Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 22
Er samt ekki vel í lagt að héðan fari 44 ein- staklingar á fund í útlöndum? Eðlilegt skref í rétta átt væri að samþykkja frumvarp um sorgar- leyfi vegna maka- missis. n Í vikulokin Ólafur Arnarson BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Guðfinna Eydal og Anna Ingólfsdóttir gáfu nýlega út bókina Makamissir. Í þessu tölublaði ræða þær hversu alvarlegt áfall það er að missa maka og hvernig lífið getur breyst á örskotsstund. Þær ræða einnig hversu erfitt það er fyrir eftir- lifandi foreldri að styðja við börn sem misst hafa foreldri sitt, á sama tíma og sorgin er stingandi sár. Árlega missa um hundrað börn á Íslandi foreldri. Slíkt áfall getur fylgt einstaklingi ævina á enda og mikilvægt er að börnin sem um ræðir fái þá aðstoð sem þau þurfa og að kerfið grípi þau. Þá er einnig mikilvægt að eftirlifandi foreldri fái þá aðstoð og utanumhald sem það þarf á að halda. Fyrir foreldrið og börnin. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lagði fyrir Alþingi nýlega frumvarp um sorgarleyfi vegna makamissis. Með frumvarpinu er lagt til að eftirlifandi foreldri barna sem missi foreldri sitt fái sorgarleyfi. Ekki fyrir löngu var samþykkt á Alþingi frumvarp um sorgarorlof foreldra sem missa barn, þar á undan var samþykkt frumvarp um aukin réttindi barna sem missa foreldri. Eðlilegt skref í rétta átt væri að samþykkja frumvarp um sorgarleyfi vegna maka- missis, af-tabúvæða dauðann og sporna af krafti við því að fólk sem missir ástvin upplifi áfallastreitu eða viðvarandi sorg og auki þannig álag á heilbrigðis- kerfið. n Samtvinnuð sorg Leiðarvísir fyrir nornir Bókin Leiðarvísir nornarinnar að sjálfsrækt – heilandi galdrar og græðandi fjölkynngi fyrir betra líf, hvetur lesendur til að leggja rækt við sig og sína innri norn. Á síðum bókarinnar má finna f leiri en 90 seiði og galdraathafnir sem tengja lesandann við huga og lík- ama, hjálpa til við að virkja kraft ásetnings og sýna fram á að galdrar leynast víða í daglegu lífi. Við mælum með Lóa Restaurant Lóa er skemmtilegur veitingastaður á jarðhæð Center Hotel á Laugavegi. Staðurinn er sérstaklega skemmti- lega hannaður og sérstaklega áber- andi eru stórir gluggar sem vísa út á Snorrabraut. Á matseðlinum má finna ýmsa létta rétti svo sem fisk, salöt og kjötrétti og mælum við sérstaklega með löngunni. Hún er borin fram með kartöf lumús, steiktu blaðkáli og spergilkáli, vorlauk, pikkluðum skalotlauk og villisveppa-púrtvínssósu. n Ása Tryggvadóttir leirlistarkona segist hafa fundið sína hillu í lífinu þegar hún byrjaði að leira. Hún er ein þeirra sem tekur þátt í sýningu Leirlistafélags Íslands á Korpúlfsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ása sýnir stjakana sína Hvannarstilka á sýningunni en í galleríi hennar má sjá margt fleira sem hún skapar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ása Tryggvadóttir leirlista- kona er ein þeirra sem tekur þátt í sýningu Leirlistafélags Íslands sem verður opnuð á Hlöðuloftinu á Korpúlfs- stöðum í dag. Hún segist hafa fundið sína hillu í lífinu þegar hún byrjaði að leira. birnadrofn@frettabladid.is Ég var lengi að finna rétta hillu í lífinu en það er aldr- ei of seint að elta drauma sína,“ segir Ása Tryggva- dóttir leirlistakona. Hún er ein þeirra sem tekur þátt í sýningu Leirlistafélags Íslands sem verður opnuð á Hlöðuloftinu á Korpúlfs- stöðum í dag. Sýningin er yfirlitssýning félaga leirlistarfélagsins og þar má sjá ólík- ar leiðir sem notaðar eru í sköpun með leir. Sum verkin eru svo glæný að þau eru sett upp volg úr ofnunum á degi opnunarinnar. Önnur eru eldri, frá ákveðnu tímabili í ferli