Fréttablaðið - 09.11.2022, Síða 14
Eins og kunnugt er dæmdi Hæsti
réttur Íslands 1998 að kvótakerfið í
þeirri mynd, sem það hafði fram að
þeim tíma verið útfært, stríddi gegn
ákvæðum stjórnarskrárinnar um
jafnræði og atvinnufrelsi. Þessi nið
urstaða var síðan í meginatriðum
staðfest í úrskurði mannréttinda
nefndar Sameinuðu þjóðanna í
október 2007. Viðbrögð íslenskra
stjórnvalda við þessum niðurstöð
um voru bæði fálmkennd og mótuð
af hagsmunagæslu gagnvart þáver
andi kvótahöfum. Það var síðan í
lok árs 2008 að ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur með Jón Bjarnason
sem sjávarútvegs ráðherra beitti sér
fyrir því að sett yrðu lög um breyt
ingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu
sem opnuðu fyrir takmarkaðar
heimildir hins almenna borgara
til að stunda fiskveiðar hér við
land. Má því má segja að með til
komu strandveiðikerfisins væri að
nokkru leyti komið komið til móts
við fyrrnefndan úrskurð mannrétt
indanefndar SÞ og dóm Hæstarétt
ar Íslands og kvótakerfinu þannig
bjargað.
Strandveiðar
ekki í aflamarkskerfi
Ljóst er að strandveiðarnar voru
aldrei hugsaðar sem hluti af hinu
ólögmæta kvótakerfi, enda eru þær í
eðli sínu í sóknarmarki en ekki afla
marki. Takmarkanir innan kerfisins
eru fyrst og fremst miðaðar við
fjölda og tímalengd róðra, árstíma
og tiltekna vikudaga sem og fjölda
færarúlla, allt sóknartakmarkandi
þættir, þótt afli í einstökum róðr
um væri takmarkaður. Í upphafi
var gert ráð fyrir að afli á þessum
veiðum drægist ekki frá úthlutuð
um kvóta til þeirra báta sem einnig
stunduðu strandveiðar. Það var því
augljóslega í mótsögn við tilgang
þessa veiði fyrir komulags að setja
heildarkvóta á strandveiðiafla.
Handfæraveiðar eru í senn
umhverfisvænar og sjálf bærar, hafa
verið stundaðar frá upphafi byggðar
og eru því hluti af menningu okkar
og sögu. Þess vegna er það nánast
móðgun við þessa veiðiaðferð að
skilgreina strandveiðar og raunar
allar handfæraveiðar sem einhverja
félagslega starfsemi eða „ölmusu“
sem þurfi að vera upp á „örlæti“
kvótahafa í landinu komin eins og
stundum er látið í veðri vaka þegar
rætt er um svokallaðan 5,3%pott
kvótakerfisins. Strandveiðarnar
eiga ekki heima í neinum „potti“
kvótakerfisins og því eiga stjórn
kerfi strand veiða og kvótakerfis að
vera aðskilin og óháð hvort öðru.
Skekkjumörk
og vísindaleg óvissa
Engin rök eru fyrir því að veiðar á
handfæri geti nokkru sinni ógnað
viðkomu fiskistofna. Í því sambandi
má benda á að litlar líkur eru á að
heildarafli á strandveiðum fari yfir
15.000 tonn í fyrirsjáanlegri fram
tíð. Sé það magn sett í samhengi
við áætlaðan veiðistofn þorsks
hér við land og af lareglur kvóta
kerfanna upp á 2022% (sjá greinar
gerð Jóhanns Sigur jónssonar fv.
forstjóra Hafrannsóknastofnunar í
okt. 2022) er þetta magn ca. 11,5%
af meðal veiðistofni þorsks síðustu
5 árin. Líklegur heildarafli á strand
veiðum er því bæði innan breyti
leika aflareglnanna og langt innan
þeirra varúðar og skekkjumarka
sem reiknaðar stærðir fiskistofna
miðast við.
Enn er mikil vísindaleg óvissa um
það hvort kvótastjórnun á nýtingu
fiskistofna sé sú eina rétta, enda
fjölmörg dæmi um að hún hafi ekki
skilað þeim árangri sem stefnt var
að. Má í því sambandi benda á að
samkvæmt mælingum Hafrann
sóknastofnunar á síðustu fimm
árum hefur þorskstofninn minnkað
um ca. 30% þrátt fyrir að í öllu hafi
ráðgjöf stofnunarinnar og gildandi
af lareglu verið fylgt. Hins vegar
hefur nýlega verið ákveðið að auka
veiðar á kolmunna á NAtlants
hafi um meira en 80% þrátt fyrir
meinta ofveiði úr þeim stofni árum
saman. Þá er það staðreynd að síðan
að af lamarkskerfinu var komið á
1990 hefur ekki komið fram einn
einasti stórárgangur af þorski hér
við land þrátt fyrir að hrygningar
stofninn hafi vaxið úr um 150.000
tonnum upp úr aldamótum upp í
rúm 500.000 tonn 2017, sá stærsti frá
1962. Árleg nýliðun hefur á þessum
30 árum verið að jafnaði um eða
innan við 140 milljónir fiska sem er
langt undir meðaltalinu á „stjórn
leysistímabilinu“ 19601990. Á þessu
er að sögn vísindamanna engin
þekkt skýring.
