Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 35
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2022
HEILAÞOKA?
Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is
AUKIN ORKA
OG FÓKUS
Skólahljómsveit Austurbæjar heldur
uppi miklu fjöri í dag.
starri@frettabladid.is
Skólahljómsveit Austurbæjar
heldur sína árlegu hausttónleika
í Langholtskirkju í dag, laugar-
daginn 12. nóvember, en þar koma
fram A-, B- og C-sveitir skólahljóm-
sveitarinnar. Efnisskrá er fjölbreytt
að vanda svo allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi, segir Snorri
Heimisson, stjórnandi sveitar-
innar. „Við munum meðal annars
bjóða upp á íslenska tónlist, kvik-
myndatónlist og klassískt rokk. Og
að sjálfsögðu verður talið í nokkur
jólalög líka.“
Skólahljómsveitin hefur spilað
fyrir nánast fullri Langholtskirkju
síðustu ár og hafa móttökurnar
verið mjög góðar, að hans sögn.
„Foreldrar og aðstandendur
barnanna eru líka góðar klapp-
stýrur sem fagna vel. Það er mikil-
vægt að börnin fái að njóta sín og
vel sé tekið á móti þeim.“
Í hópnum sem tekur þátt í
tónleikunum eru nemendur frá
3. bekk og upp í menntskælinga.
„Nemendurnir spila á blásturs-
hljóðfæri, slagverkshljóðfæri og
rafbassa.“
Næstu tónleikar sveitarinnar
verða í Hörpu eftir viku þar sem
hún, ásamt fleiri skólahljóm-
sveitum landsins, koma fram á
Óskalögum þjóðarinnar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánar á Facebook-síðu Skóla-
hljómsveitarinnar (skolaus). n
Hressandi
hausttónleikar
Það er ekki hægt að sjá að Naný hafi glímt við hárlos. Hún hefur tekin inn Nourkrin bætiefni í sex mánuði og segir að allar áhyggjur séu á bak og burt. Ekki séu
lengur hárflyksur í niðurfallinu. Naný segir að það sé gott að vera laus við áhyggjurnar sem hún hafði af hárlosinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þykkara og mýkra hár með Nourkrin
Maria Ananina Acosta, eða Naný, er fædd og uppalin í Dómíniska lýðveldinu en hefur
búið á Íslandi frá árinu 2001. Naný fann fyrir miklu hárlosi og segir frá kynnum sínum af
Nourkrin, sem hún telur að hafi bjargað sér á aðeins sex mánuðum. 2