Fréttablaðið - 09.11.2022, Side 20
Heimir stýrði FH frá
2008 til 2017 og skilaði
fimm Íslandsmeistara-
titlum í hús.
11
HM KARLA
Í FÓTBOLTA
DAGAR Í
Heimsmeistaramótið 2022: G-riðill
Innbyrðis viðureignir
24. nóv.
28. nóv.
28. nóv.
24. nóv.
2. des.
2. des.
Leikjadagskrá
Heimild: FIFA Mynd: Getty © GRAPHIC NEWS
Leikmaður til að fylgjast með:
002
100 Aldrei mæst
001
243 105
Serbía Sviss Kamerún
Brasilía
Kamerún
Sviss
TapJafnt.Sigur
Gabriel Jesus BRA
Knattspyrnuveislan í Katar
hefst eftir ellefu daga þegar
Heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu fer af stað. Í G-riðli er
það lið sem veðbankar telja
líklegast til sigurs. Brasilía er
til alls líklegt með Neymar
í fararbroddi en riðillinn er
snúinn og getur allt gerst
þegar boltinn byrjar að rúlla í
Persaflóanum.
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Í fyrsta sinn í nokkurn
tíma kemur Brasilía til leiks
með sterka liðsheild, Tite
þjálfari liðsins hefur meira
horft í það að búa til sterka
liðsheild sem passar saman
í stað þess að einblína á
stærstu nöfnin. Neymar
er hins vegar stjarna
liðsins og hann á
sér þann draum
að leiða liðið til
sigurs á þessu
stærsta sviði
f ót b olt a n s .
Fy r i r k nat t-
spyrnumenn frá Brasilíu snýst allt
um þetta mót og veðbankar telja
þá líklega til að ná árangri í Katar.
„Þeir eru bara líklegastir til þess að
vinna þetta mót, þetta er algjörlega
frábært lið,“ segir Hrafnkell Freyr
Ágústsson sérfræðingur Frétta-
blaðsins um mótið.
„Stærsta vandamálið fyrir Tite
verður að finna rétta byrjunar-
liðið strax, ég fór aðeins yfir liðin
hans í undankeppninni og það
eru talsverðar breytingar á milli
leikja. Stærsta spurningin er á mið-
svæðinu, þar er auðvitað Casemiro
öruggur með sína stöðu en svo er
spurning með hina tvo miðjumenn-
ina.
Fred hefur reynst þessu landsliði
vel, þeir eru svo með Lucas Paquetá
og Bruno Guimarães sem eru báðir
mjög frambærilegir. Ekki má svo
gleyma Fabinho hjá Liverpool sem
hefur þó verið talsvert á bekknum.
Það er svo líklega ekkert lið með
jafn marga spennandi kant-fram-
herja. Þar er mikið úrval en Neym-
ar er aðalmaðurinn og á sitt sæti í
liðinu, einhverjar pælingar hafa
verið í gangi um að hann verði bara
fremsti maður og verði þar í frjálsu
hlutverki.“
Tite, þjálfari liðsins, hefur verið
að leggja meira upp úr liðsheild en
áður hefur sést hjá Brasilíu. „Tite
hefur verið að hugsa meira um liðs-
heildina en kannski forverar hans.
Hann horfir ekki bara í nöfn leik-
manna og það er vel. Í nútíma fót-
Samba-fótbolti í bland við skriðþunga Serba
bolta er ekki hægt að troða öllum
stjörnunum saman inn og treysta
á samba-fótbolta. Í dag snýst fót-
boltinn svo mikið um pressu og
hlaup. Það er mikil ástríða í þessu
hjá Brasilíu, Heimsmeistaramótið
er það sem allt snýst um þar í landi,“
segir Hrafnkell.
Serbneskt blóm
Serbarnir mæta til leiks með eina
mest spennandi sóknarlínu mótsins
en þar má finna þá Dusan Vlahović,
framherja Juventus, Aleksandar
Mitrovic, sjóðheitan framherja Ful-
ham, og Luka
Hrafnkell Freyr
Ágústsson, sér-
fræðingur
Jovic, framherja Fiorentina. „Þetta
eru þrír alvöru kostir sem Serbarnir
hafa í fremstu víglínu en mér sýnist
þeir ætla að treysta á Vlahović og
Mitrovic. Síðan er það Dusan Tadic
fyrir aftan þá sem er frábær leik-
maður.
Filip Kostic, miðjumaður Juven-
tus, stjórnar svo spilinu á miðsvæð-
inu ásamt Sergej Milinković-Savić
en saman eru þeir ansi öflugir. Þetta
er sterk liðsheild, það hefur oft vant-
að í Serbíu. Þarna eru allir að róa í
sömu átt og þetta er vel mannað
lið. Það eru margir mjög líkamlega
sterkir leikmenn í þeirra röðum,“
segir Hrafnkell.
Kröfuharðir Svisslendingar
Í G-riðli er varla veikan blett að
finna en lið Sviss er einstaklega
vel skipulagt lið sem er til alls lík-
legt. Fyrirliðinn og leiðtogi liðsins
er Granit Xhaka en þar er að finna
marga frambærilega leikmenn sem
margir hafa mikla reynslu úr lands-
leikjum.
