunnarsson
Kákasus-
gerillinn
Ævar Þór
Benediktsson
Drengurinn
með ljáinn
Sigríður Víðis
Jónsdóttir
Vegabréf:
Íslenskt
Arndís
Þórarinsdóttir
Kollhnís
Linda
Vilhjálmsdóttir
Humm
Jón Atli
Jónasson
Brotin
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is
Árni vill ekki að saga hinnar ágengu alaskalúpínu endurtaki sig. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Landgræðslustjóri segir að
ekki megi láta sögu alaska-
lúpínunnar endurtaka sig
með stafafurunni. Það séu
ekki öfgar að boða varúð í
notkun hennar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Árni Bragason land-
græðslustjóri hafnar fullyrðingum
Jónatans Garðarssonar, formanns
Skógræktarfélags Íslands, sem birt-
ust nýlega í Fréttablaðinu og ályktun
stjórnar félagsins um að nokkrir
starfsmenn Landgræðslunnar hafi
á síðustu árum vegið að skógrækt,
starfsemi Skógræktarinnar og skóg-
ræktarfélaga. Að það sé gert út frá
trúarlegum eða þjóðernislægum
lífsskoðunum svo sem hvaða trjá-
tegundir eigi sér þegnrétt í íslenskri
náttúru sé rakalaus fullyrðing.
„Landgræðslan hefur hvatt til
þess að fyrsta val við ræktun land-
græðsluskóga sé íslenskt birki og að
notuð verði staðarafbrigði ef tök eru
á,“ segir Árni. „Ástæðan er að birki
hefur vaxið á Íslandi í þúsundir ára
og er aðlagað aðstæðum hér, en við
vitum vel að birkið er ekki besta tréð
til allra nota.“
Svandís Svavarsdóttir hefur
boðað sameiningu Skógræktar og
Landgræðslu og hefur það ekki alls
staðar fallið í góðan jarðveg. Í viðtali
sagði Jónatan að Skógræktarfélagið
hefði áhyggjur af því að sameiningin
snerist um sparnað og að hætta væri
á að skógræktin yrði undir bæði
hvað varðar fjármagn og stefnu.
Deilan snýst meðal annars um
notkun stafafuru.
„Það að segja frá því opinberlega
að rannsóknir sýni að stafafura
sé talin ágeng tegund og að hvetja
til þess að hún verði notuð með
varúð er hvorki hreintrúarstefna né
öfgar,“ segir Árni. „Starfsfólki Land-
græðslunnar ber skylda til að segja
frá slíkum rannsóknum. Við viljum
síst af öllu að saga alaskalúpínunnar
endurtaki sig. Þar ber landgræðslu-
og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en
við vorum á sínum tíma í góðri trú,
við sáum ekki fyrir hversu ágeng
tegundin er.“
Bendir hann á að í sameinaðri
stefnu um landgræðslu og skógrækt,
Landi og lífi, sé í öðrum kafla gert
ráð fyrir framkvæmd hættumats
á notkun algengustu trjátegunda
í skógrækt. Það sé verkþáttur sem
matvælaráðuneytið beri ábyrgð á.
Segist hann hvetja formann Skóg-
ræktarfélagsins til að leggja fram
staðreyndir fremur en að bergmála
rakalausar fullyrðingar. „Það er
öllum hollt að kynna sér staðreyndir
og komast úr bergmálshelli þar sem
klifað er á röngum fullyrðingum
því annars er hætta á að rangfærsl-
urnar verði ráðandi í máli okkar og
skrifum,“ segir hann.
Sjálfur segist Árni hafa notað
stafa furu sem jólatré í áratugi og
vonar að Íslendingar auki notkun
hennar í þeim tilgangi. „Ég vona að
menn beri gæfu til að skipuleggja
ræktun stafafurunnar og rækt-
unarsvæði þannig að slys verði ekki
með sama hætti og orðið hefur með
lúpínuna,“ segir hann.
Jafnframt tekur hann undir orð
Jónatans um að nauðsynlegt sé að
vanda til verka við fyrirhugaða sam-
einingu. Verkefnið að rækta landið
og klæða það sé risastórt verkefni.
„Við þurfum að vernda og endur-
heimta votlendi og náttúruskóga
og við þurfum að rækta nytjaskóga
með innf luttum tegundum. Við
þurfum að byggja upp skógarauð-
lind fyrir komandi kynslóðir,“ segir
Árni. n
Landgræðslan vegi ekki að skógrækt
Það að segja frá því
opinberlega að rann-
sóknir sýni að stafafura
sé talin ágeng tegund
og að hvetja til þess að
hún verði notuð með
varúð eru hvorki hrein-
trúarstefna né öfgar.
