Fréttablaðið - 09.11.2022, Síða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Vellíðan er besta gjöfin og í Vellíðan í öskju frá Lyfju eru sérvaldar vörur fyrir vellíðunarstundir og Gua Sha-nudd.
„Ég hef mikið verið að kenna Gua
Sha-nudd í fyrirtækinu mínu og
okkar upplifun þar hefur verið
að margir eiga til þessa fallegu
steina og fínu tól en vita ekki alveg
hvernig á að nota það. Þess vegna
endar oft með því að steinarnir
sitja uppi í hillu og safna ryki, eða
maður notar þá svona einhvern
veginn og vonar það besta.“
Þetta segir Eva Dögg Rúnars-
dóttir, jógakennari, hönnuður,
sjálfmenntaður Gua Sha-sérfræð-
ingur og annar eigandi Rvk Ritual.
Eva Dögg elskar allt sem tengist
heilbrigði húðarinnar.
„Gua Sha er ævaforn og nátt-
úruleg kínversk aðferð sem notuð
hefur verið til að meðhöndla hina
ýmsu sjúkdóma í gegnum tíðina.
Meðferðin losar um stíflaða orku
í líkamanum og eykur þar með
blóðflæði og örvar eitlakerfið. Með
tímanum hefur svo þróast mýkri
útgáfa af Gua Sha sem er sérstak-
lega ætluð fyrir andlitið. Hún er
þetta Gua Sha sem við þekkjum
í dag og hefur öðlast miklar vin-
sældir,“ greinir Eva frá.
Nuddað með Gua Sha-steini
Gua Sha er steinanudd með fal-
legu, heildrænu ritúali fyrir húðina
og sem hefur óteljandi kosti fyrir
líkama og sál.
„Að framkvæma Gua Sha-nudd
á sjálfum sér er frekar einfalt en
mikilvægt er að það sé gert rétt.
Meginreglan á bak við Gua Sha-
tæknina er að veita húðinni raka
og nota svo vægan þrýsting og
endurtekið nudd með Gua Sha-
steini frá nálarstungupunktum
að eitlavegum. Gott er að byrja á
bringunni, fara svo upp hálsinn og
hnakkann og klára alveg það svæði
áður en andlitið sjálft er nuddað.
Svo byrjar maður alltaf á annarri
hlið andlitsins, klárar hana og
nuddar svo hina hliðina,“ útskýrir
Eva Dögg og heldur áfram:
„Þegar andlitið er nuddað byrjar
maður alltaf á kjálkalínu og höku
og fer svo upp á kinnina, að augn-
svæði, þvert á augabrúnina og svo
frá enni upp á hárlínu. Við endum
svo á því að „tæma eitlaveginn“
með langri stroku frá enni niður
á háls. Því næst nuddum við hina
hlið andlitsins og einbeitum okkur
Eva Dögg segir mikilvægt að rækta líka huga, líkama og sál. MYND/HELGI ÓMARS
Vellíðan í öskju inniheldur ilmkerti, Mádara Time Miracle Hyaluron-rakagel og Gua Sha-stein. MYNDIR/AÐSENDAR
Uppskrift Evu Daggar
að vellíðan
n Komdu þér fyrir á þægi-
legum stað, andaðu inn,
andaðu út og náðu innri ró.
n Kveiktu á kerti með nota-
legri angan.
n Nærðu húðina með raka-
geli frá Mádara Time
Miracle Hyaluron-rakageli.
Það er rakabomba fyrir allar
húðgerðir og afar létt, olíu-
laust rakagel. Rakagelið fer
hratt inn í húðina, gefur
henni meiri fyllingu, og
mýkri og sléttari áferð.
n Nuddaðu andlitið létt
með Gua Sha þegar
rakagelið er komið á
andlitið. Það losar um
spennu í andlitsvöðvum,
dregur úr þrota og færir
húðinni heilbrigðan og fal-
legan ljóma.
Fylgist með Evu Dögg á @eva-
doggrunars og @rvkritual
Gua Sha getur
dregið úr bólgum,
fínum línum og dökkum
hringjum í kringum
augu og mótað andlitið
ef nuddið er framkvæmt
á réttan hátt.
Eva Dögg Rúnarsdóttir
allra síðast að því að nudda sérstök
svæði eins og svæðið á milli auga-
brúnanna, svæðið í kringum nefið
og varirnar.“
Losar um staðnaða orku
Til að meðhöndla vandamála-
svæði eru ýmsar meðferðir í boði
með Gua Sha-steinanuddi.
„Gott er að taka fyrir eitt svæði
í einu og einblína á það,“ segir Eva
Dögg. „Við hverja nuddstroku
endum við strokuna með því að
hrista aðeins steininn upp við
húðina til að tæma eitlaveginn
og losa um staðnaða orku. Þegar
húðsvæði er meðhöndlað með
svona endurteknu nuddi skapar
það tómarúm sem veldur því að
úrgangsvökvi dregst að húðinni frá
vefjum líkamans og við viljum losa
vel um alla vökvasöfnun. Með Gua
Sha-nuddinu erum við nefnilega
alltaf að vinna með bandvefinn og
sogæðakerfið.“
Eva segir ekki síður mikilvægt að
nýta þennan tíma til að hugsa um
öndunina.
„Að muna að anda djúpt og slaka
vel á, passa sig að vera slakur
í öxlum með
upprétt bak
og opna
bringu.
Auðvelt er
að stífna upp
í öxlunum og
draga þær upp
að eyrum, en það
viljum við alls ekki.
Hugsum um líkams-
stöðuna og öndunina,
og einnig að hugsa fallega
til okkar sjálfra og um okkur
sjálf, því allt tengist það saman.
Það þýðir ekkert að nudda á sér
andlitið fyrir framan spegilinn
og hugsa um hvað maður er
óánægður með sig og hvað mætti
betur fara; það er harðbannað!
Nýtum frekar tímann í að sinna
huga, líkama og sál.“
Að ástunda reglulegt Gua Sha-
nudd hefur marga kosti, að sögn
Evu Daggar.
„Það losar um spennu í andlits-
vöðvum, dregur úr þrota, eykur
kollagenframleiðsluna og færir
húðinni fallegan og heilbrigðan
ljóma. Gua Sha getur einnig dregið
úr bólgum og minnkað sársauka,
til dæmis í kringum kjálka og
höfuð. Einnig getur Gua Sha
dregið úr fínum línum og dökkum
hringjum í kringum augu og
mótað andlitið ef nuddið er fram-
kvæmt á réttan hátt.“
Nú er 20 prósenta afsláttur af
öllum húð-, snyrti- og gjafavörum í
Lyfju. Vellíðan í öskju er á sérstöku
tilboði á Einstökum tilboðsdögum
Lyfju dagana 8. til 13. nóvember.
Askjan kostar þá 4.999 krónur. n
Sjá meira á lyfja.is
2 kynningarblað A L LT 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR