Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 4

Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 4
Bændum hefur fækkað á þessu tímabili en þeir sem standa eftir eru að framleiða meira. Gunnar Þorgeirs- son formaður Bændasamtaka Íslands BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA EIGUM NOKKRA BÍLA TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM n Tölur vikunnar 11.372 Íslendingar hafa látist úr krabba- meini á undanförnum 20 árum. 72 þúsund Íslendingar fóru frá landi í október. 2.541 byggingarhæf lóð var í Reykjavík í október. 75 þúsund eintök Fréttablaðsins fara nú í dreifingu daglega. n Þrjú í fréttum 80 prósenta fækkun var á hreindýrum við talningu á helsta veiðisvæði Austurlands. BLESS! Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrði ársfundi Heimsráðs kvenleiðtoga í Hörpu. Þar rifjaði Katrín upp að þegar ráðið tók til starfa árið 1996 hafi þátttakendur aðeins verið 10 en nú taki 85 kvenleiðtogar þátt í starfi ráðsins. Katrín átti einn- ig fund með Sima Sami Bahous, framkvæmdastýru UN Women, þar sem þær ræddu erfiða stöðu kvenna í Úkraínu og Íran. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bar sigur úr býtum í kosningum um formann Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi flokksins síðustu helgi. Í kosningunum hlaut Bjarni 1.010 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, hlaut 690 atkvæði. Bjarni mun því leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu þing- kosningum sem verða að óbreyttu haldnar árið 2025. Haraldur Þorleifsson athafnamaður bauð Jóni Gunnarssyni dómsmálaráð- herra flugmiða og gistingu í Grikklandi svo ráðherrann gæti kynnt sér aðstæður flóttamanna og hælisleitenda sem þar eru. Umræða um flóttafólk hefur farið hátt eftir brottvísanir fimmtán manns til Grikklands. Ummæli Jóns, sem sagði aðgerðir lögreglu í málunum eðlilegar, hafa vakið mikið umtal. n Virði landbúnaðarafurða hefur verið að réttast af eftir erfið ár. Stækkanir garðyrkju- stöðva og bætt nautgripa- ræktun með erfðamengis- rannsóknum hafa skilað sínu. kristinnhaukur@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Virði íslenskra landbúnaðarafurða jókst milli ára í fyrsta skipti í fjögur ár og nam hækkunin nærri 7 prósentum. Fór úr 66,4 milljörðum árið 2020 í tæpan 71 milljarð árið 2021. Virði í nytjaplönturæktun hefur hækkað mun meira en í búfjárrækt. Engu að síður er hækkun í báðum geirum eftir fjögur mögur ár og eiginlegt hrun í sumum greinum, svo sem sauðfjárrækt. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segist ekki líta svo á að landbúnaðarkreppan sé búin, þrátt fyrir þennan viðsnúning á síðasta ári. Það muni taka lengri tíma. „Í lambakjötinu erum við rétt að ná svipaðri veltu og árið 2017 þegar hrunið varð,“ segir hann. Ýmislegt skýrir hina bættu stöðu innan landbúnaðarins. Til að mynda hafa þrjár garðyrkjustöðvar verið stækkaðar umtalsvert og geta þar af leiðandi framleitt meira. Gunnar segir styrkinguna í búfjár- ræktinni aðallega tilkomna vegna vaxtar í hinum svokallaða „hvíta geira,“ það er kjúklinga- og svína- rækt. „Bændum hefur fækkað á þessu tímabili en þeir sem standa eftir eru að framleiða meira,“ segir Gunn- ar. Breytingar hafa einnig orðið í nautgriparækt og heilmikil fram- leiðsluaukning hafi orðið í mjólkur- afurðum á hvern grip. Erfðamengis- rannsóknir í ræktuninni sjálfri hafi gefið góða raun. „Menn eru að setja á betri gripi en áður var gert,“ segir hann. Þegar litið er áratug aftur í tím- ann sést að vöxtur var í landbúnaði til ársins 2017. Þá var virðið 77,5 milljarðar. Eftir það lækkaði virðið ár frá ári þar til nú. Erfiðleikarnir eru mestmegnis bundnir við kjötframleiðslu. „Það er langerfiðast í sauðfjárræktinni. Það er einnig erfitt í framleiðslu nautakjöts,“ segir Gunnar. Segir hann að bændur séu að keppa við innf lutt nautakjöt, sem sé heil- mikið. Gunnar segir að staðan í land- búnaði í allri Evrópu sé strembin, aðallega vegna orkukreppunnar. Gunnar er sjálfur garðyrkjubóndi og hefur heyrt á kollegum sínum ytra að margir hyggist loka stöðv- um sínum strax í nóvember vegna kreppunnar. Þeir hafi hvorki efni á að kynda né lýsa, því gas sé notað til hvors tveggja. Hér á Íslandi séu bændur ekki að glíma við sama vanda tengdan orkunni nema þá óbeint. En allar innf luttar afurðir sem bændur reiða sig á, svo sem áburð, hafi hækkað mikið. Áhrif hrunsins í landbúnaði hér heima, sem einnig bitnaði á nytja- plönturækt, mun einnig taka sinn tíma að jafna sig. „Þetta mun taka einhver ár,“ segir Gunnar. n Landbúnaðarkreppan ekki búin þrátt fyrir viðsnúning á síðasta ári Framleiðsla í nautgriparækt hefur eflst í kjölfar erfðamengisrannsókna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 4 Fréttir 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.