Einnig má vekja athygli á að skv.
nýjustu útreikningum á árlegu
afráni hvala á hafsvæðinu umhverf
is Ísland er það talið vera rúmlega 13
milljónir tonna, þar af þorskfiskar
um 10%. Að sögn vísindamanna er
á þessari tölu mjög mikil óvissa og
engin þekking er á áhrifum þessa
gríðarlega afráns hvalanna á við
komu þeirra fiskistofna sem nýttir
eru hér við land. Þegar öll þessi
óvissa og vanþekking er sett í sam
hengi ætti f lestum að vera ljóst að
hugsanlegur heildaraf li strand
veiðanna er algerlega hverfandi og
langt innan eðlilegra skekkjumarka
sem notuð eru í öllu náttúruvísinda
starfi.
Lokaorð
Með vísan til þess sem að ofan er
rakið er tekið undir áskorun nýlega
afstaðins landsfundar Landssam
bands smábátaeigenda til Alþingis
um að sett verði lög sem tryggi að
strandveiðar verði heimilar í a.m.k.
48 veiðidaga á ári. Afla á þessum
veiðum á ekki að taka úr aflamarks
kerfinu enda eiga þessi fiskveiði
kerfi ekkert sameiginlegt, eiga að
vera aðskilin og án togstreitu í garð
hvort annars. Hins vegar er ástæða
til að benda á að með handfæra
veiðum á grunnslóð má fá mikilvæg
fiskifræðileg gögn ekki síður en með
ýmsum „röllum“ og öðrum mæling
um sem notaðar eru til vöktunar og
rannsókna á fiskistofnum og öðru
lífríki sjávar hér við land. Af slíkum
gögnum veitir ekki. n
Bjargvættur kvótakerfisins
Magnús Jónsson
veðurfræðingur og
formaður Drang
eyjarsmábátafé
lags Skagafjarðar
Landsfundur Samfylkingar er
afstaðinn. Flest virðist þar gott,
nema eitt; nýr formaður. Hún er
ef laust velviljuð og væn, en fyrir
mér einkennist framganga hennar
og málflutningur af kokhreysti og
þekkingarleysi.
Nýr formaður talar mikið um vel
ferðarkerfið, „endurreisn þess“. Það
vill svo til, að allir f lokkar landsins
vilja styrkja og bæta velferðarkerfið.
Er þarna ekkert nýtt hjá formanni.
Sósíalistar, Flokkur fólksins,
Vinstri grænir, jafnvel Píratar, Við
reisn og Framsókn eru með svipaðar
áherzlur í heilbrigðismálum, hús
næðismálum og samgöngumálum,
en þetta eru þeir þrír málaflokkar,
sem formaðurinn segist hafa í for
gangi.
Munur kynni að vera sá, að nýr
formaður er greinilega opnari fyrir
nýrri og aukinni skattlagningu, en
hinir. Morgunblaðið skrifaði, eftir
viðtal, að hún teldi millistéttina
aflögufæra.
Formaðurinn fárast yfir tvöföldu
heilbrigðiskerfi, en skilur ekki, að
einkageirinn hefur stórlega styrkt
heilbrigðiskerfið, gert það fjöl
breyttara, tæknivæddara og aukið
öryggi þess, auk þess, sem feiki
miklir fjármunir hafa komið með
einkaaðilum inn í heilbrigðiskerfið.
Formaðurinn segist ætla að
styrkja sína helztu málaflokka með
breyttri forgangsröðun útgjalda
ríkisins. Hún þurfi að komast í fjár
málaráðuneytið til þess. Hún hefur
þó enga grein gert fyrir því, hvað
eða hvar hún ætlar sér að skera
niður. Hvað er þar óþarft?
Aðrar leiðir til að bæta velferðar
kerfið eru: Aukin skattheimta,
auknar lántökur ríkissjóðs, lækkun
útgjalda, aukin verðmætasköpun
og/eða nýjar tekjur.
Aukin skatttaka í þjóðfélagi, sem
hefur verið barið og lamið, til og frá,
í skattlagningu, af mörgum stjórn
málaflokkum og ríkisstjórnum, er
langsótt leið og erfið.
Stærsti stjórnmálaf lokkurinn,
sem formaðurinn gefur til kynna,
að henni kynni að hugnast að vinna
með, enda mun hún sjálf hafa verið í
þeim flokki, Sjálfstæðisflokkurinn,
boðar skattalækkanir.
Formaðurinn nýi fengi fáa flokka
með sér í aukna skattheimtu, næði
slíku aldrei í gegn, hennar pólitík er
því engin realpólitík, eins og hún
vill vera láta.
