Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 19

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 19
hoddi@frettabladid.is Áhugafólk um enska fótboltann mun gráta í kodda sinn á sunnu- dagskvöld, þegar renna mun upp fyrir fólki að enginn enskur fótbolti verður í rúman mánuð. Desember hefur hingað til verið hátíð fyrir áhugafólk um enska fót- boltann, en vegna Heimsmeistara- mótsins í Katar er frí á þessum tíma. Ekki verður spilað í enska fótboltan- um aftur fyrr en á öðrum degi jóla. Stærsti leikur helgarinnar er við- ureign Newcastle og Chelsea sem fram fer síðdegis á morgun. Chel- sea hefur verið að hiksta hressilega undir stjórn Grahams Potter en allt er í blóma hjá Newcastle með fjár- muni frá Sádí-Arabíu í farteskinu. Newcastle situr í þriðja sæti deildar- innar en Chelsea því sjöunda. Helgin hefst á leik Manchester City og Brentford sem fram fer á Ethiad- vellinum í Manchester, ætli Englandsmeistararnir að verja titil- inn má liðið ekki missa sig, enda er topplið Arsenal áfram á flugi. Arsenal heimsækir Wolves á laugardagskvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45. Liverpool má ekki við því að tapa stigum, ætli liðið að klífa upp töfluna, en liðið tekur á móti Sout- hampton sem leikur undir stjórn Nathan Jones í fyrsta sinn í deild- inni. Á sunnudag mun Manchester United heimsækja Fulham í Lond- on, en liðið tapaði um síðustu helgi og þarf að ná vopnum sínum í bar- áttu um Meistaradeildarsæti. n Enski boltinn á leið í langa pásu Ert þú vefstjóri sem ert alltaf á tánum? Atvinnuauglýsing Við leitum að framúrskarandi einstaklingi í starf vefstjóra til að reka og leiða þróun á vefsíðum og vefverslunum okkar. Fjölbreytt, spennandi og krefjandi starf. Vefstjóri ber ábyrgð á rekstri og þróun á heimasíðum og vefverslunum Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Skannaðu kóðann og sæktu um fyrir 14. nóvember Leikir helgarinnar Laugardagur 12.30 Manchester City - Brentford 15.00 AFC Bournemouth - Everton 15.00 Liverpool - Southampton 15.00 Nottingham Forest - Crystal Palace 15.00 Tottenham Hotspur - Leeds United 15.00 West Ham United - Leicester City 17.30 Newcastle United - Chelsea 19.45 Wolverhampton - Wanderers Arsenal Sunnudagur 14.00 Brighton & Hove Albion - Aston Villa 16.30 Fulham - Manchester United Vanda Sigur- geirsdóttir, for- maður stjórnar KSÍ hoddi@frettabladid.is Auknar kröfur frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu hafa aukið álag á starfsmann KSÍ hér á landi. Þetta er eitt af því sem kemur fram í fundar- gerð KSÍ sem birt var í gær. Fundur- inn fór fram 1. nóvember „Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ræddi um starfsumhverfi á skrifstofu KSÍ, auknar kröfur UEFA, samanburð við önnur knattspyrnu- sambönd og álag á starfsmenn sam- bandsins. Stjórn KSÍ samþykkti að skoða málið í tengslum við fjár- hagsáætlun 2023,“ segir í fundar- gerð. Starfsmenn KSÍ eru fáir í saman- burði við önnur knattspyrnusam- bönd af svipaðri stærðargráðu eða jafnvel minni. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verður lögð fram á næsta ársþingi sambandsins sem fram fer í febrúar. Einnig kom fram í fundargerð KSÍ að Leikmannasamtök Íslands óski eftir setu á ársþingi og hafi þar leyfi til að taka til máls. Verður það mál sett í farveg. n Auknar kröfur og aukið álag  aron@frettabladid.is Fimmtíu klukkustunda áskorun Ein- ars Hansberg lýkur klukkan 18.00 í kvöld í höfuðstöðvum Afreks í Skógarhlíð. Áskorunina þreytir Einar til að vekja athygli á starfsemi Píeta samtakanna. Upphaflega kveikjan að áskor- uninni var hins vegar sú að Einar langaði til þess að heiðra minningu frænda síns sem lést af slysförum í nóvember í fyrra. Þá átti hann bara eftir að ákveða í nafni hvaða samtaka hann myndi þreyta áskorunina en það ákvað hann eftir að hafa fengið skilaboð frá einstaklingi sem sagði Einar hafa bjargað lífi sínu með fyrri áskor- unum sínum. Einar hefur nefnilega undanfarin ár látið að sér kveða í þessum efnum. Tekið að sér áskoranir, sem fæstir myndu láta sér detta í hug að þreyta, með það sem tilgang að vekja athygli á ákveðnum málefnum. Áskorunin sem Einar þreytir nú felur í sér að hann leggi á sig álag sem nemur 56 kaloríum á Concept2 tæki, 10 upphífingum og 11 réttstöðu- lyftum á korters fresti í 50 klukku- tíma. n Áskorun Einars lýkur í kvöld  LAUGARDAGUR 12. nóvember 2022 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.