Fréttablaðið - 09.11.2022, Side 22

Fréttablaðið - 09.11.2022, Side 22
Ef við ættum að fara að hanna þjóðbúning dagsins í dag þá væri það ef til vill gallabuxur og flíspeysan. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Klara Kristjánsdóttir kjólameistari, Skólastíg 14 ,Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum Stykkishólmi 31. október. Jarðsungið verður frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 12. nóvember 2022 kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Streymi er á slóð: https://youtu.be/BMKDxljUQMI Kristján E. Hilmarsson Hafdís Adolfsdóttir Erla Sue Clarke Þ. Jóhann Pálsson Jóhanna Huldudóttir Gretar D. Pálsson Ingibjörg H. Benediktsdóttir Matthildur Pálsdóttir Vigfús G. Helgason barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Svanur Eiríksson arkitekt, Víðilundi 25, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 6. nóvember. Jarðarför mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Erla Hólmsteinsdóttir Hólmar Erlu Svansson Eyrún Svava Ingvadóttir Sunna Svansdóttir Sævar Pétursson Eiríkur Svansson Elísabet B. Björnsdóttir afabörn og langafabörn 1799 Napóleon nær völdum í Frakklandi og útnefnir sjálfan sig fyrsta konsúl. 1923 Bjórkjallaraupp- reisnin svokallaða í München þegar 16 nasistar og 4 lög- reglumenn létust í skotbardaga. 1932 Gúttóslagurinn á sér stað í Reykja- vík er áheyrendur hleypa upp bæjar- stjórnarfundi í Góðtemplarahús- inu vegna ákvörð- unar bæjarstjórnar um að lækka laun í atvinnubótavinnu. 1934 Bandaríski stjörnu- fræðingurinn Carl Sagan fæddur. 1938 Kristalsnótt Í Þýskalandi. Skipu- lagðar ofsóknir gegn gyðingum. 1970 Sovétmenn skjóta geimfarinu Luna 17 á loft með tunglbílinn Lunokod 1 innanborðs. 1981 Þrælahald er afnumið í Máritaníu. 1985 Minnisvarði er afhjúpaður á Skógum í Þorskafirði um Matthías Jochumsson skáld, sem fæddist þar 150 árum áður. 1985 Garrí Kasparov sigrar Anatólí Karpov, 22 ára gamall og verður yngsti heimsmeistarinn í skák. 1986 Tveimur hvalbátum er sökkt í Reykjavíkurhöfn. Samtökin Sea Shepherd lýsa ábyrgð af því á hendur sér. 1990 Ný stjórnarskrá tekur gildi í Nepal sem bindur enda á einveldi konungs. 1993 Bosníukróatar eyðileggja gömlu brúna í Mostar, Stari Most, með skothríð úr skriðdrekum. 2015 Katalónska þingið samþykkir að stefna að sjálf- stæði héraðsins. Ríkisstjórn Spánar kærir sam- þykktina til hæstaréttar. Íslenski þjóðbúningurinn í öllum sínum birtingarmyndum verður tekinn fyrir á þjóðbúningadegi Minjasafnsins á Akureyri næsta föstudag. arnartomas@frettabladid.is Minjasafnið á Akureyri býður upp á þjóðbúningadag á föstudaginn þar sem gestum býðst að fá ráðgjöf og upplýsing- ar um þennan þjóðararf Íslendinga. Þar verða meðal annars sýndar mismunandi tegundir þjóðbúningsins og frá þjóðbún- inganámskeiði sem haldið hefur verið fyrir norðan á undanförnum árum. Viðburðurinn er bæði hugsaður fyrir nemendur við Menntaskólann á Akur- eyri, þar sem útskriftarnemendur klæða sig upp í þjóðbúning þann 1. desember, en auk þess verður boðið upp á ástands- skoðun og mat á gömlum búningum. „Það eru ansi margir sem eiga þjóð- búning einhvers staðar í glatkistunni og fólk vantar bara upplýsingar um hvernig megi koma þeim aftur í notkun,“ segir Kristín Vala Breiðfjörð hjá Minjasafn- inu. „Stundum er þetta bara spurning um að stækka þá aðeins eða lítils háttar viðgerðir. Verðmæti þessara búninga er auðvitað fólgið í því að þeir séu notaðir.“ Flokkað eftir tímabilum Á þjóðbúningadeginum verða meðal annars kynntir upphlutir og peysuföt 19. og 20. aldar, faldbúningar 18. aldar, herrabúningar, barnabúningar og bún- ingarnir sem Sigurður Guðmundsson hannaði fyrir íslenskar konur upp úr 1860 sem samanstanda af kirtli og skaut- búningi. „Þetta eru þeir búningar sem eru notaðir hérlendis en á Íslandi eru bún- ingar frekar flokkaðir eftir tímabilum en landshlutum eins og í sumum nágranna- löndum,“ útskýrir Kristín Vala. „Í Noregi er til dæmis sérstakur fyrir Þrándheim og annar fyrir Þelamörk.