Auknar lántökur eru heldur ekki
góð leið, því þær þýða í reynd, að
núverandi kynslóð vilji auka sína
velferð með lántökum, sem lenda
svo mikið á börnum og barnabörn
um til greiðslu. Ekki reisn yfir því.
Lágskuldastefna ríkisstjórnar
tryggir líka, að vaxtakostnaður rík
issjóðs lækkar, og má nota sparnað
inn einmitt til að bæta velferð, auk
þess, sem sterk staða ríkissjóða
eykur öryggi, þegar óvænt áföll
verða, eins og heimsfaraldurinn.
Lækkun útgjalda ríkissjóða er
erfið leið og torsótt. Þar rekast
menn á marga veggi.
En, ein leið til lækkunar útgjalda,
ekki bara ríkissjóðs, heldur líka
fyrirtækja landsins og almennings,
er greiðfær, ef menn sameinast um
hana, nefnilega innganga í ESB og
upptaka evru.
Myndu vextir af lánum og skuld
um stórlækka, kostnaður allur, þar
sem lánsfjármagni er beitt, lækka,
auk þess sem upptaka evru myndi
laða erlenda banka og smásölukeðj
ur til landsins, sem myndu keyra
niður bankakostnað og smásölu
verð, og, ekki sízt, myndu fjárfestar
koma til landsins með stóraukið
fjármagn, atvinnulífi og framsókn
þess, nýsköpun, verðmætasköpun í
landinu, til góðs.
Þessa leið skilur formaðurinn
þó ekki, þó að margir telji það eitt
stærsta mál okkar tíma. Lítilsvirðir
hún í leiðinni afstöðu sinna flokks
manna, en í skoðanakönnun, nú í
sumar, voru 94% þeirra Samfylk
ingarmanna, sem afstöðu tóku, með
ESBaðild. Ekki er lýðræði eða vilji
grasrótar þar hátt skrifað.
Ekki áttar formaðurinn sig heldur
á því, að sameinuð, samstillt og
sterk Evrópa, öflugt ESB, er helzta
stefnumál allra jafnaðarmanna
flokka í Evrópu, sem hún fullyrðir
þó, að eigi að vera fyrirmynd Sam
fylkingar.
Varðandi nýjar tekjur, hef ég bent
á þá leið, sem Norðmenn fara, þar
sem þeir munu frá 1. janúar 2023
taka leigu, afnota eða auðlinda
gjald, fyrir afnot af sameiginlegum
auðlindum norsku þjóðarinnar, en
haf, land og loft, sem ekki er í sér
eign, verður þar nú skilgreint sem
sameign þjóðarinnar.
Ekki virðist formaðurinn hafa
fylgzt mikið með þessu, hvað þá
tileinkað sér þá stefnu, heldur fara
meira undan í f læmingi, þegar auð
lindamálin bera á góma.
Það sama gildir um nýja stjórn
arskrá, en helztu málin þar eru
einmitt löggilding þess, að auð
lindirnar hér séu sameign íslenzku
þjóðarinnar, og, að vægi atkvæða í
landinu verði jafnað. Sanngirnis og
jafnréttismál, sem jafnaðarmenn
hafa hingað til gert mikið með.
Í rauninni er formaðurinn, sem
flokksmenn kusu yfir sig, eins og í
blindni eða leiðslu, að ganga þvert
á helztu samþykktir og stefnumál
Samfylkingarinnar.
Dýra, náttúru og umhverfis
vernd virðist heldur ekki mikið á
dagskrá hjá nýjum formanni, senni
lega hefur farið fram hjá henni, að
villtum dýrum jarðar hefur fækkað
um 70% síðustu fimmtíu árin.
Hjá flestu hugsandi fólki er eyði
legging og hnignun lífríkis jarðar
stærsta mál okkar tíma. Hvernig á
að skapa varanlega velferð manna,
án þess, að fast og alvarlega sé tekið
á þessum grunnvandamálum!? Vel
ferð jarðarinnar sjálfrar.
Hjá evrópskum jafnaðarmanna
flokkum, eru græn mál, ásamt með
Evrópumálum, líka efst á blaði.
Helga Vala Helgadóttir er einn
bezti fulltrúi evrópskrar jafnaðar
mannastefnu hér. Nýr formaður
hefur greinilega aðra skoðun á því.
Er íslenzkum jafnaðarmönnum
enn skemmt!? n
Misvirðir vilja
flokksmanna
Ole Anton
Bieltvedt
samfélagsrýnir og
dýraverndarsinni
Ekki áttar formaður-
inn sig heldur á því,
að sameinuð, samstillt
og sterk Evrópa, öflugt
ESB, er helzta stefnu-
mál allra jafnaðar-
mannaflokka í Evrópu,
sem hún fullyrðir þó,
að eigi að vera fyrir-
mynd Samfylkingar.
Útsöludagar - 7.-11. nóvember
Eldstæði 15%
Tröppur 20%
Einangruð yfirbreiðsla 30%
Led bakki 20%
trefjar.is
Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði
Komdu í heimsókn!
Skoðaðu fleiri tilboð á trefjar.is
14 Skoðun 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