Fréttablaðið - 09.11.2022, Page 26

Fréttablaðið - 09.11.2022, Page 26
Krakkar eru miklu klárari heldur en við viljum að þau séu. Við megum ekki gleyma því, jafnvel þegar kemur að jafn erfiðu umfjöllunarefni og dauðinn er. Sýningarsalur - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Uppþvottavélar fyrir allar stærðir eldhúsa Ta kt ik 5 79 2 # Aristarco Undirborðs uppþvottavél AF50.35 DP DDE V400 Ytra mál: BxDxH: 57,2 x 63,0 x 81,4 Stærð á körfu 45 x 45 cm Tveir þvottaspaðar efst og neðst Innbyggður skammtari fyrir gljáa - Heit skolun Vatnsmagn 18 ltr Aristarco Hood uppþvottavél WH720 Stærðir BxDxH: 76,0 x 79,0 x 149 x 196 cm Stærð á körfu 50 x 50 cm Rafeindastýring Innbyggður tilbúinn vatnstankur Sjálfvirkur skammtari fyrir þvottaefni og gljáa - Heit skolun Vatnsmagn 18 ltr - Hurðaop 30,5 cm Sjálfvirkt start/Stopp í loki 760 1969 442 tsh@frettabladid.is Norræna húsið stendur fyrir pall- borðsumræðum um föðurhlut- verkið í barnabókmenntum næst- komandi sunnudag, 13. nóvember, í tilefni feðradagsins. „Þegar sögur Gunillu Bergström um Einar Áskel og einstæða pabba hans komu fyrst út árið 1972 sýndu þær aðra föðurímynd en vant var, föður sem var nálægur og ögraði kynjahlutverkum sjöunda áratug- arins. Hér var pabbinn aðal og eini umönnunaraðilinn í lífi barnsins. Í tilefni af feðradeginum 13. nóv- ember og nýrri sýningu Norræna hússins í barnabókasafninu Til hamingju Alfie Atkins! ætlum við líka að fagna pabba Einars Áskels,“ segir í viðburðar- lýsingu. Föðurhlutverkið í barnabókmenntum Fjallað verður um föður Einars Áskels á málstofunni. MYND/GUNILLA BERGSTRÖM Í pallborðsumræðunum verður rætt um föður Einars Áskels og aðrar ólíkar birtingarmyndir feðra í barnabókmenntum. Sjónum verður beint að hlutverki föðurins sem hefur breyst mikið í barnabók- menntum á síðustu fimmtíu árum. Þá munu þátttakendur einnig ræða viðhorf sín til föðurhlutverksins, þar á meðal breytingar, vankanta og staðalmyndir, bæði frá faglegu og persónulegu sjónarhorni sem feður. Viðburðurinn fer fram á ensku á milli 20 og 21. Fundarstjóri er Camilla Ringkjøbing Jensen, cand. mag. í barnabókmenntum, fjöl- miðlun og menningu og starfsnemi Norræna hússins. Þátttakendur í pallborði eru Björn Grétar Baldursson, f lugum- ferðarstjóri á Akureyri, Sverrir Norland rithöf- undur, Watse S y b e s m a , eðlisfræðing- ur og rithöf- undur frá Hollandi, og Markús Már Efraím, rit- höfundur og kennari. n Drengurinn með ljáinn er þrítugasta bók Ævars Þórs Benediktssonar. Hann hefur sett Þín eigin-bókaflokkinn í pásu og skrifar í stað þess ung- mennabók um dauða og missi. tsh@frettabladid.is Ævar Þór Benediktsson, rithöf- undur og leikari, sendi á dögunum frá sér sína 30. bók sem ber titilinn Drengurinn með ljáinn. Tólf ár eru síðan Ævar hóf rithöfundarferilinn með útgáfu fyrstu bókar sinnar, Stór- kostlegt líf herra Rósar, árið 2010. „Ég er mjög ánægður með að það lendi akkúrat þannig að það sé jóla- bókin sem fái að vera þrítugasta bókin. Þetta fær mann til að líta til baka. Það vildi til dæmis enginn gefa út fyrstu bókina mína, þannig að ég þurfti að gefa hana út sjálfur og lærði brjálæðislega mikið af því,“ segir Ævar. Ljóst er að Ævar er mjög afkasta- mikill höfundur en á þessu ári hefur hann gefið út þrjár bækur, hina áðurnefndu Drenginn með ljáinn, hrollvekjuna Skólaslit og léttlestrar- bókina Þín eigin saga: Sæskrímsli. Hann segir viðbrögð lesenda vera það skemmtilegasta við rithöf- undarstarfið. „Ég myndi aldrei hafa tækifæri til að gefa út svona margar bækur nema af því að viðbrögðin hafa verið þannig að krakkarnir vilja meira, sem er náttúrlega bara æðis- legt. Þetta er líka hvatning fyrir mig til að halda áfram og reyna að gera enn betur, finna enn fleiri leiðir til að leika mér með bókarformið.