Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 73
 Eins og staðan er í dag getum við ekki lýst yfir hungurs- neyð en við erum afar nálægt því. Natalia Herrera Eslava Hungursneyð blasir við íbúum Sómalíu verði ekki gripið til róttækra aðgerða fljótlega. Rauði krossinn á Íslandi sendur nú fyrir neyðarsöfnunarátaki til stuðnings krísunni í Sóm­ alíu. Hægt er að leggja átak­ inu lið á raudikrossinn.is. Aðstæður í Sómalíu eru mjög alvarlegar um þessar mundir og verði ekki gripið til róttækra aðgerða fljótlega stefnir í verstu hungursneyð þar í landi í um fjóra áratugi, að sögn Nataliu Herrera Eslava, verkefnastjóra alþjóða- verkefna hjá Rauða krossinum á Íslandi, sem heimsótti landið í september. „Það er mikill matar- skortur í landinu sem mun leiða til hungursneyðar verði ekkert gert í nánustu framtíð.“ Fæðuóöryggi hefur lengi verið viðloðandi í stórum hluta Afríku, en síðan 2021 hefur sambland ýmissa þátta gert það að verkum að nú stefnir í versta ástand þar í álfu í áratugi. „Miklir þurrkar vegna loftslagsbreytinga og hækkandi verð á matvælum og orku vegna átakanna í Úkraínu, hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa sem þegar voru að glíma við landlæga fátækt, sérstaklega íbúa afskekktari samfélaga þar sem aðgangur að mat og hreinu vatni hefur lengi verið vandamál. Það eru helst þessir afskekktu hópar sem eru í hættu núna og þurfa á aðstoð okkar að halda til að koma í veg fyrir frekara manntjón.“ Grafalvarlegar aðstæður Að sögn Nataliu eru mannúðar- samtök víða um heim að reyna að vekja athygli á þeirri staðreynd að síðan um mitt ár 2021 hafa meira en 22 milljónir manna búið við mikið mataróöryggi í þessum hluta Afríku og á hún þá helst við Sómalíu, Eþíópíu og Kenýa. „En vegna fjölda þátta eru fleiri lönd á þessum slóðum í hættu, þannig að það gæti stefnt í að um 146 millj- ónir manna muni bráðlega búa við alvarlegt fæðuóöryggi. Enda hefur Alþjóðasamband Rauða krossins (IFRC) sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur meðal annars fram að það er búist við að ástandið á þessum slóðum haldi áfram að versna fram á næsta ár.“ Natalia fæddist í Kólumbíu og settist að á Íslandi árið 2016, en hún kynntist íslenskum maka sínum þar sem þau störfuðu saman í Darfur í Súdan. Hún hefur meðal annars starfað fyrir alþjóðasamtök og félagasamtök í Súdan, Suður- Súdan, Kólumbíu og Mexíkó en hún hóf störf hjá Rauða krossinum á Íslandi árið 2018. Þurrkar hafa slæm áhrif Natalia var í sendinefnd frá Rauða krossinum á Íslandi sem heim- sótti Hargeisa í Sómalíu í byrjun september. Tilgangur heimsóknar- innar var meðal ananrs að fylgjast með og skrá ástandið á vettvangi í formi myndbanda og ljósmynda, ásamt því að fylgjast með ólíkum verkefnum sem Rauði krossinn hér á landi hefur stutt í samstarfi við samstarfsaðila eins og IFRC og sómalíska Rauða hálfmánann. „Samstarfsfólk okkar frá sómalíska Rauða hálfmánanum skipulagði heimsóknir á nokkra ólíka staði þar sem kom berlega í ljós hvað þurrkarnir höfðu haft slæm áhrif á samfélögin. Þorps- búar sögðu okkur til dæmis frá því hvernig þurrkarnir höfðu gert þeim mjög erfitt fyrir við að halda búfénaði sínum, sem er sérstak- lega mikilvægur á þessum slóðum. Stundum þurftu þorpsbúar að velja á milli þess að fæða dýrin sín eða fjölskyldur.