Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 18
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ NEGLA
TÍMA Í DEKKJASKIPTI
SKÚTUVOGI | SMIÐJUVEGI | HJALLAHRAUNI | FITJABRAUT
Frá toppnum á botninn og aftur upp
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
Ég held að fólk átti sig
ekki á því sem horfir á
þetta utan frá, hvað
sjálfstraust og gleði
skiptir miklu máli. Að
líða vel utan vallar
verður til þess að það
gengur vel innan vallar.
Arnór Sigurðsson
er 23 ára gamall
og hefur spilað 23
A-landsleiki.
Arnór Sigurðsson skaust hratt
upp á stjörnuhimininn árið
2018, allt virtist ætla að falla
með þessum hæfileikaríka
íþróttamanni. Í Rússlandi
missti hann hins vegar flugið
og mátti þola gagnrýni. Hann
hefur náð vopnum sínum
aftur og hæfileikar hans hafa
skinið skært í Svíþjóð og með
íslenska landsliðinu undan-
farna mánuði.
FÓTBOLTI Þrátt fyrir að vera aðeins
23 ára gamall hefur Arnór Sigurðs-
son upplifað í raun allar hliðar
atvinnumennskunnar. Hann varð
að stjörnu á einni nóttu árið 2018 og
var seldur fyrir metfé frá IFK Norr-
köping í Svíþjóð til CSKA Moskvu í
Rússlandi. Þar byrjaði hann frábær-
lega og skoraði meðal annars gegn
Real Madrid í Meistaradeildinni.
Með íslenska landsliðinu fann hann
ekki taktinn og það fór að halla
undan fæti í Rússlandi. Hann var
lánaður til Venezia á Ítalíu og upp-
lifði þar erfiða tíma.
Arnór snéri aftur til IFK Norr-
köping í sumar og hefur síðan þá
náð vopnum sínum aftur. Hann
hefur spilað frábærlega í Svíþjóð
og með íslenska landsliðinu hefur
hann sýnt sínar bestu hliðar undan-
farna mánuði. „Tímabilið núna og
skrefið til Svíþjóðar hefur heppnast
vel, mikilvægt var að finna gleðina.
Njóta þess að spila fótbolta aftur,
ég vissi nákvæmlega hvað ég get
gert innan vallar og þegar gleðin
kemur þá fylgir hitt ,“ segir Arnór,
sem heldur á sunnudag til Litáen til
móts við íslenska landsliðið.
Endurkoman til Norrköping
hefur gengið vonum framar. Arnór
hefur spilað ellefu deildarleiki,
skorað sex mörk og lagt upp fjögur.
„Það var stór ástæða þess að ég valdi
að koma til félagsins, ég vissi hvað
ég væri að koma inn í og hvaða
hlutverk ég fengi. Ég vissi í hvaða
aðstæður ég var að koma inn í og gat
bara einbeitt mér að fótboltanum.“
Erfiðir tímar
Arnór segist hafa lært mikið af erf-
iðum tímum fótboltans. Hann fór til
Venezia á Ítalíu á síðasta ári þar sem
allt gekk á afturfótunum. „Síðustu
mánuðirnir hjá CSKA voru ekki eins
og maður vildi hafa það, þá ákvað
ég að taka skrefið til Ítalíu í von um
betri tíma. Það var erfitt þar utan
vallar, að halda sér á tánum og fara
á æfingar og leggja sig allan fram.
Því mér leið eins og það breytti engu
hvort ég væri góður eða ekki, ég fékk
ekkert að spila. Það hefur áhrif á
sjálfstraustið og þess háttar.“
„Ég held að fólk átti sig ekki á því
sem horfir á þetta utan frá, hvað
sjálfstraust og gleði skiptir miklu
máli. Að líða vel utan vallar verður
til þess að það gengur vel innan
vallar.“
Arnór er þakklátur fyrir þær
áskoranir sem hann hefur þurft að
takast á við. „Ég hef prófað að fara
upp og svo kemur mótlætið, ég vissi
að það kæmi. Ég fór það hratt upp
að ég vissi að þetta kæmi og ég
fékk alveg harkalegt mótlæti
á Ítalíu. Núna þegar ég horfi
til baka á þennan tíma, þá
var það mjög lærdóms-
ríkt. Þetta er góð reynsla
þó hún hafi verið erfið.
Ef þetta kemur aftur þá
veit ég hvernig er best
að tækla svona mál.
Ég tel mig vera með
reynslu í alls konar
aðstæðum þrátt fyrir
ungan aldur.“
Er ekki að stressa sig
Arnór er samningsbundinn CSKA
Moskvu í Rússlandi til ársins 2024
en er á láni hjá Norrköping fram á
næsta sumar. Hann segir óljóst hvað
gerist í framtíðinni en fjallað hefur
verið um að sænska félagið vilji
kaupa Arnór frá Rússlandi.
„Það tók tvo leiki að koma sér
inn í þetta og svo komu mörkin og
stoðsendingar, við vorum ekki að
vinna marga leiki. Ég var í núinu
og reyndi að hjálpa liðinu að gera
eins vel og hægt var. Það er nánast
töluð íslenska í klefanum, hinir
þurfa að læra okkar tungumál. Við
erum með góðan hóp og Íslending-
arnir eru góðir, við náum allir vel
saman. Það er góð stemning þó að
gengið hafi ekki verið eins gott og
allir vildu,“ segir Arnór, en auk hans
eru Arnór Ingvi Traustason, Andri
Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúla-
son og Jóhannes Kristinn Bjarna-
son, í herbúðum félagsins.
Hann veit ekki hvað framtíð-
in ber í skauti sér. „Það verður
að koma í ljós, ég er ekki að
stressa mig á þessu. Ég er
á láni hérna fram á næsta
sumar, með góðri frammi-
stöðu þá kemur eitthvað
gott. Það er ekkert stress
hjá mér.“
Spenntur fyrir
landsliðinu
A r n ó r h e f u r í
í s l e n sk a l a nd s -
liðinu fundið takt
sinn undanfarna
m á nu ði , h a n n
vonast til þess að negla
sér sæti í byrjunarliðinu en undan-
keppni Evrópumótsins hefst í mars
á næsta ári. Lokaundirbúningur
fyrir það verkefni er í næstu viku
er liðið keppir um Baltic bikarinn
í Litáen.
„Það eru spennandi tímar hjá
landsliðinu, þetta eru tveir leikir til
að undirbúa undankeppni EM. Ég
hef verið að spila vel undanfarið
með landsliðinu og fengið tæki-
færi, ég fer inn í þetta verkefni
mjög jákvæður.
Það er gott að fá Sverri Inga
(Ingason) og Jóhann Berg (Guð-
mundsson) inn aftur, það
verður gaman að fara í þetta
verkefni. Það er markmiðið
að negla sér sæti í byrjunar-
liðinu, maður vill spila og
ég veit hvað Arnar Þór vill.
Hann horfir í liðsheildina og
hún skiptir miklu máli,“ segir
þessi öflugi piltur að lokum. n
18 Íþróttir 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR