Fréttablaðið - 09.11.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 09.11.2022, Síða 18
Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Pétur Björnsson Pétur segir að Protis Liðir hafi hentað honum frábærlega og gert honum kleift að fara aftur að hreyfa sig og hjóla, en áður voru allir „demparar“ farnir úr hnján- um. Hann fann mikinn mun á sér eftir fimm daga notkun og honum versnar fljótt ef hann sleppir því að taka Liði. MYND/AÐSEND Protis – nordic nutrition er íslenskt vörumerki sem sérhæfir sig í hágæða fæðu- bótarefnum. Formúlur Protis eru háþróaðar fyrir hámarksvirkni. Undirstaða vörunnar Protis Liðir er kraftur úr íslensku hafi. Lífsgæði Péturs Björnssonar gjör- breyttust eftir að hann byrjaði að taka Protis Liði. Protis Liðir er náttúrulegt fæðubótarefni sem unnið er úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorsk- prótíni, fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Pétur er búsettur á Sauðár- króki og starfar sem kerfisstjóri hjá tölvufyrirtækinu Fjölneti, sem hann á og rekur. Pétur hefur alla tíð stundað íþróttir enda segist hann vera keppnismaður. Ástæða þess að hann byrjaði að taka inn Protis Liði var ónýt hné. Áhrifin komu á óvart „Ætli ég hafi ekki byrjað að taka Protis Liði vegna verkja í hné. Það var fyrir um það bil sex árum. Annað hnéð er brjósklaust og klippa þurfti til liðþófa. Ég hef farið í tvær aðgerðir vegna þess. Þá hef ég einnig farið í aðgerð út af hinu hnénu. Þar hafa liðþófar einnig verið klipptir auk þess sem sprunga er í brjóski. Þegar ég reyndi að hreyfa mig urðu hnén stokkbólgin, líkt og handbolti að stærð. Þessu fylgdu miklir verkir, til dæmis þegar ég gekk upp tröppur. Mér fannst líka erfitt að sitja lengi í bíl eða flugvél. Það var virkilega erfitt fyrir mig að keyra frá Sauðárkróki til Reykjavíkur,“ útskýrir Pétur. „Ég hafði ekki mikla trú á Protis Liðum í upphafi, en ákvað að prófa að taka inn fjórar töflur á dag með Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum Sæbjúgu eru gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín sem er í Protis Liðum. morgunmatnum. Um sama leyti hætti ég að gleypa Voltaren rapid, sem er bólgueyðandi lyf og fer ekki vel í maga. Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Ég veit svo sem ekkert hvernig ég á að útskýra þetta, en það er eins og eitthvað læknist í hnénu með Protis Liðum. Ég gat allt í einu skokkað smá- vegis og hreyft mig. Áður voru allir „demparar“ farnir úr hnjánum,“ segir hann. Fór að geta hjólað Pétur er kyrrsetumaður þar sem hann starfar við tölvur og finnst því mikilvægt að hreyfa sig. „Ég hjóla mikið. Það gat ég illa gert fyrir sex árum. Það var í rauninni alveg magnað að strax á fimmta degi eftir að ég byrjaði á Liðum var ég farinn að finna mikinn mun á mér. Sömuleiðis versnaði mér fljótt þegar ég sleppti að taka inn Liði og fékk aftur vonda verki. Protis Liðir hafa hentað mér frábærlega og ég er ekkert að liggja á skoðunum mínum um að þetta gerir mér mjög gott. Ef ég myndi hætta alveg að taka Liði væri ekkert annað í stöðunni en að fara í hnjáliða- skipti. Á meðan þetta er í lagi er ég ekkert að hugsa um slíkt.“ Þegar Pétur er spurður hvort hann viti um ástæðu þess að hnén gáfu sig, svarar hann: „Ég slasaðist fyrir rúmum 28 árum þegar ég var að hlaupa utanvegar í Noregi þar sem ég var í námi. Steig illa niður og reif liðþófa, átti síðan að fara í aðgerð sem aldrei varð úr, þannig að fóturinn varð alltaf verri og verri. Ég fór að setja allan þungann á hinn fótinn og skemmdi hann líka. Það má segja að þetta séu týpísk íþróttameiðsli. Ég hljóp mikið á þessum árum og tók þátt í hinum og þessum íþróttum. Þegar maður er vanur að hreyfa sig kemur upp eirðarleysi og pirringur ef það er ekki hægt af einhverjum orsökum. Ég hef reynt ýmislegt en á mjög erfitt með hlaup. Ég hef hins vegar fundið mig á reiðhjólinu enda gerir það mér gott að hjóla. Það er frábært að hjóla hér um sveitirnar, lítil umferð og fátt sem truflar,“ segir Pétur. „Ég fer því út að hjóla á hverjum degi.“ Ginseng hafsins Skrápur sæbjúgna inniheldur lífvirka efnið kondroitín súlfat. Skrápur sæbjúgna inniheldur einn- ig hátt hlutfall af sinki, joði og járni og eru sæbjúgu gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Kollagenið sem unnið er úr sæbjúgum inni- heldur hátt hlutfall af mikilvægum amínósýrum, sérstaklega tryp- tófan, auk mangans og nauðsyn- legra vítamína fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva. n Verslaðu á protis.is eða í öllum helstu stórvörumörkuðum og apótekum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, leik- maður Vals í fótbolta, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönn- um deildarinnar. Hún segir stefnuna setta á fleiri titla og að bæta sig enn frekar sem leikmann. starri@frettabladid.is Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í ár en Vals- konur urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð auk þess að vinna Mjólkurbikarinn. Það voru leikmenn deildarinnar sem völdu hana og segir Arna Sif viðurkenninguna vera fyrst og fremst gríðarlegan heiður. „Vals- liðið var frábært í sumar og að mínu mati komu margir leikmenn liðsins til greina. Mér þykir vænt um þessa viðurkenningu.“ Valskonur eru þó ekki saddar að hennar sögn og er stefnan sett á þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð næsta sumar. „Það er alltaf erfitt að verja titla. Okkur tókst það í ár og stefnan er alltaf sett á að vinna og gera betur. Svo að gera það í þriðja sinn verður erfitt en við megum ekki vera saddar. Valskonur mæta fullar sjálfstrausts en auðmjúkar inn í nýtt undirbúningstímabil. Þetta verður mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel til að ná markmiðum okkar.“ Langar í fleiri titla Arna Sif varð 30 ára fyrr á árinu og segist vonandi eiga nokkur góð ár enn í boltanum. „Mig langar að vinna fleiri titla á næstu árum, halda áfram að vaxa sem leikmaður og njóta hverrar mínútu. Svo er alltaf möguleiki á að fara út aftur en ég hef spilað í Svíþjóð, Skotlandi og á Ítalíu.“ Hún segist mjög bjartsýn fyrir hönd íslenskrar kvennaknatt- spyrnu. „Hún hefur verið í miklum vexti síðustu ár. Það koma stundum tímar þar sem ég hugsa hvort við séum ekki komin lengra en þetta. En jákvæðu hlutirnir eru fleiri en þeir neikvæðu og ég hugsa að það sé full ástæða til að vera bjartsýn.“ Vill búa á Akureyri Auk þess að leika með Val er Arna Sif sjávarútvegsfræðingur og fót- boltaþjálfari. „Utan fótboltans elska ég göngutúra, samveru- stundir með fjölskyldu og vinum og góðan mat. Ég hef einnig gaman af því að lesa, hekla og hugsa vel um sjálfa mig og fólkið í kringum mig.“ Hún segir ekki alveg ljóst hvað taki við eftir að ferlinum lýkur. „Eitt er þó alveg öruggt og það er að ég ætla alla vega að búa á Akureyri en þar er ég fædd og uppalin. Mér finnst líklegast að það sem taki við eftir fótboltann verði meiri fót- bolti, bara í öðru hlutverki.“ Spurt og svarað: Hver er uppáhaldsæfingin og hver er í minnstu uppáhaldi? Ég gæti eytt heilli æfingu í reita- bolta. Mér finnst fátt skemmti- legra en góður reitur. Það er ekkert sérstakt sem kemur upp í hausinn á mér ef ég hugsa um hvað er leiðinlegt. Ætli það væri ekki hlaup án bolta. Sú æfing kemst alla vega ekki á topp fimm. Hvað færðu þér helst í morgun- mat? Morgunmatur er uppáhaldsmál- tíð dagsins hjá mér. Þessa dagana er ég að vinna með hafragraut, til dæmis graut með próteindufti í botninum, skyr hrært með hnetu- smjöri ofan á, ávextir og fræ ofan á skyrið. Ég held að ég segi á hverju kvöldi: Vá, hvað ég hlakka til að fá mér graut í fyrramálið! Hvað finnst þér gott að fá í kvöld- mat? Taco er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Hvert er besta millimálið? Hleðsla og ristað brauð með banana. Hver er erfiðasti mótherjinn? Ég ætla að segja danska lands- liðskonan Pernilla Harder. Hverju þakkar þú helst löngum og farsælum ferli? Fyrst og fremst fjölskyldunni minni. Ég elti systkini mín á æfingar og fékk fótboltadelluna frá þeim. Ég hef alltaf fengið mikinn stuðning frá mínu fólki. Það hafa verið alls konar veggir sem ég hef þurft að klessa á, erfiðir tímar og mótlæti sem þroskaði mig mikið og styrkti mig. Svo hef ég haft marga frábæra þjálfara og liðs- félaga sem hafa hjálpað mér mikið. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leik? Með tónlist! Ég hlusta mikið á tónlist á leikdögum, til dæmis meðan ég útbý morgunmatinn, í leikdagsgöngutúrnum, þegar ég græja mig fyrir mætingu og á leiðinni í leikinn. Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Ég myndi segja að ég væri svona B+ manneskja. Mér finnst bæði gott að vakna snemma og sofa aðeins lengur. Svo lengi sem ég hef tíma fyrir góðan morgunmat og góðan kaffibolla þá er ég í góðum málum. Ertu nammigrís? Nei, ég myndi ekki segja það. Ég elska súkkulaði samt! En ég er meira fyrir góðan mat. n Stefnan er alltaf sett á að vinna og gera betur Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals í fótbolta, var ánægð með tímabilið. MYND/AÐSEND Valsliðið var frá- bært í sumar og að mínu mati komu margir leikmenn liðsins til greina. Mér þykir vænt um þessa viðurkenn- ingu. Arna Sif Ásgrímsdóttir 4 kynningarblað A L LT 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.