Fréttablaðið - 12.11.2022, Page 38

Fréttablaðið - 12.11.2022, Page 38
Rannveig Pálmadóttir er 86 ára gömul og það er óhætt að segja að hreyfing sé hennar hjartans mál. gummih@frettabladid.is Rannveig hefur gengið allt að 8 kílómetrum næstum því á degi hverjum þar sem hún fer út tvisvar á dag og auk þess er hún dugleg að synda alla daga. „Frá því ég var 23 ára gömul hef ég verið ansi dugleg við að hreyfa mig. Þá þótti það ekki vera í tísku að fara út að ganga eins og nú. Yfir- leitt er ég að ganga 6–8 kílómetra en núna er það eitthvað minna,“ segir Rannveig. Eftir að eiginmaður hennar lést fyrir 16 árum segist hún ekki hafa fengið neinn með sér að ganga og því gengur hún ein fyrir hádegi og tekur svo hundinn með sér eftir hádegi. Áður en maður hennar lést gengu þau mikið saman, hjóluðu, fóru á skíði og á skauta. „Ég byrja daginn á því að fara út á pallinn fyrir utan heimili mitt tíu mínútur fyrir sjö. Þar geri ég leikfimisæfingar og fagna deginum á meðan hundurinn minn, hún Mjöll, er að vafra úti í garði. Þegar ég kem inn í íbúðina mína eftir æfingarnar sem ég geri, alveg sama hvernig veðrið er, úrhellisrigning, snjókoma eða frost, kemur bein- línis önnur manneskja inn. Mér líður svo vel. Dagurinn byrjar svo vel með þessu. Ég geri alls konar æfingar því ég trúi á hreyfingu,“ segir Rannveig. Eftir morgunleikfimina segist Rannveig gefa hundinum að borða og síðan heldur hún út að ganga tíu mínútur fyrir klukkan 8. „Síðustu mánuðina hef ég aðeins gengið minna en vanalega. Sonur minn lést 56 ára gamall fyrir hálfu ári úr MND-sjúkdómnum og ég er að vinna mig upp úr sorginni sem fylgdi þegar hann lést. Mér þótti afar erfitt að skilja það að maður sem hvorki drakk né reykti og var í íþróttum skyldi deyja svona ungur,“ segir Rannveig. „Þegar ég hef lokið við að ganga þessa kílómetra fyrir hádegið þá Ég lifi fyrir þessa hreyfingu Rannveig með Mjöll, sem hún fer út að ganga með á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rannveig byrjar alla daga á því að taka leik- fimisæfingar á pallinum. fer ég í sund. Ég syndi 2–300 metra núna en synti meira á árum áður. Eftir það fer ég í vatnsleikfimi í 35 mínútur og síðan fer ég í heita og kalda pottinn og er þar með frá- bæru fólki á svipuðum aldri og ég þar sem við spjöllum saman. Það er svo gott að vera með þessum hópi. Þegar ég kem heim les ég fyrir hundinn minn á ensku og upp úr klukkan hálf þrjú fer ég aftur út og geng þá með hundinn minn rúma tvo kílómetra.“ Alltaf að reyna að hægja á mér „Fjölskyldan mín er alltaf að reyna að hægja á mér og segir að ég sé að gera of mikið en ég hlusta ekki á það. Ég lifi fyrir þessa hreyfingu. Sumir reykja, aðrir drekka en ég geng,“ segir Rannveig, sem segist ekki nota nein lyf og hefur verið heilsuhraust hingað til. Rannveig er húsmæðrakennari að mennt og kenndi í fjölda ára en hætti í kennslunni fyrir fimmtán árum síðan. „Ég var sjötug þegar ég hætti í kennslunni. Ég kenndi í 50 ár og missti aldrei úr dag í kennslunni vegna veikinda. Fyrst var ég kenn- ari í Húsmæðraskóla Reykjavíkur í þrjú ár. Síðan fór ég út til Dan- merkur og var þar í eitt og hálft ár þar sem ég vann í sendiráðinu við matargerð. Ég var svo í hálft ár í Svíþjóð áður en ég fór til Banda- ríkjanna. Þar var ég í sex ár og lærði þar að búa til mat frá öllum heimsálfum. Þegar ég kom svo aftur heim stofnaði ég Kvöldskóla Rannveigar á heimili mínu og kenndi þar á neðri hæðinni í 27 ár. Ég kenndi það sem ég lærði í Bandaríkj- unum. Eftir það kenndi ég í 18 ár grunnskólanemendum í Lang- holtsskólanum. Það var yndis- legur tími og það var stórkostlegt að vinna með ungu krökkunum. Þegar ég var sjötug byrjaði ég að leika mér meira heldur en ég gerði,“ segir Rannveig, sem svo sannarlega er frábær fyrirmynd og er eldspræk þrátt fyrir háan aldur. n Fjölskyldan mín er alltaf að reyna að hægja á mér og segir að ég sé að gera of mikið en ég hlusta ekki á það. Sumir reykja, aðrir drekka en ég geng. Rannveig