Fréttablaðið - 09.11.2022, Page 32
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
Láru G.
Sigurðardóttur
n Bakþankar
„Af hverju færðu þér ekki bara vekj-
araljós?“ sagði vinkona mín þegar
ég kvartaði sáran yfir hve erfitt væri
að vakna. Ég var bara alls ekkert
tilbúin fyrir þessa myrku morgna
– alltaf skal skammdegið læðast
aftan að mér með sína dimmu hulu.
Sannarlega erum við misnæm
fyrir umhverfisáhrifum. Myrkrið
hefur til dæmis engin áhrif á mann-
inn minn, hann er alltaf jafn hress
sem jaðrar við að vera óþolandi í
svartnætti morgunsins.
Lífsklukkan er áhugavert
fyrirbæri, því hún slær takt dægur-
sveiflna líkamsstarfseminnar. Ef
hún gengur rétt þá sveiflast kortisól
upp á morgnana ekki ólíkt því
þegar Geysir gýs, sem ræsir okkur.
Síðla kvölds hækkar svo melatónín
sem gerir okkur syfjuð. Til að lífs-
klukkan haldist í góðum takti þurfa
flestir að endurstilla sig á hverjum
morgni, og er sólarupprás best til
þess fallin. Sem er ekki í boði núna
– fólk vill heldur geta stundað golf
eftir vinnu en láta staðarklukkuna
slá í takt við lífsklukkuna!
Á þessum myrku tímum getum
við samt gert ýmislegt til að halda
betur takti, til dæmis með því að
hafa reglu á matar- og svefntíma.
Hreyfa okkur reglulega, sérstaklega
utandyra. Því rannsóknir sýna að
melatónín mælist hærra á kvöldin
eftir að hafa verið í náttúrulegri
birtu heldur en að húka innandyra.
Að viðra sig úti í þeirri birtu sem
býðst gerir klukkunni okkar og
svefni því gott. Sömuleiðis hjálpar
ró fyrir svefn, eins og að fara í bað
eða lesa bók við rauðleita birtu.
Um leið og vinkona mín sleppti
orðunum rann upp fyrir mér að
auðvitað átti ég þetta fína vekjara-
ljós á náttborðinu, en þessi ljós líkja
eftir sólarupprás og hafa þann-
ig jákvæð áhrif á lífsklukkuna.
Stundum er lausnin beint fyrir
framan nefið á okkur. n
Ljós í myrkri
Ég get svarað þér
hvar og hvenær
sem er á tm.is
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is
UMHVERFISVÆN
PRENTUN
Rafrænar leikprufur
fyrir 9-13 ára krakka
Skila má prufum til og með 20. nóvember
Allar upplýsingar á leikhusid.is
Æsispennandi fjölskyldusöngleikur
frumsýndur í mars
Við leitum að tólf krökkum til að leika sex
persónur í sýningunni Draumaþjófurinn. Við
hvetjum alla krakka sem hafa áhuga
til að taka þátt í leikprufunum.