Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 25

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 25
Að hafa sögumann sem segir söguna út frá sjálfum sér. Það sem það gerir er að við verðum að treysta sögumanninum. skugga föður síns og að honum hafi aldrei verið ætlaður ferill í bók- menntum af foreldrum sínum. „Mér var aldrei ýtt út í það að verða rithöfundur. Það var aldrei verið að pressa á mig á hvorn veg- inn sem var. Ég fann þetta alveg hjá sjálfum mér,“ segir Ólafur sem kynntist því snemma hvað starf rithöfundarins snýst um. „Ég var búinn að fylgjast með pabba sem var með skrifstofu heima. Þannig að það fór ekkert fram hjá mér að þetta er vinna. Hann var mjög vinnusamur og afskaplega skipulagður rútínu- maður. Dagur þar sem hann gat ekki skrifað, hann var bara glataður.“ Fyrsta skáldsagan kemur út Ólafur byrjaði snemma að fá áhuga á bókmenntum og var þá faðir hans til staðar sem aðili sem veitti hvatn- ingu og ráðgjöf. „Við töluðum mikið um bók- menntir og svo var mikill umgang- ur á heimilinu. Þetta var á þeim árum þar sem menn fóru á milli og drukku kaffi hver hjá öðrum í stað þess að hafa sjónvarpið í gangi allan daginn og svo var auðvitað enginn messenger og Facebook,“ segir Ólafur, sem naut einnig stuðnings föður síns í sínum fyrstu skrefum sem skáld. „Svo þegar ég byrjaði að skrifa þá hvatti hann mig og las yfir fyrstu bókina mína, sem ég gaf út þegar ég var tuttugu og þriggja ára. Sú bók heitir Níu lyklar og er smásagna- safn,“ segir Ólafur um sitt fyrsta verk sem kom út árið 1986. „Hann las hana yfir í handriti og hann meðal annars nefndi bókina. Svo las hann líka yfir fyrstu skáld- söguna mína tveimur árum síðar sem hét Markaðstorg guðanna.“ Faðir Ólafs átti þó ekki eftir lesa yfir fleiri bækur eftir hann þar sem hann lést áður en fyrsta skáldsaga Ólafs kom út. „Hann lést sumarið 1988 og hafði þá lesið bókina um vorið.“ Stuðningurinn ómetanlegur „Pabbi studdi mig og hvatti mig áfram þegar ég byrjaði. Hann hafði áhrif eins og feður hafa áhrif á syni sína almennt, en það var aldrei verið að ýta mér út í þetta. Það var aldrei verið að draga úr mér,“ segir Ólafur, sem segir áhrif föður síns hafa verið mikil en á sama tíma aldrei yfir- þyrmandi. „Þetta hugsar maður svo um sjálf- ur þegar maður á börn. Ég hugsa oft til þess með mín eigin börn hvernig pabbi gerði þetta. Hvernig hann höndlaði þetta og kom fram við mig. Því það er til eftirbreytni að þvælast ekki fyrir. Það er auðvitað gott ef maður er einhverskonar fyrirmynd en ekki þannig að börnin fari að bera sig saman við mann,“ segir Ólafur, sem sjálfur á þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku, með konu sinni Önnu Ólafsdóttur. Bók verður að kvikmynd Við förum nú aftur til nútímans þar sem Ólafur stendur á spenn- andi tímamótum. Síðasta bók hans, Snerting, varð gríðarlega vinsæl hér á landi og var leikstjórinn Baltasar Kormákur f ljótur að verða sér úti um réttinn að sögunni. Hann og Baltasar unnu síðar meir hand- rit upp úr bókinni, sem verður að kvikmynd sem er nú í framleiðslu í þremur löndum. „Já, við skrifuðum handritið saman við Baltasar Kormákur. En það er alveg ótrúlegt að það sé byrjað að gera kvikmyndina því það eru ekki einu sinni tvö ár síðan Ólafur hefur verið Baltasar innan handar við framleiðslu myndarinnar en tökur fara nú fram í Bretlandi, Japan og á Íslandi. MYND/LILJAJÓNS  Hannaðu hjartað í hverfinu Klasi fasteignaþróunarfélag efnir til hönnunarsamkeppni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Borgarhöfða. Um er að ræða hönnun á nútímalegu skrifstofuhúsnæði, ölnota samkomuhúsi og Krossamýrartorgi. Reiturinn verður hjartað í nýjum, sjálfbærum og fallegum borgarhluta í Reykjavík. Hönnunarsamkeppni Umsóknarfrestur er til 25. nóvember. Nánari upplýsingar á borgarhofdi.is/honnunarsamkeppni Taktu þátt og settu mark þitt á framtíð borgarinnar. Helgin 25LAUGARDAGUR 12. nóvember 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.