listafólksins eða frá mismunandi tímum. Ása hefur lengi búið til stjaka úr hvítu postulíni sem hún nefnir hvannarstilka. Á sýningunni sýnir hún hvannarstilkana í stærri mynd og öðrum lit. „Það lýsir kannski ekki miklu hugmyndaflugi að gera alltaf sama hlutinn en núna tek ég þetta lengra eins og kennararnir sögðu mér alltaf að gera. Þau sögðu alltaf: „Taktu þetta lengra,“ segir Ása. „Það sem ég er að gera núna er að ég er búin að stækka hvannar- stilkana og er að handmóta þá úr svörtum leir,“ bætir hún við. „Ég fæ allt of margar hugmyndir en ef ein er góð þá er það kannski bara nóg. Kannski verð ég bara að gera hvannarstilka það sem eftir er, það verður aldrei leiðinlegt,“ segir Ása og bætir við að þegar hún ræðir við blaðamann séu stilkarnir í ofn- inum. „Ég vona bara að þeir verði heilir þegar þeir koma úr ofninum rétt fyrir sýninguna,“ bætir hún við og hlær. Ása segist elska að vinna með leir og að þar hafi hún fundið sína köll- un. „Lífið er svo stutt og þess vegna á maður að gera það sem er skemmti- legt ef maður getur það,“ segir hún. „Ég er svo heppin að hafa heilsu til að vinna og eftir að ég byrjaði í leirnum er ég komin á réttan stað,“ segir Ása. Ása rekur galleríið Stilkar á Vatns- stíg í Reykjavík, spurð að því hvort að mikill áhugi sé á leirlistinni segir hún svo vera. „Mér finnst áhugi Íslendinga á handgerðum hlutum hafa aukist mikið. Svo eru erlendir ferðamenn alltaf jafn áhugasamir og koma mikið,“ segir hún. Sýningin stendur yfir frá og með deginum í dag til 27. nóvember. n Það er aldrei of seint að elta drauma sína Í strandparadísinni Sharm El Sheikh í Egyptalandi eru nú 44 Íslendingar sem sækja þar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Málefnið er gott og þarft og full ástæða er fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í henni. Við eigum jafn mikið undir því komið og aðrar þjóðir að loftslagsvánni verði afstýrt, eða hið minnsta einhverjum böndum komið á hana. Er samt ekki vel í lagt að héðan fari 44 einstaklingar á fund í útlöndum sem stendur í níu daga? Við Íslendingar erum í fjölda talið þúsundasti partur af mannfjöld- anum í Bandaríkjunum. Mér er til efs að Bandaríkin sendi 44 þúsund fulltrúa til Egyptalands. Fulltrúar ríkisins (stjórnkerfið og Alþingi) eru 23 talsins og þar af telur sjálf sendinefndin 17 manns. Nokkrir koma frá frjálsum félaga- samtökum og frá atvinnulífinu koma 17 manns. Vitanlega má spyrja hvort það hjálpi umhverfinu og loftslaginu mikið að stórar sendinefndir alls staðar að úr heiminum fljúgi lang- an veg til að hittast í nokkra daga. Einnig má spyrja hvort það flokkist undir ráðdeild í ríkisrekstri að verja skattpeningum með þessum hætti, en talið er að meðaltalskostnaður við hvern íslenskan fulltrúa nemi rösklega einni milljón. Kostnaður við förina getur því verið í kringum 50 milljónir. Gera verður ráð fyrir að atvinnulífið standi sjálft undir kostnaði við för sinna fulltrúa. Í Covid-faraldrinum komst heimurinn upp á lagið með að nýta sér tæknina, hið opinbera jafnt sem einkageirinn. Í stað þess að setjast upp í f lugvél í hvert sinn sem þurfti Á fundinn skelli ég mér trallallalla að funda með kollegum í öðrum löndum var einfaldlega kveikt á tölvu og haldinn Zoom-fundur. Þetta gekk ágætlega. Vitanlega verða ekki öll alþjóða- samsk ipti afgreidd með f jar- fundum en má ekki reyna að hafa einhverja skynsemi með í spilinu? Ætla skyldi að fundaferðum til útlanda mætti fækka verulega og ágætt væri líka að velta því fyrir sér hvort allur þessi skari þarf að fara á einn fund. En vitanlega er svona fundur náttúrlega á við besta sólar- eða skíðafrí. n 22 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.