„Þetta er lið sem við sáum fyrst á
Evrópumóti U21-árs landsliða árið
2011. Þetta er mikið til sami kjarni
og við Íslendingar sáum þar. Granit
Xhaka og Xerdan Shaqiri eru stjörn-
urnar í liðinu, þetta er svona þeirra
síðasti séns til að ná einhverjum
árangri. Góður árangur væri að
komast upp úr riðlinum og frábær
árangur væri að komast einu skrefi
lengra. Þeir eru svo auðvitað með
Manuel Akanji sem kom til Man-
chester City í sumar, hann er betri
leikmaður en flesta grunaði,“ segir
Hrafnkell.
Ólíkindatól frá Afríku
Joel Matip, varnarmaður Liver-
pool, er skærasta stjarna Kamerún
en hann neitar að vera í lands-
liðinu, deilur hafa lengi staðið yfir
og ekkert stefnir í að hann fari með
liðinu til Katar. Kamerún á þó eftir
að tilkynna hóp sinn en endur-
koma Matip virðist ekki líkleg. Eric
Maxim Choupo-Moting, framherji
FC Bayern, hefur verið sjóðandi
heitur og er líklegur til alls í Katar.
„Joel Matip hefur engan áhuga á að
spila með landsliðinu, hann er auð-
vitað fyrst og síðast Þjóðverji. Þar
fæddist hann og ólst upp, tengingin
við heimalandið er því ekki sterk.
Vincent Aboubakar, sem er fyrirliði
liðsins, hefur farið mikinn undan-
farið, hann heldur því fram að hann
sé betri en Mohamed Salah. Hann er
á því að stóru félögin í Evrópu hafi
bara ekki gefið honum tækifæri.
Choupo-Moting er einn heitasti
framherji Evrópu og svo eru þeir
með Andre Onana markvörð Inter í
sínum röðum. Þeir spila oft fótbolta
sem er ekki mjög skipulagður og það
getur oft verið til vandræða, sérstak-
lega fyrir þjóðir frá Evrópu. Þetta er
einn skemmtilegasti riðill mótsins,“
segir Hrafnkell. n
Tite hefur
verið að
hugsa
meira um
liðsheild-
ina en
kannski
forverar
hans.
Hrafnkell Freyr
Ágústsson,
sparkspekingur
Neymar á
að verða ein
af stjörnum
mótsins. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/GETTY
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI FH gekk í gær frá ráðningu
á Heimi Guðjónssyni sem aðalþjálf-
ara karlaliðs félagsins í Bestu deild-
inni. Heimir er mættur á heimaslóðir
en honum var vikið úr starfi haustið
2017. Heimir hefur þjálfað HB í Fær-
eyjum og Val frá því að FH sagði upp
samningi hans. Hann varð meistari
í Færeyjum og Íslandsmeistari með
Val en var rekinn úr starfi á Hlíðar-
enda í sumar.
Sigurvin Ólafsson sem tók við FH
undir lok móts þegar Eiður Smári
Guðjohnsen steig til hliðar verður
þjálfari liðsins með Heimi, þeir hafa
áður unnið saman í Kaplakrika
þegar Heimir var aðstoðarþjálfari
Ólafs Jóhannessonar og Sigurvin
var leikmaður. „Þegar við settumst
niður þá tók þetta ekki neinn rosa-
legan tíma, þetta er búið að vera vika
sem samtalið hefur verið í gangi. Það
var mikill vilji hjá öllum aðilum til að
þetta myndi ganga upp,“ segir Davíð
Þór Viðarsson, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá FH, um ráðninguna
á Heimi.
Mikla eftirvæntingu mátti skynja
í Kaplakrika í gærkvöldi þegar nýtt
teymi FH var kynnt til leiks. „Endur-
koma Heimis hefur alveg klárlega
búið til mikla eftirvæntingu, maður
finnur það alveg. Fólk er ánægt með
þetta, árangurinn hans Heimis hér
áður var auðvitað engum líkur.“
FH hélt sæti sínu í Bestu deild-
inni á markatölu í sumar, þessi risi
í íslenskum fótbolta hefur verið
sofandi síðustu ár. „Auðvitað er ekki
hægt að horfa á þetta öðruvísi en að
það sé að einhverju leyti uppbygg-
ing sem bíður Heimis og Sigurvins.
Maður kemst ekki hjá því að segja
það að einhver uppbygging þarf að
eiga sér stað en við lítum samt á það
þannig að við séum með fínan hóp
í höndunum. Verkefni þjálfaranna,
okkar sem erum í kringum þetta og
leikmanna er að finna út hvernig við
getum styrkt okkur innan frá. Planið
er ekki að kollvarpa leikmanna-
hópnum, við teljum hópinn miklu
betri en hann hefur sýnt síðustu tvö
sumur og nú er að finna út úr því
hvað þarf til svo það sýni sig innan
vallar. Það býr meira í okkur,“ segir
Davíð Þór um komu Heimis. n
Eftirvænting í loftinu þegar Heimir mætti heim
Það var gleði í Kaplakrika þegar Heimir snéri heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
16 Íþróttir 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR