Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 8
Þetta blandar skemmtilega saman gufubaði og sjósundi. Við sjáum þarna möguleika á að sam- eina þetta á skemmti- legan máta fyrir sam- félagið. Gauti Geirsson Íslenskan er okkar allra Málþing um íslenska tungu á vegum forsætisráðuneytisins ForsætisráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytið Fundarstjóri er Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Forsætisráðherra býður til málþings í tilefni af viku íslenskrar tungu, mánudaginn 14. nóvember kl. 16-17:30 í Veröld — húsi Vigdísar. Á málþinginu verður fjallað um stöðu íslenskunnar út frá ýmsum hliðum samfélagsins. Öll eru velkomin. Dagskrá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Opnunarávarp Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands Hugvekja Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims Íslenskan er hafsjór Þórunn Rakel Gylfadóttir rithöfundur Ungráð Jasmina Vajzovic Crnac, stjórnmálafræðingur og leiðtogi Alþjóðateymis Reykjavíkurborgar Íslenska — hvernig skal beygja orðið hestur Sófaspjall ráðherra. Þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra Lokaorð Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar tók vel í tillögu um fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn. Það yrði fyrsta fljótandi gufubað Íslands en þetta hefur verið að ryðja sér til rúms á Norður- löndunum og býður upp á sjósund og gufubað í sam- einingu. kristinnpall@frettabladid.is ÍSAFJÖRÐUR Hafnarstjórn Ísa- fjarðarbæjar lýsti yfir ánægju með hugmyndina en óskaði eftir frek- ari upplýsingum þegar stjórnin tók fyrir fyrirspurn um að reisa f ljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn í vikunni. Það voru þau Elena Dís Víðisdóttir, Gauti Geirsson, Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, sem sendu inn fyrir- spurnina en Gauti segir þetta vera vinsæla hugmynd í Skandinavíu. „Við erum tvö pör sem erum nýf lutt aftur heim á Vestfirðina. Annað parið var í Danmörku og hitt í Noregi, og þar hefur þessi hugmynd verið að ryðja sér til rúms. Þetta blandar skemmtilega saman gufubaði og sjósundi. Við sjáum þarna tækifæri til að sam- eina þetta á skemmtilegan máta fyrir samfélagið,“ segir Gauti í sam- tali við Fréttablaðið, þegar hann er spurður út í fyrirspurnina og tekur undir að þetta sé dæmi um að slá tvær f lugur í einu höggi. Það er aðeins eitt gufubað á Ísa- firði og skiptist eftir dögum hvort að það sé til boða fyrir karlkyns Vilja opna fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn Gufuböð eins og þau sem fjór- menningarnir vilja reisa í Ísa- fjarðarhöfn hafa notið vinsælda í Skandinavíu og bjóða upp á möguleikann á að sameina gufubað og sjó- sund. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY eða kvenkyns gesti sundhallar- innar. Fljótandi gufubað yrði því kærkomin viðbót, hvort sem um ræðir á heitum sumardögum eða á vetrardögum, eftir að hafa rennt sér niður skíðabrekkurnar á Vest- fjörðum. „Það kom tillaga um að stað- setja þetta við skútuhöfnina sem er skemmtilegt svæði. Það myndi koma með nýtt aðdráttarafl í höfn- ina og auka lífið í miðbænum. Upp- leggið er að þetta sé opið allan árs- ins hring, bæði fyrir heimamenn og ferðamenn,“ segir Gauti sem telur að heildarkostnaðurinn sé undir þrjátíu milljónum. „Þetta eru líklegast einhverjar 25 milljónir, en við erum að skoða hvaða möguleikar eru til staðar til að fjármagna þetta.“ Gauti tekur undir að þetta sé í takt við það sem nútímaferða- maðurinn vill. „Það er aukið krydd að hafa möguleikann á sjósundi inni í þessu. Svo yrði þetta mjög gott á grammið (Instagram) sem er ekkert verra. Á tímum samskipta- miðlaferðamennsku skiptir það miklu máli,“ segir hann léttur í lund. Tillagan hefur vakið athygli á Ísafirði og er ekki að heyra annað en að Gauti sé tiltölulega bjartsýnn á að hún verði samþykkt. „Hafnarstjórnin var mjög áhuga- söm og hugmyndin virðist vera að fá meðbyr. Eftir að þetta kom inn í fundargerðirnar eru margir farnir að spyrjast fyrir um þetta.“ n Óli, Tinna, Elena og Gauti segja slík gufuböð vinsæl í Skandinavíu. MYND/AÐSEND 8 Fréttir 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.