Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 10
Mikilvægt er að kynna sér hvaða limstinnir hjálpar hverjum og einum mest. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur í kynheilbrigðis- hjúkrun 17. nóvember kl. 9‐--16.30 Grand Hótel, Sigtúni 28 Skipulagsdagurinn 2022 Árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá á skipulag.is Ávarp kl. 9.00 – Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra – Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar Stafræn vegferð – Liz Pringle, forstöðumaður stafræns skipulags hjá Skipulagsstjóra skosku heimastjórnarinnar – Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar Pallborðsumræður – Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg – Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar Fæðuöryggi – Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands – Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra Pallborðsumræður – Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Guðrún Lára Sveinsdóttir, sviðsstjóri aðalskipulags hjá Skipulagsstofnun – Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Hádegisverður kl. 12.00 Ávarp kl. 13.00 – Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Bæjarrýmið – Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt hjá Teiknistofunni Stiku – Borghildur Sturludóttir, deildarstjóri deiliskipulags hjá Reykjavíkurborg Pallborðsumræður – Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs hjá Akureyrarbæ – Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins – Hildur Gunnarsdóttir, skipulagsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ Orkuskiptin – Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar og staðgengill orkumálastjóra – Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings Pallborðsumræður – Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og vel- ferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála hjá innviðaráðuneytinu – Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Fundarstjóri er Guðmundur Gunnarsson, fjölmiðlamaður Móttaka, léttar veitingar kl. 16.00 TENERIFE! SAMAN Í VETRARSÓL 8 DAGAR | 23. NÓVEMBER - 01. DESEMBER LA SIESTA HOTEL 4* STAÐSETT Á PLAYA DE LAS AMERICAS TVÍBÝLII MEÐ HÁLFU FÆÐI. VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS HÁLFT FÆ ÐI Fræðsla er lykilatriði þegar afleiðingar af meðferð við blöðruhálskrabbameini eru annars vegar, en ólíkar leiðir gagnast körlum í þeim efnum. ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Kynlíf og nánd með maka eftir meðferð á krabba- meini í blöðruhálsi hefur verið feimnismál um árabil, en umræðan er óðum að breytast og hefur opnast til muna. Þetta segir Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir, sérfræðingur í kynheil- brigðishjúkrun við Landspítalann, en hún efnir til málþings um kynlíf og nánd eftir blöðruhálskrabba- mein á 4. hæð Krabbameinshússins við Skógarhlíð klukkan 13.30 í dag. Um 220 karlmenn greinast með blöðruhálskrabbamein á ári að jafn- aði og um fimmtíu látast af völdum þess á ári. Það er lang algengasta krabbamein sem karlar fá, en auka- verkanir af völdum meðferðar á því tengjast meðal annars minni kyn- lífslöngun og risvandamálum. Jóna Ingibjörg segir að það gamla feimnismál hafi nú breyst í opna og hispurslausa umræðu – og það sé frumkvæði karlanna sjálfra að þakka. „Í þessu sem öðru er aukin og óþvinguð umræða af hinu góða,“ segir hún og hrósar karlmönnum fyrir að rífa málaflokkinn upp og koma honum á betra plan. „Þeir hafa stofnað jafningjahópa þar sem þeir leita upplýsinga hver hjá öðrum og ekkert gagnast betur þeim sem bíða meðferðar, en mest um vert er að fá réttar og ítarlegar upplýsingar áður en hún hefst,“ útskýrir Jóna Ingibjörg. Á málþinginu í dag mun hún fara yfir nokkrar þær leiðir sem gagnast karlmönnum í kynlífi eftir með- ferð á meininu, „en það eru nokkrar leiðir fyrir þá til að halda kynlífinu áfram í einhverju formi,“ segir hún og nefnir rislyf í ólíku formi, með töf lum, sprautum, risdælum eða ígræði, „en mikilvægt er að kynna sér hvaða limstinnir hjálpar hverj- um og einum mest,“ segir Jóna Ingi- björg Jónsdóttir. n Feimnin að baki að frumkvæði karlanna sjálfra ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Krabbameinsfé- lagið Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda þeirra, stendur fyrir styrktarátakinu Bláa tref linum um þessar mundir. Átakið er vit- undarvakning um þetta algengasta krabbamein karla, sem félagið stend- ur fyrir á hverju ári. „Blái trefillinn byggir á þeirri hugmyndafræði að vera tákn um að félagið okkar og maki viðkomandi sameinumst um að vefja treflinum um hálsinn á þeim sem greinast,“ segir Guðmundur G. Hauksson, framkvæmdastjóri félagsins. „Blái trefillinn er því tákn um þann stuðn- ing sem þessir aðilar veita.“ Hann segir trefilinn seldan þessa daga í apótekum og víðar, svo sem á blaitrefillinn.is, en hann megi kallast „tákn félagsins um þann kærleik og ábyrgð sem félagið hefur varðandi stuðning við karla með krabbamein í blöðruhálsi, maka þeirra og aðstand- endur.“ Fræðsluþáttur um þetta algenga karlamein verður sýndur á Hringbraut á sunnudagskvöld klukkan 20.00 þar sem hver hispurs- laus reynslusagan rekur aðra. n Vitundarvakning um karlamein Guðmundur G. Hauksson hjá Framför Minnkandi kynlöngun og risvandamál eru einatt fylgikvillar meðferðar við blöðruhálskrabbameini en ólíkar leiðir eru til hjálpar í þeim efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 10 Fréttir 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.