Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 34
Þegar ég kom heim úr skól- anum þá var mamma oft að klára einhver borð sem voru of erfið fyrir okkur Ölmu. Eva Margrét Guðnadóttir hefur spilað tölvuleiki frá því að hún var kornung og beislar nú innri nördinn til þess að taka rafíþróttir á Íslandi yfir á næsta stig. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) voru stofnuð árið 2018 með það að mark- miði að vekja athygli á og styðja við, þróun rafíþrótta á Íslandi. Rétt eins og rafíþróttasenan sjálf hefur starf samtakanna sprungið út og á dög- unum var í fyrsta skipti kjörinn nýr formaður, þar sem Eva Margrét Guðnadóttir tók við keflinu af Ólafi Hrafni Steinarssyni, stofnanda sam- takanna. „Framkvæmdastjórinn okkar, Aron Ólafsson, stakk upp á þessu við mig og ég hló eiginlega bara að honum,“ svarar Eva Margrét, um það af hverju hún ákvað að bjóða sig fram. „Eftir að hafa hugsað um þetta í smá tíma ákvað ég að taka þetta skref. Ég hef aldrei verið í neinni stjórnunarstöðu en sé ekki eftir þessu því ég hef verið að skora meira á mig og fara út fyrir þæg- indarammann og hlakka til að vinna að framgangi rafíþrótta.“ Starfið hefur hingað til lagst vel í Evu Margréti, sem sinnir á sama tíma meistaranámi í mannauðs- stjórnun, þótt hún sé ekki viss um hvort hún vilji leggja það fyrir sig. „Mig langar alla vega bara að sinna rafíþróttunum núna og njóta þess að vinna hjá Arena Gaming.“ Ekki bara sveittir gaurar Öran vöxt rafíþrótta á Íslandi, rétt eins og erlendis, telur Eva Margrét mega að einhverju leyti rekja til heimsfaraldursins og stofnun RÍSÍ. „Í Covid var þetta einn af fáum vettvöngum sem urðu ekki fyrir miklu höggi því það var hægt að halda áfram að stunda rafíþróttir að heiman. Flest mót og keppnir gátu haldið áfram,“ útskýrir hún. „Hér heima fyrir hefur þetta líka stækkað, bæði rafíþróttasenan með tilkomu RÍSÍ og allra íþróttafélaganna sem bjóða upp á ungmenna- og æsku- lýðsstarf og áhuginn hefur líka vaxið þegar kemur að streymum og þess háttar.“ Samhliða gróskunni í keppnis- senunni hefur að mati Evu Mar- grétar líka orðið vitundarvakning um rafíþróttir í samfélaginu. „Ég held að fólk sé að átta sig meira og meira á því að þetta séu ekki bara einhverjir sveittir gaurar sem sitja innilokaðir heima hjá sér allan daginn, þetta er alls konar fólk af öllum kynjum, langskólagengið og ómenntað,“ segir hún og bætir við að enginn komist upp með að æfa raf- íþróttir þannig að þú sért að spila til fjögur á nóttunni. „Ef þú missir jafn- vægi á hlutunum í lífi þínu þá ertu ekki að fara að ná langt í rafíþróttum frekar en öðrum íþróttum.“ Mamma kláraði borðin Tölv uleik jaáhug inn k v ik naði snemma hjá Evu og systur hennar, Ölmu, sem fengu PlayStation-tölvu þegar þær voru í fyrsta bekk. „Það fyndna var að mamma var alltaf að spila með okkur líka. Þegar ég kom heim úr skólanum þá var mamma oft að klára einhver borð sem voru of erfið fyrir okkur Ölmu,“ segir Eva Margrét og hlær. „Mamma og pabbi hafa alltaf bæði verið mjög mikið í þessu. Síðan þá höfum við átt allar PlayStation-tölvurnar.“ Það hefur væntanlega liðkað fyrir Alin upp á PlayStation heimili Eva Margrét segir tánings- árin mikilvæg mótunarár til að ná hæfni í rafíþróttum rétt eins og í hefðbundnum íþróttum. Fréttablaðið/ Ernir Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas @frettabladid.is leikjatölvukaupum að eiga foreldra sem höfðu áhuga á þessu líka? „Klárlega!“ Á unglingsárunum tók Eva Mar- grét hins vegar langa pásu frá tölvu- leikjunum, þar sem henni fannst engar af vinkonum sínum vera að spila. „Það voru eiginlega bara stráka- vinir mínir. Mig langaði alltaf að spila „strákaleiki“ eins og skot- leiki,“ segir Eva Margrét, sem stalst til að kaupa Grand Theft Auto og Battlefield. „Mér fannst þeir ótrú- lega skemmtilegir en svo dettur maður pínu út úr þessu ef maður hefur engan í kringum sig í þessu og félagslegu skilaboðin voru soldið á þá leið að stelpur ættu á unglings- árunum bara að vaxa upp úr því að spila og fara að gera eitthvað stelpu- legt. Það er bara mega stelpulegt að henda sér í drop í Call Of Duty!“ Hvimleiður prófsteinn Eva Margrét telur að margar stelpur séu á sama báti. „Þótt það sé engin rannsókn þarna að baki þá er oft talað um hina svokölluðu „stelpupásu“ þar sem þær hætta að spila þangað til þær fá aftur sjálfsöryggið, kannski um tvítugt eða eitthvað,“ útskýrir hún. „En þá eru þær búnar að missa út þetta mikilvæga tímabil sem strákarnir fá til að ná þessari hæfni. Almennt eru það þessi mótunarár, táningsárin, þar sem þú byggir undir- stöðurnar undir afreks- íþróttamennskuna. Mér finnst leiðinlegt að ég hafi ekki haft vit á því að gera það sem mér þótti skemmtilegast og spila áfram yfir táningsárin, því ég væri ábyggilega svo miklu betri í dag því ég er svo léleg núna, en hef samt gaman af þessu.“ Rétt eins og í mörgum öðrum áhugamálum þá segist Eva Margrét finna fyrir því að stelpur þurfi að sanna áhuga sinn mun frekar en strákar. „Þetta er pínu eins og þegar stelpur eru í hljómsveitarbol og fá á sig milljón spurningar til að sanna að þær séu alvöru aðdáendur. Það er alltaf verið að prófa mann. Ef ég segi einhverjum að ég spili Call of Duty þá er ég venjulega strax spurð út í hversu góð ég sé, sem strákarnir lenda aldrei í.“ Fyrsta bylgjan lúmskt geggjuð Leikjaáhuginn kviknaði aftur hjá Evu Margréti í faraldrinum þar sem vinkonurnar ákváðu fyrir tilviljun að byrja að spila Call of Duty: War- zone. „Það var bara Covid og við ákváð- um að hittast í Warzone frekar en í persónu. Eftir það hef ég ekki hætt að spila,“ segir Eva Margrét, sem viðurkennir að hafa fundist fyrsta bylgja faraldursins lúmskt geggjuð. „Ég gat bara verið að spila með stelp- unum alltaf í hádeginu, það er lík- lega aldrei að fara að gerast aftur!“ Vinkonurnar ákváðu í kjölfarið að skella sér í streymi og halda nú úti þættinum Babe Patrol á mið- vikudagskvöldum á Stöð2 Esport og twitch-rás Gametíví. Að baki streymisvinnu liggur erfiði sem Eva Margrét segir ekki alla gera sér grein fyrir. „Þetta er ekki bara að setjast niður og kveikja á tölvunni. Við misstum ekki út einn einasta miðvikudag í hálft ár þar sem við vorum til að byrja með kannski með sjö áhorf- endur, þar af mömmu og svo okkur sjálfar,“ segir Eva Margrét og hlær. „Fyrst vildi ég ekkert segja fólki frá þessu því fólk skildi ekkert hvað þetta var og mér fannst hallærislegt að reyna að útskýra af hverju við vin- konurnar værum að spila tölvuleiki saman og hvað þá að við værum að sjónvarpa því til almennings. Til að byrja með stakk ég oft upp á því við stelpurnar að við ættum bara að beila en við héldum áfram – sem betur fer!“ Lykillinn er góð umgjörð Þótt nokkrir leikir á borð við Counter-Strike, Rocket League og Overwatch njóti talsverðra vin- sælda í keppnissenunni hérlendis, þá eiga minni leikir það stundum til að verða út undan þar sem íslenski markhópurinn er frekar lítill. Eva Margrét telur þó að það sé hægt að gera eitt og annað til að gera þessum leikjum hátt undir höfði. „Við erum hægt og rólega að sam- eina öll leikjasamfélög undir hatti RÍSÍ og þá skiptir máli að setja þetta vel upp og hafa flotta umgjörð, til dæmis með því að vinna með leið- togum hvers samfélags að því að innleiða jafnréttisstefnu RÍSÍ og aðgerðir gegn ofbeldi, ásamt bara leiðsögn,“ segir hún. „Við erum með stúdíó hérna hjá RÍSÍ í samstarfi við Arena Gaming og bara það að geta opnað dyrnar fyrir alls konar leikja- samfélög að mæta í stúdíóið og sýna frá sínum leikjum á flottan máta. Þegar það er kominn lýsandi og einhver grafík í útsendinguna þá er grund- völlurinn orðinn miklu betri til að sýna fólki að það sé verið að keppa í þessu og það hjálpar þessum samfélögum að vaxa.“ Hvað ert þú svo annars að spila sjálf þessa dagana? „Ég er langmest í Call of Duty, en ég gróf reyndar upp Wii-tölvuna um dag- inn,“ segir Eva Margrét við blaðamann, sem áttar sig skelfingu lostinn á því þá að framúrstefnulega Nintendo- vélin hafi komið á markað- inn fyrir heilum sextán árum síðan. „Þar er ég búin að festast í Mario Bros sem er auðvitað bara algjör klassík.“ n Eva Mar- grét, Kamila Dabrowska, Alma Guðrún og Högna Krist- björg stýra Babe Patrol á miðvikudögum. Mynd/aðsEnd 34 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRéttAblAðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.