Pálmadóttir Good Routine fæðubótar­ efnin hafa slegið í gegn undanfarin misseri. Þau eru gerð úr náttúrulegum inni­ haldsefnum og geta stuðlað að bættri heilsu á ólíkan hátt, meðal annars með því að vernda þvagfærakerfið, styrkja ónæmiskerfið og bæta meltingu. Good Routine eru hágæða bætiefni með einstakri virkni og hámarks upptöku á næringarefnum. Þetta nýja vörumerki er fyrir þá sem gera kröfur um hrein bætiefni og fyrir þá sem vilja gefa sér tíma fyrir góðar venjur. Vönduð og spennandi fæðu- bótarefni með mikla virkni Unnur Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur notað fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarna mánuði og er mjög ánægð með virkni þeirra. Hún tekur inn Daily-D3 2000 IU®, Synergize-Your-Gut® og C-Your- Immunity®. „Ég fann mun eftir að hafa tekið bætiefnin í 3-4 vikur. Ég hef ágætis þekkingu á fæðubótarefnum því ég hef alltaf hugsað vel um mig og ég fann það strax að þetta er frábær vara,“ segir hún. „Ég frétti af þessum fæðubótar- efnum í gegnum vinafólk og sá þetta í verslunum og fannst þetta strax mjög spennandi. Ég hef alltaf verið áhugamanneskja um bætiefni, eins og ég segi, svo ég var ánægð með að fá að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Unnur. „Mér finnst virkilega hafa verið vandað til verka og þetta er mjög fjölbreytt lína af fæðubótarefnum svo ég á eftir að prófa fleiri efni, en þetta lofar mjög góðu hingað til og mér finnst allt við þetta merki mjög faglegt.“ Betri melting og þarmaflóra „Maður vill alltaf hugsa vel um sig nú er ég orðin amma, svo ég þarf að hugsa vel um ónæmiskerfið og meltinguna. Mér finnst áhrifin af Synergize-Your-Gut® sérstaklega eftirtektarverð og jákvæð,“ segir Unnur. „Ég hef tekið eftir því að melt- ingin hefur orðið betri og það er meira jafnvægi á þarma- flórunni. Það kom mér á óvart hvað ég fann fljótt mun á mér. Þegar farið er í gegnum breytinga- skeiðið er mikilvægt að vera með heilbrigða þarmaflóru. Hún er mjög mikilvæg því þannig nýtum við öll næringarefnin betur í líkamanum. Góð þarmaflóra hefur einnig gífurlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Hún hjálpar til við að brjóta niður og melta fæðu ásamt því að fram- leiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Góð þarmaflóra er því undirstaða fyrir heilbrigða meltingu, sem skilar sér í bættu jafnvægi hormónakerfins. Ég myndi virkilega mæla með þessum fæðubótarefnum. Ég hef mikla trú á þessum vörum og góða tilfinningu fyrir þeim,“ segir Unnur. „Ég held líka að þau sem Góð þarmaflóra er undirstaðan Unnur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. MYND/AÐSEND Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það er meira jafnvægi á þarmaflórunni. Það kom mér á óvart hvað ég finn mikið fyrir þessu. Unnur Gunnarsdóttir fylgjast með í vítamínheiminum eigi eftir að sjá það fljótt hvað þetta er vönduð og flott vara.“ Loksins á Íslandi Tíu af vörum Good Routine fást á Íslandi. Meðal annars Comfort-U®, sem veitir þvagfærakerfinu stöðuga vernd, Daily-D3 2000 IU®, sem er D3-vítamín af náttúrulegum uppruna, Synergize-Your-Gut®, sem er fyrir þarmaheilsu og heil- brigða þarmaflóru, Pure Omega-3, sem er kraftmikið ómega-3 í gel- hylkjum, og C-Your-Immunity®, sem inniheldur C-vítamín, quer- cetin, hesperidin og bromelain í einu hylki og hjálpar fólki sem er viðkvæmt fyrir kulda og hita- breytingum. Ásamt því að sérhæfa sig í fæðu- bótarefnum leggur Good Routine mikla áherslu á að stuðla að vitundarvakningu um að góðar venjur séu lykilatriði þess að líða vel alla daga. Það spannar allt frá hreyfingu og næringu til andlegrar heilsu.n Good Routine fæst í Hagkaup, Lyfjum & heilsu, Apótekaranum Krónunni, Fjarðarkaupum og á www.goodroutine.is Unnur fann fljott mun á sér þegar hún fór að taka inn Synergize-Your- Gut frá Good Routine Good routine framleiðir gæða fæðubótarefni með náttúrulegum innihaldsefnum. 4 kynningarblað A L LT 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.