“ Hársbreidd frá dauðanum Drengurinn með ljáinn fjallar um dauðann og segir frá stráknum Halli sem lendir hársbreidd frá dauð- anum og upplifir í kjölfarið dular- fulla hluti. „Þetta er barna- og ungmenna- bók um dauðann og allar þær til- finningar sem fylgja honum. Hvað sorg getur verið erfið en líka falleg og flókin á sama tíma. Eftir að aðal- persónan Hallur verður næstum því fyrir bíl kemst hann að því að sumir þeirra sem deyja næstum því verða næmari í nokkra daga á eftir. Hann er í kjölfarið gerður að drengnum með ljáinn og þarf að aðstoða fólk sem raunverulega deyr við að kom- ast á sinn loka-áfangastað, hver sem hann kann að vera,“ segir Ævar. Hvernig er að skrifa um dauðann fyrir börn? „Ég lagðist í rannsóknarvinnu um hvernig ætti að tækla þetta, enda dauðinn málefni sem þarf að vanda sig við. Besta ráðið sem ég rakst á, sem er líka sama nálgun og ég var með þegar ég var að gera þættina um Ævar vísindamann, er að segja satt frá. Treysta krökkunum. Ég var líka mjög meðvitað að passa að tengja allt tal um dauðann ekk- ert inn í trúarbrögð eða neitt slíkt, heldur miklu frekar skoða tilfinn- ingarnar sem tengjast dauðanum og því að missa einhvern. Mig langaði að nálgast viðfangsefnið af virðingu en það er mikill húmor, spenna og smá hrollur þarna inni á milli líka.“ Lífið getur endað hvenær sem er Mörgum finnst mjög óþægilegt að ræða dauðann en Ævar segir að það þurfi alls ekkert að hlífa börnum við þessu umfjöllunarefni. „Krakkar eru miklu klárari heldur en við viljum að þau séu. Við megum ekki gleyma því, jafn- vel þegar kemur að jafn erfiðu umfjöllunarefni og dauðinn er. Þá eru þau líka oft á tíðum að ganga í gegnum það nákvæmlega sama og við fullorðna fólkið og þess vegna er svo mikilvægt að tala um hlutina.“ Í Drengnum með ljáinn leikur Ævar sér með bókmenntaform unglingabóka en hver kafli heitir eitthvað „dauðans“ og endar í miðri setningu. „Hver kafli getur endað hvenær sem er, því lífið getur endað hvenær sem er. Þetta er hrá bók um hráar tilfinningar. Allt í sambandi við dauðann er svo ótrúlega mismun- andi eftir fólki og hver og einn upp- lifir það á sinn hátt. Hvernig ég leik mér með formið í bókinni er mín leið til að nálgast það,“ segir Ævar. Myndlýst af bróður Ævars Bókin er ríkulega myndlýst af bróð- ur Ævars, Sigurjóni Líndal Bene- diktssyni, sem er 18 ára nemandi í myndlist við Verkmenntaskólann á Akureyri. Að sögn Ævars er ekki algengt að ungmennabækur séu myndlýstar. „Jónsi bróðir gaf mér kolamynd sem hann teiknaði í jólagjöf fyrir nokkrum árum og ég man að ég opnaði pakkann og hugsaði: „Við erum að fara að gera bók saman, ég þarf bara að finna réttu söguna.“ Alltaf þegar ég var búinn að skrifa kafla fékk hann þá senda og bjó svo til hvert listaverkið á fætur öðru. Aðalpersóna bókarinnar elskar að krota í skólabækurnar sínar og það var svolítið pælingin með upp- setningunni, að þetta væri bók sem hefði komið einstaklega snyrtileg úr prentsmiðjunni og svo hefði einhver komist í hana og byrjað að teikna. Þetta gefur henni mjög skemmti- lega áferð og hjálpar til að gera hana ólíka öllum öðrum bókum sem ég hef hingað til skrifað,“ segir Ævar. Útgáfu bókarinnar Drengurinn með ljáinn verður fagnað í Nexus sunnudaginn 13. nóvember klukk- an 14.00. n Sjá nánar á frettabladid.is Ævar Þór Benediktsson er mjög afkastamikill höfundur en á þessu ári hefur hann sent frá sér þrjár bækur, Drenginn með ljáinn, Skólaslit og léttlestrarbókina Þín eigin saga: Sæskrímsli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hrá bók um hráar tilfinningar 22 Menning 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.