Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 35

Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 35
14. nóvember mánudagur n Kynveran, nýtt námskeið Kramhúsið kl. 21.15 Kveiktu á kynorkunni. Nám- skeiðið er fyrir allar konur sem vilja stækka og dýpka tengslin við sig sjálfar. 15. nóvember þriðjudagur n Seiðkonustund fyrir konur Jógastúdíó, Ánanaustum kl. 20.00 Kvennastundir þar sem kon- ur koma saman til að næra hver aðra með þögn, rými og ásetningi til heilunar. 16. nóvember miðvikudagur n Reykjavík Dance Festival hefst Út um alla borg Fimm daga dansveisla full af sýningum, tónleikum, reifum, vinnustofum, fyrirlestrum, gönguferðum og samveru. Nánar má skoða dagskrá á reykjavikdancefestival.com. n Kabarett á Kiki Kiki við Klapparstíg kl. 21.00 Hinsegin kabarett sem stjórnað er af hinum skoska og sposka Andrew Sim. Aldrei eins, alltaf gaman. 17. nóvember fimmtudagur n Opnun á Handverki og hönnun Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.00 Listamennirnir og hönnuð- irnir sjálfir verða á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðn- aði og fjölbreytnin mikil. n Sýrlenskur góðgerðarkvöld- verður Kraftur, Skógarhlíð 8 Hópur Sýrlendinga mun mæta til Krafts og vera með sýrlensk- an góðgerðarkvöldverð. Allur ágóði af kvöldverðinum mun renna til Krafts svo nú er tæki- færi að styrkja gott málefni og bragða í leiðinni á einstaklega ljúffengum sýrlenskum mat. Hvað er um að vera í næstu viku? „Świętujmy razem różnorodność i poznajmy polską kulturę,“ eða „Fögnum fjölbreytileikanum saman og fáum innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti,“ en pólsk menningarhátíð fer fram um víðan völl í Reykja­ nesbæ um helgina. Pólska leikkonan Sylwia Zaj­ kowska er verkefnastjóri há­ tíðarinnar í ár. „Aðalhugmyndin í ár er að kynna Íslendinga fyrir okkur Pólverjum, það er útgangs­ punkturinn. Fyrir mér er því há­ punkturinn á morgun, laugardag á markaðnum þar sem Pólverjar kynna vörur sínar, þjónustu, fyrir­ tæki og handverk.“ Markaðurinn fer fram í SBK­húsinu. „Svo eru allskonar vinnu­ stofur og námskeið og við leggjum áherslu á að hátíðin er fyrir alla, ekki bara Pólverja.“ Í Fjörheimum verður dagskrá fyrir unglinga: Danstími með Anetu Zumba, línuskautasýning og hljómsveitin Demo spilar. Á morgun, laugardag, er núvit­ undarganga í Njarðvíkurskógum, fyrirlestur um skynjunarleiki fyrir börn og barnasnyrtistofa, og hátíðin teygir sig líka yfir í kefl­ víska djammið en DJ Adam Mucus Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ þeytir skífum á Ránni annað kvöld. Á sunnudag er hægt að læra að gera pólska dumplinga sem heita pierogi og sýnd verður barna­ leiksýningin Tíst, tíst! eða Ćwir, ćwir! í Duus Safnahúsum. Einnig verður boðið upp á spunasmiðju fyrir fullorðna og blómakórónu­ vinnustofa fyrir börn. Sylwia lofar gríðarlega fjölbreyttri hátíð þar sem öll finna eitthvað við sitt hæfi. „Reykjanesbær er fjölmenn­ ingarsamfélag og þessi hátíð sýnir það svo ekki verður um villst.“ Nánari dagskrá má finna á visit­ reykjanesbaer.is. n SÆTA SVÍNIÐ Borðapantanir á saetasvinid.is LAMBA ROAST 8.900 kr. fyrir 2-3 NAUTA ROAST 10.900 kr. fyrir 2-3 Sylwia Zajkowska segir hátíðina vera menningarstefnumót Pólverja við Íslendinga. MYND/AÐSEND n Skrítin staðreynd vikunnar Svitinn er öryggisatriði Svitnar þú í lófunum og á fótunum þegar þú finnur fyrir stressi? Það getur verið erfitt að koma í veg fyrir þetta en svitinn kemur frá þeim tíma að við sveifluðum okkur á milli greina, örlítill sviti gaf nefni- lega betra grip þegar mikið á reyndi. En ekki of mikið! ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 11. nóvember 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.