Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 16

Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En þetta er myndin af okkur, sú nýjasta, og sýnir umfram allt hvað vald- stjórnin er tilbúin að leggja á lögreglu- menn þessa lands svo laganna hljóðan hafi fram- gang. Við blasir að gestrisni Íslendinga var jafn- skilyrt og gæska Hadrí- anusar; ekki voru allir boðnir velkomnir með stelli. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Árið 2017 fannst við fornleifauppgröft í Ísrael greiða. Greiðan er frá bronsöld og er úr fílabeini. Í vikunni bárust fréttir af því að áletrun hefði uppgötvast á greiðunni. Ristan er nú elsta þekkta setning veraldar sem rituð er með fyrsta stafrófi mannkyns. Á greiðunni segir: „Megi þessi skögultönn uppræta lýs í hári og skeggi.“ Árið 2008 fór ég á sýningu í Þjóðminja- safni Bretlands sem situr enn í mér. Sýningin fjallaði um rómverska keisarann Hadríanus. Hadríanus ríkti frá árinu 117 til 138 og hefur löngum verið sagður einn af „góðu keisurunum fimm“. Ekki þóttu þó allir verðugir gæsku keisarans. Í einum sýningarskápanna gat að líta eigur f lótta- fólks sem flúið hafði vægðarlaus þjóðar- morð Hadríanusar á gyðingum. Í felustað fólksins fundust leðursandali, matardiskur úr viði, spegill og húslykill. Fornminjar eiga til að fanga kjarna mannkyns, af l sem knýr okkur í dag og knúði forfeður okkar á bronsöld sem og á tímum Rómaveldis. Aflið er von. Vonin um bættan hag er beinlínis áletruð á gamla lúsakambinn. Hún skín úr slitnum hæl sandalans sem spændist upp er eigand- inn gekk um langan veg í leit að nýjum samastað. Hún birtist í lyklinum sem von um að fá einn dag að snúa aftur heim. Og spegillinn. Fátt ber sterkari vott um lífsvon en hégómagirnd frammi fyrir dauðanum. Af jörðu ertu kominn Eins og annar hver Íslendingur sem náð hefur virðulegum aldri á ég í fórum mínum forláta kaffistell. Ég hafði aldrei ráðgert að eignast stell. Ekki frekar en að ég hafði ráð- gert að þróa með mér hrukkur. En ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Stellið er úr hvítu postulíni frá Royal Copenhagen, skreytt bláum blómum, og er að íslenskum sið aðeins tekið fram þegar góða gesti ber að garði. Undantekning varð þó nýverið þegar uppreisnarandi greip mig. Lífið er stutt. Hvers vegna ekki að nýta hlutina. Ég hafði ekki fyrr lagt postulínið á eldhúsborðið við hliðina á Cheerios skálinni en lamandi tilvistarangist greip mig. Sparistell er ein af þessum eigum sem allf lestir Íslendingar skilja eftir sig. Hvað yrði um stellið eftir mína daga? Ánafnaði ég það afkomendum? Yrði það urðað ein- hvers staðar? Rúm vika er frá því að íslensk stjórn- völd vísuðu af landi brott hópi f lóttafólks. Meðal fólksins, sem kom frá löndum á borð við Afganistan, Írak og Palestínu, voru menntaskólastelpur og maður í hjólastól. Hver afdrif fólksins eru vitum við ekki. En þótt þau séu farin skilja þau eftir sig spor. Eigur þeirra urðu nefnilega eftir á Íslandi; símahleðslusnúra; fatnaður; hleðslutæki fyrir hjólastólinn. „Af jörðu ertu kominn.“ Í framtíð, löngu eftir að við erum aftur að jörðu orðin, munu leifar eigna okkar finnast sem menjar um mannvist. Eftir Íslands þúsund ár verða hvít postulínsbrot skreytt bláum blómum jafnalgengur fundur við uppgröft fornleifa og rómverskar leirskálar þykja nú. Brotin munu segja sögu af gestrisinni þjóð, þjóð sem bauð fólk velkomið með svo miklum virktum að til þurfti þar til gert sparistell. En svo, innan um postulínið, finnst hleðslusnúra, fatnaður og hleðslu- tæki fyrir hjólastól. Við blasir að gestrisni Íslendinga var jafnskilyrt og gæska Hadrí- anusar; ekki voru allir boðnir velkomnir með stelli. Daginn eftir brottf lutning f lóttamann- anna fimmtán, var landsfundur Sjálfstæð- isf lokksins settur. Á fundinum var klappað fyrir dómsmálaráðherra Jóni Gunnarssyni og viðbrögðum hans við „krefjandi stöðu í hælisleitendamálum“. Dag þann þraut ekki aðeins von fimmtán einstaklinga um betra líf; dag þann varð íslensk gestrisni öll. n Gestrisni og sparistell Þjóðkunn eru ummæli ónefnds manns frá því á árum áður þegar Kárahnjúkavirkjun var í smíðum, að hann gæti ekki samsinnt þeim ummælum stjórnmálamanna sem sætu að völdum að öræfin væru best komin undir vatni. Enn frægari er ádrepa annars manns í miðri mótmælaöldunni gagnvart vega- lagningu í Gálgahrauni á Álftanesi að hann vildi ekki vera partur af þjóð sem handtekur Ómar Ragnarsson. Og nú hefur stór hluti þjóðarinnar gefið enn eina umsögn sína í þessa veru, en hann vill ekki taka þátt í samfélagi sem fangelsar fatlaðan mann í skjóli nætur og hrifsar hann úr hjólastól sínum áður en honum er troðið inn í lögreglubíl – og situr auk þess um flóttabörn í skólum þeirra. En þetta er myndin af okkur, sú nýjasta, og sýnir umfram allt hvað valdstjórnin er tilbúin að leggja á lögreglumenn þessa lands svo laganna hljóðan hafi framgang. Í grunninn snýst þetta mál þó ekki um lög og reglur. Það snýst um framkvæmdina. Og öllu fremur um ómannúðlega framkomu gagnvart fólki sem leitað hefur hér skjóls vegna reglubundinna brota á mannrétt- indum þess í heimalandinu. Stórum hluta landsmanna sárnar hvernig hér var haldið á málum. Og það sem meira er, fólk skammast sín fyrir þessa mynd sem situr eftir í kolli þess og mun ekki hverfa þaðan á næstu árum. Hún birtir nefnilega ekki handtöku, heldur lögregluræði og of beldi. Fyrir það eru manneskjur þessa lands að fyrirverða sig og bera kinnroða fyrir. Einna athyglisverðast – og ef til vill er eðli- legra að segja, einna undarlegast – er að þessi ljóta mynd úr núlíðandi Íslandssögu gerist á valdatíma Vinstri grænna, án þess svo mikið sem sá róttæki f lokkur, að sögn, taki sig saman í andlitinu og fordæmi aðgerðirnar. En það á bara að skoða þær, velta vöngum yfir þeim, athuga hvort setja þurfi út á verk- ferla, eins og það heitir á undanhaldinu í þessu alvarlega máli. Augljóst er að f lokknum er meira annt um stjórnmálasamband sitt við Sjálfstæðisflokk- inn en þau gömlu – og, að maður hélt, grónu gildi sín, að mannúðin væri allri pólitík hans hugumprúðari. Fyrir vikið birtist nú hin myndin sem situr eftir í öllu þessu máli. En það er myndin af forsætisráðherra landsins sem er á f lótta í einu alvarlegasta úrlausnar- efni sem þjóðir heimsins takast nú á við. n Myndin af okkur SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.