Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 55
Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um en æskilegt er að umsækjandi hafi viðeigandi menntun á sviði iðngreina, byggingatæknifræði, eða sambærilegrar
menntunar sem nýtist í starfi.
Brennur þú fyrir þjónustuveitingu, ráðgjöf og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi starfsfólks sem sinna fjölbreyttum og ólíkum verkefnum frá degi til dags? Vörður
leitar að öflugum liðsauka í teymi þeirra sem vinna að tjónamati innan fasteignatjóna. Helstu verkefni snúa að þjónustu við viðskiptavini félagsins sem lenda í fasteignatjónum.
Tjónamatsfulltrúi fasteignatjóna
Helstu verkefni
- Þjónusta við viðskiptavini félagsins í tengslum við eignatjón
- Mat á tjónum og bótaskyldu, kostnaðarmat og uppgjör eignatjóna
- Verkumsjón/eftirlit og samskipti við hagaðila og birgja
- Vettvangsskoðanir í tengslum við tjón
- Áhættumat fasteigna
Hæfniskröfur
- Meistaragráða í iðngrein, byggingatæknifræðimenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, þjónustulipurð og fagmennska
- Skipulögð vinnubrögð, vandvirkni og nákvæmni
- Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum
- Góð samningatækni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Tekið er á móti umsóknum á vordur.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Þór Guðmundsson teymisstjóri, kristinng@vordur.is
eða Hrefna Kristín Jónsdóttir framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, hrefna@vordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk.
Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með 65 þúsund viðskiptavini um land allt, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu
þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, sjálfbærni, vellíðan og starfsánægju.
Vörður hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2020 frá Creditinfo og Festu. Vörður er
jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2014
Erum við að leita að þér?
Erum við að leita að þér?