Árni Bragason,
landgræðslu-
stjóri
benediktboas@frettabladid.is
NÝSKÖPUN Stofnuð hafa verið Sam-
tök þörungafélaga á Íslandi en fyrsti
stjórnarfundur fór fram síðastliðinn
fimmtudag. Stofnendur félagsins
eiga það sameiginlegt að stunda
sjálf bæra öf lun, ræktun, rann-
sóknir, fræðslu, vinnslu, vöruþróun
og sölu á afurðum tengdum þörung-
um. Þörungar eru taldir munu leika
stórt hlutverk í baráttunni gegn
loftslagsvandanum á næstu árum.
Þeir geta fjarlægt kolefni úr koltví-
sýringi í andrúmsloftinu og skilað
því til baka sem súrefni.
Meira en 20 fyrirtæki og stofnanir
standa að stofnun félagsins.
„Einstakar náttúruaðstæður með
grænni raforku og jarðvarma hafa
þegar komið Íslandi á kortið í smá-
þörungaræktun og -vinnslu og það
er ýmislegt að gerjast í stórþörung-
um,“ segir Sigurður Pétursson, for-
maður stjórnar Samtaka þörunga-
félaga á Íslandi. n
Stofna samtök
þörungafélaga
Sigurður Péturs-
son, formaður
stjórnar Sam-
taka þörunga-
félaga á Íslandi
benediktarnar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Embætti land-
læknis vinnur að samantekt um
fjölda þeirra sem hafa greitt gjald
fyrir hvers konar afgreiðslu og með-
höndlun á umsóknum um starfs-
leyfi og sérfræðileyfi.
Nýverið sagði heilbrigðisráðu-
neytið að landlækni væri óheimilt
að leggja gjald á heilbrigðisstarfs-
menn sem eru íslenskir ríkisborg-
arar og hafa fengið faglega menntun
hér á landi, vegna umsóknar um
starfsleyfi eða sérfræðileyfi.
Embætti landlæknis segir að
vinna við að taka saman upplýs-
ingar um þá sem greiddu gjaldið sé
tímafrek og f lókin. Hún sé unnin
í samráði við Fjársýslu ríkisins og
heilbrigðisráðuneytið. Ekki hafi
verið tekin ákvörðun um fram-
kvæmd endurgreiðslna. n
Landlæknir ekki
ákveðið neitt um
endurgreiðslur benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Samtökin 22 – hags-
munasamtök samkynhneigðra,
leggja til að frumvarp til laga um
bælingarmeðferð verði dregið til
baka. Trans Ísland styður heils
hugar við frumvarpið.
Þetta kemur fram í umsögn sam-
takanna sem birtist á vef Alþingis
í gær. Samtökin 22 eru ný hags-
munasamtök og vinna einungis í
þágu samkynhneigðra. Samkvæmt
umsögninni viðurkenna þau þrjár
kynhneigðir. Gagnkynhneigð, tví-
kynhneigð og samkynhneigð, þar
sem kynin séu einungis tvö.
Samtökin 22 segja í umsögn sinni
að nauðsynlegt sé að aðskilja kyn-
hneigð annars vegar og kyntján-
ingu/kynvitund hins vegar. Æski-
legast sé að taka það síðarnefnda út
úr frumvarpinu. Þá segir að eins og
frumvarpið líti út gæti það gert sam-
talsmeðferðir hjá sálfræðingum og
geðlæknum refsiverðar.
Að lokum er bent á að óháð bresk
rannsókn sé í gangi um þessi mál,
The Cass review, og verða niður-
stöður birtar í byrjun árs 2023. Allar
trans meðferðir barna séu nú í bið-
stöðu í Bretlandi vegna niðurstaðna
bráðabirgðaskýrslu.
Trans Ísland segir aftur á móti að
frumvarpið sé mikilvægur liður í að
uppfylla þá sjálfsögðu kröfu að hin-
segin fólk fái að lifa sem það sjálft án
ótta við að verða fyrir ofbeldi, sem
bælingarmeðferðir séu. n
Ólík sýn á frumvarp um bælingarmeðferð
Samtökin 22 og Trans Ísland sjá
frumvarpið ólíkum augum.
4 Fréttir 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