Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 49
Sálfræðingur / félagsráðgjafi
Í skólanum er framúrskarandi aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk, mötuneyti er frábært og starfsandi góður. Vinnutími
getur verið sveigjanlegur skv. samkomulagi.
Laun fara skv. kjarasamningi Fræðagarðs.
Umsóknum skal skilað í gegnum Starfatorg, www.starfatorg.is, og skal náms- og starfsferilsskrá fylgja með innsendri um-
sókn ásamt sakavottorði og þeim gögnum í viðhengi sem umsækjendur telja skipta máli í ráðningarferlinu, skulu innsend
gögn vera á íslensku.
Einungis innsend gögn verða lögð til grundvallar ráðningu og ráða vali þeirra sem verða kallaðir í starfsviðtal.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. nóvember 2022.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• stuðningur við nemendur með félagskvíða, ofsakvíða,
áfallastreitu, depurð, þunglyndi og almennar raskanir
sem hafa áhrif á líðan
• ráðgjöf í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa skólans
• stuðningur og ráðgjöf við forráðafólk ólögráða nemenda
• aðkoma að könnunum og rannsóknum á líðan og lífsstíl
nemenda
• leiðbeiningar til kennara og annars starfsfólks ef upp
koma viðkvæm erfið mál
• fagleg forysta í erfiðum málum, ef upp koma, er varða ofbeldi, áreitni, fíknivanda o.fl
Mikilvægt er að viðkomandi:
• hafi full réttindi í viðkomandi grein
• eigi auðvelt með að vinna með ungu fólki í líflegu umhverfi framhaldsskólans
• hafi framúrskarandi samskiptahæfni
• sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og hafi góða skipulagshæfni
• hafi góða íslenskukunnáttu í ræðu og í riti
Hafa ber í huga að það er ekki verið að leita að meðferðar-
aðila, heldur stuðningsaðila sem getur leiðbeint og komið
málum í viðeigandi farveg hjá fagaðilum.
Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi
og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, ásamt kennslu
á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og í leiðsögn. Um 100 starfsmenn
starfa við skólann og nemendur eru um 900.
Gefandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Menntaskólinn í Kópavogi auglýstir eftir sálfræðingi eða félagsráðgjafa í 50% til 100% stöðu frá áramótum.
Í boði eru samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk.
Nánari upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir,
inga@hagvangur.is.
Vélfræðingur til þjónustu
GEA óskar eftir að ráða sjálfstæðan og kraftmikinn einstakling
til starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki. Starfið felst fyrst og fremst í að
þjónusta viðskiptavini með viðhald og viðgerðir á vélbúnaði og
fylgja ferðalög starfinu.
Starfssvið
• Þjónusta og viðgerðir á skilvindum af öllum stærðum
og gerðum
• Framkvæmd á reglulegu viðhaldi og fyrirbyggjandi ráðstöfunum
• Viðbrögð við útköllum
• Kennsla og þjálfun starfsfólks og viðskiptavina
• Skráning gæðastaðla
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Vélstjóramenntun eða önnur sambærileg menntun
• Reynsla af flóknu umhverfi vélbúnaðar
• Þekking á rafmagnsfræði og iðntölvum
• Þekking og reynsla af keyrslu skilvinda er kostur
• Reynsla til sjós er kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt
• Eldmóður og þjónustulund
• Enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði
• Kunnátta í einu norðurlandamáli er kostur
hagvangur.is
GEA Iceland ehf. var stofnað árið 1998, þá sem Westfalia
Separator, en móðurfélagið var stofnað 1893 í Þýskalandi.
Starfsemin fer fram í flestum löndum heims og er starfsfólk
Westfalia Separator hlutans 4.000 talsins, starfsfólk GEA
er um 20.000. GEA á Íslandi þjónustar fyrirtæki vítt og breitt
um Ísland, aðallega í sjávarútvegi. Þá þjónustar GEA á Íslandi
jafnframt viðskiptavini í Færeyjum og er kollegum á norður
löndunum til aðstoðar.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Heilsuleikskólinn Suðurvellir í
Vogum óskar eftir að ráða leikskóla-
kennara/starfsmann í fullt starf frá og
með 2. janúar 2023
Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir
viðmiðum Heilsustefnunnar. Virðing og umhyggja eru
leiðandi hugtök í leikskólanum og áhersla er lögð á gæði í
samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og
vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og list-
sköpun í leik og starfi.
Allar nánari upplýsingar veita María Hermannsdóttir leik-
skólastjóri og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðar-
leikskólastjóri í síma 4406240.
Umsóknarfrestur er til 27. nóvember n.k. og sótt er um
starfið á heimasíðu leikskólans
https://sudurvellir.leikskolinn.is
Vakin er athygli á
að starfið hentar
einstaklingum óháð kyni.
08/04/2021 JPEG merki | Vogar
https://www.vogar.is/is/stjornsysla/vogar/honnunarstadall-voga/merki-sveitarfelagsins-voga/jpeg-merki 1/2