Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 47
Sérfræðingur á Listasafni
Einars Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar (LEJ) leitar að sveigjanlegum og drífandi einstaklingi til að sinna
fjölbreyttu starfi sérfræðings á safninu. Um framtíðarstarf er að ræða.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og
Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi sem nýtist í starfið.
Umsóknir gilda í 6 mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi Listasafns Íslands
(LÍ) við Fræðagarð. Ítarlegri upplýsingar um Listasafn Einars Jónssonar má finna á www.lej.is.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegum verkefnum sem nýtist í
starfi
• Frumkvæði, sveigjanleiki og umbótasinnað hugarfar
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, nákvæmni og
metnaður
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni auk
þjónustulundar
• Hæfni til að miðla efni með skipulögðum hætti og tjá
sig fyrir framan aðra
• Góð almenn tölvukunnátta og gott vald á
upplýsingatækni og miðlun
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti,
önnur tungumálaþekking er kostur
• Fagleg ábyrgð á mótun og framkvæmd fjölbreyttra
verkefna safnsins
• Safnfræðsla, markaðs- og kynningarmál, viðburðir og
sýningagerð
• Umsjón með samstarfsverkefnum safnsins við innlenda
og erlenda aðila
• Dagleg umsýsla á skrifstofu, safni og í höggmyndagarði
• Skipulag vakta, samskipti við samstarfsfólk og svörun
fyrirspurna
• Skráning safnmuna og aðstoð við umsýslu safngripa
• Þátttaka í rannsóknarvinnu og heimildaöflun fyrir safnið
• Þátttaka í stefnumótun, þróunarstarfi auk áætlana-
gerðar og uppgjörs
• Önnur verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgð:
Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og að-
gengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Hjá Fjarskiptastofu
starfa um 40 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis,
tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar.
Ábyrgur og öflugur skjalastjóri
Skjalastjóri tekur þátt í starfsvettvangi sem er að eflast og breytast og bjóðast góð tækifæri til frekari þróunar í starfi í sveigjanlegu og kviku vinnuumhverfi.
Lögð er áhersla á fjölskylduvænan vinnustað til að viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Leiðir þróun skjalastjórnunar stofnunarinnar bæði í GoPro og öðrum kerfum, t.d. Sharepoint og Teams
• Ber ábyrgð á eftirfylgni og þróun skjalastefnu og verklagi við skjalastjórnun
• Móttaka innsendra erinda og skráning í skjalavistunarkerfi
• Umsjón með réttri skráningu útsendra bréfa í skjalavistunarkerfi
• Frágangur og skil rafrænna gagna og pappírs til Þjóðskjalasafns Íslands
• Ber ábyrgð á og hefur umsjón með að skjalamál séu í samræmi við reglugerðir og lög
• Þróar áfram notendahandbók og sinnir ráðgjöf, stuðningi og fræðslu til starfsmanna um skjalamál
• Tekur þátt í stafrænum þróunarverkefnum og öðrum samstarfsverkefnum
• Tekur þátt í öðrum verkefnum sem tilheyra Rekstrarsviði eftir atvikum
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í upplýsingafræði með áherslu á skjalastjórn eða annað sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði
• Þekking og reynsla af skjalastjórn og notkun rafrænna skjalakerfa s.s. GoPro er kostur
• Hæfni til að vinna með stafrænar lausnir
• Frumkvæði, metnaður, nákvæmni og lausnamiðuð hugsun í starfi
• Góð tölvukunnátta
• Þekking á TEAMS og Microsoft skýjalausnum er kostur
• Þekking og reynsla af verkefnastýringu er kostur
• Góð samstarfshæfni, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í samskiptum eru nauðsynlegir eiginleikar
Frekari upplýsingar um starfið:
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi sem ráðinn er þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk. Umsóknir óskast fylltar út á Starfatorgi.
Fjarskiptastofa hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið. Litið er svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi
ákveði umsókninni skemmri gildistíma.
Nánari upplýsingar veitir Hrefna Ingólfsdóttir – hrefna@fjarskiptastofa.is