“ Elstu þjóðbúningana, sem eru endur- gerðir í dag og má sjá á hátíðardögum eins og 17. júní, segir Kristín Vala vera faldbúninga 18. aldar. „Það er elsti búningurinn sem við getum endurgert með einhverri vissu um að við séum að gera það rétt. Bæði vegna þess að við erum með góðar ritaðar heimildir um búninginn og það eru til á söfnum einstaka hlutar sem við getum farið eftir og byggt á.“ Gallabuxur og flíspeysa Sem formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands segist Kristín Vala finna fyrir auknum áhuga Íslendinga á þjóðbún- ingnum. „Okkur finnst áhuginn vera að aukast,“ segir hún og getur sér til um að fjölbreyti- leikinn gæti átt þar hlut að máli. „Með þessa eldri búninga, sem mér finnst verða sífellt vinsælli, er val um svo margt. Það eru svo margir litir og svo mörg mynstur. Ég held að það sé mögulega það sem heilli svo marga.“ Nýlega fór fram umræða á samfélags- miðlum um hvort hanna skyldi nýjan þjóðbúning sem væri auðfáanlegri fyrir almenning þar sem hinn hefðbundni er ansi dýr. „Þessi umræða kemur alltaf upp annað slagið. Ef við ættum að fara að hanna þjóðbúning dagsins í dag þá væri það ef til vill gallabuxur og flíspeysan,“ segir Kristín Vala. „Þessi þjóðbúningar sem við þekkjum í dag var bara klæðn- aður fólks fyrr á öldum og hann breyttist ekki mikið. Fólk nýtti fötin mun betur, það var ekki þessi hraðtíska sem þekkist í dag.“ Kristín Vala segir þannig að með þjóðbúningnum séum við að varðveita tímabilin því að um leið og þeir fóru úr almennri notkun frusu þeir í tíma. „Við fáum oft spurningar um hvernig megi gera þjóðbúninginn aðgengilegri fyrir alla, því einn svona búningur kostar alveg smá pening, en ekkert miðað við það sem við eyðum til dæmis í farsímana okkar og endast okkur kannski í þrjú fjögur ár,“ segir hún. „Þjóðbúningurinn mun hins vegar endast þér út lífið. Þetta er klassísk flík úr gæðaefnum sem mun síðan erfast til næstu kynslóðar.“ Dagskráin í Minjasafninu á föstudag stendur yfir milli klukkan 17 og 19. n Klassísk flík úr gæðaefnum Sumir klæðast þjóðbúningnum á fermingardaginn. MYND/HEIÐA SVEINSDÓTTIR Merkisatburðir Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945, eftir að Þjóðverjar gáfust upp fyrir bandamönnum, var Þýskalandi skipt í sérstök yfirráðasvæði. Sovét- ríkin réðu yfir austurhluta landsins en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar yfir vesturhlutanum. Höfuðborginni, Berl- ín, var einnig skipt upp á milli ríkjanna. Árið 1949 var Þýskalandi svo skipt upp í Vestur- og Austur-Þýskaland þar sem hliðarnar tvær höfðu ólíkar hugmyndir um framtíð landsins. Árið 1961 ákváðu Sovétríkin að reisa múr milli austur- og vesturhluta Berlínar til að hindra för fólks á milli ríkjanna tveggja. Árið 1949 var Þýskalandi svo skipt upp í tvö ríki: Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland og varð í kjölfarið ljóst að Sovétmenn höfðu aðrar hug- myndir en hin ríkin um framtíð Þýska- lands. Spenna myndaðist milli Sovét- manna og hinna vestrænu ríkja og var það loks árið 1961 að Sovétmenn ákváðu að reisa múr milli austur- og vesturhluta Berlínar til að hindra fólk í að komast á milli ríkjanna. Þann 9. nóvember 1989 hópaðist mikill fjöldi Berlínarbúa saman við múrinn og krafðist þess að landa- mærin yrðu opnuð. Þúsundir klifu upp vegginn og rifu hluta hans niður. Í kjöl- farið hófust viðræður um að Þýska- land yrði sameinað á ný og varð það að veruleika ellefu mánuðum síðar. Rétt eins og að múrinn varð að tákn- mynd kalda stríðsins var fall hans eins konar táknmynd fyrir endalok þess. n Þetta gerðist: 9. nóvember 1989 Berlínarmúrinn fellur TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.