“ Versta hungursneyð í fjóra áratugi blasir við Natalia Herrera Eslava er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Natalia heim- sótti Sómalíu í haust. myNd/AÐSENd Rauði krossinn á Íslandi hefur verið samstarfs- aðili sómalíska Rauða hálf- mánans í rúman áratug. myNd/AÐSENd Margir sleppa máltíðum Hópurinn heimsótti einnig færanlega heilsugæslu á hjólum í Hargeisa sem Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt í nokkurn tíma. „Þar upplýstu hjúkrunarfræðingar okkur um að sá hluti íbúa sem sleppir máltíðum eða borðar bara eina máltíð á dag hafi stækkað jafnt og þétt, með þeim afleiðingum að ýmis heilsufarsvandamál, á borð við bráða magabólgu, hafi aukist.“ Þeir hópar sem verða verst úti í hungursneyðum og þar sem matarskortur ríkir, eru konur og börn, segir Natalia. „Í f lestum samfélögum bera konur þá ábyrgð að útvega mat og getur það oft reynst hættulegt. Auk þess fæða konur fjölskyldumeð- limi venjulega á undan sjálfum sér og þær reka því iðulega lestina við matarborðið. Það þýðir líka að ef konan er ólétt er meiri hætta á því að barnið fæðist andvana eða deyi í fæðingu. Um leið eiga þessar konur í vandræðum með að fram- leiða mjólk fyrir nýfædd börn sem eru á brjósti. Í Sómalíu tíðkast að fjölskylda fái heimanmund þegar stúlka giftist. Í þeirri kreppu sem hefur ríkt undanfarið fjölgar þeim stúlkum sem neyðast til að ganga snemma í hjónaband til að tryggja fjölskyldunni einhverjar tekjur.“ Farsælt samstarf Rauði krossinn á Íslandi hefur verið samstarfsaðili sómalíska Rauða hálfmánans í rúman áratug, að sögn Nataliu. „Við höfum tekið þátt í að styðja við mismunandi verkefni gegnum tíðina en þó lengst við Hargeisa Mobile Clinic, sem er færanlegt heilsugæsluteymi sem saman- stendur af hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem ferðast um fimm mismunandi svæði. Þar bjóða þau upp á grunnheil- brigðisþjónustu eins og ráðgjöf, stuðning við barnshafandi konur og mjólkandi mæður, bólu setn- ingar, ungbarnaeftirlit og dreifingu tíðavara.“ Á þessu tímabili hefur Rauði krossinn á Íslandi einnig stutt mismunandi neyðaraðgerðir í tengslum við þurrka og síðan 2020 stutt sómalíska Rauða hálfmánann við að vinna að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í Sómalíu. „Árið 2021 svöruðum við kalli frá félögum okkar í hreyfingunni um að bregðast við ástandinu í Sómalíu. Nú styðjum við það fólk sem verst hefur orðið úti með til dæmis reiðufé, dreifingu fæðubót- arefna fyrir börn, bættu aðgengi að hreinu vatni og aðgengi að grunn- heilbrigðisþjónustu.“ Almenningur getur hjálpað Natalia segir ýmislegt sem almenningur hér á landi getur gert til að aðstoða fólk í Sómalíu. „Til að byrja með geta Íslend- ingar kynnt sér hvað er að gerast í Sómalíu, gert neyðina sýnilegri og sýnt samstöðu með fólkinu. Það er nóg af matvælum framleitt í heiminum en aðgengi að þeim mat er aftur á móti mjög mis- jafnt. Þurrkarnir og fæðuóöryggið í Afríku hafa farið versnandi í marga mánuði en athygli almenn- ings hefur verið lítil sem engin hingað til.“ Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 hleypti Rauði krossinn á Íslandi af stað neyðarsöfnunar- átaki til stuðnings krísunni í Sómalíu. „Það er frábært tæki- færi fyrir landsmenn til að sýna samstöðu og hjálpa til við að lina þjáningar fólksins í Sómalíu.“ n Hægt er að leggja átakinu lið á raudikrossinn.is 7LAUGARDAGUR 12. nóvember 2022 Hjálpin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.