Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 86

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 86
Leiðtoga- hæfni snýst um ábyrgð. Það er það sem skortir hjá leið- togum heimsins í dag. Dalia Grybauskaite, doktor í hagfræði og fyrrverandi for- seti Litáen, hefur verið orðuð við framkvæmdastjórastarfið hjá NATO. Dalia er fædd árið 1956 og er fyrsta konan til að gegna embætti forseta Litáen, og að auki fyrst til að gegna því tvö samliggjandi kjörtímabil. Dalia gegndi embætti forseta Litáen milli 2009 og 2017. Áður var hún fjármálaráðherra Litáen og síðar f jár- málastjóri Evrópusambandsins. Hún hefur verið orðuð við fram- kvæmdastjórastarfið hjá NATO og svaraði fyrirspurn um málið á pallborðsumræðum á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í vikunni. „Ég tala af mér og það er erfitt að ráða við mig, sem sennilega leiðir af sér að það sé ekki möguleiki fyrir manneskju eins og mig,“ svaraði Dalia. Viðtalið fer fram á efstu hæð í Hörpu. Vegna misskilnings hjá bókara er blaðamaður tuttugu mínútum of seinn. Það er ansi vont að vera seinn þegar hitta skal eina áhrifamestu manneskju heims- álfunnar og þótt víðar væri leitað. Dalia Grybauskaite ber með sér virðulegt yfirbragð, klædd klass- ískum skyrtujakka með dökkbláu mynstri. Hún hefur góða nærveru og brosir þegar undirrituð afsakar sig við Madame President. „Þetta er ekkert mál,“ segir hún vingjarnlega. Góð samskipti við Íslendinga „Ég hef komið hingað í að minnsta kosti tvær opinberar heimsóknir,“ segir Dalia og rifjar upp skondnar minningar af íslenska rokinu. „Þetta er óformleg heimsókn en ég var líka hér 2019. Ég hef átt í mjög góðu sambandi við núverandi for- sætisráðherra Íslands, fyrri forseta og núverandi forseta. Ég er hrifin af Íslandi, og það er ekki bara vegna þess að Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði landsins.“ Íslendingar voru vissulega fyrstir sjálfstæðra þjóða til að viðurkenna að fullu endurreist sjálfstæði Litáa. Viðurkenningin var formleg í febrú- ar 1991. Þegar Dalia horfir yfir ferilinn sem þjóðhöfðingi landsins stendur ekki eitthvað eitt einstakt upp úr sem helsta afrekið, en hún veit að Heimsleiðtoga skortir ábyrgðartilfinningu Nína Richter ninarichter @frettabladid.is hún skilaði góðu verki. „Ég vil ekki nefna eitthvað eitt. En mér tókst að ná markmiðum mínum á fyrsta kjörtímabilinu, að gera landið sjálf- bært í orkumálum og koma okkur í gegnum efnahagskreppuna,“ segir hún. Í stjórnartíð Daliu byggðu Litáar orkuver og hættu orkuverslun við Rússa. „Það var dýrt en við höfðum þá þegar greitt þrjátíu pró- sentum meira fyrir rússneskt gas en til dæmis Þýskaland. Eftir að við byggðum orkuverið hrundi verðið um leið,“ segir hún. „Ég studdi tíma- bundinn niðurskurð stjórnarinnar gagnvart bótum. Þetta var reglulega erfitt og við gátum ekki tekið lán til að rétta af ástandið. Þetta var dýrt og flókið ferli. Við báðum almenn- ing að sýna þolinmæði, skárum niður laun með áætlanir um að hækka þau á ný eftir skamman tíma.“ Forystan færi fórnir Dalia skilaði helmingi launa sinna aftur í ríkiskassann meðan á niður- skurði stóð. „Vegna þess að ég trúi því að ef þú biður fólk að sýna þolinmæði og sýna samfélags- lega ábyrgð með því að þiggja lægri bætur, þá þarf að sýna for- dæmi. Þetta er spurning um trú- verðugleika. Niðurstaðan var sú að almenningur fór ekki í óeirðir á götunum, vegna þess að pólitíska forystan sýndi fordæmi með því að færa einnig fórnir.“ Dalia segir að þannig hafi þjóðin komist í gegnum krefjandi tíma. „Það er ekki hægt að tala og lofa endalaust, heldur þarf að sýna for- dæmi. Það, fyrir mér, er það sem leiðtogi á að gera.“ „Á seinna kjörtímabilinu, sem ég hafði nú aldrei stefnt að, gerðist það að Rússar réðust á Úkraínu og innlimuðu Krímskagann. Þetta er hættulegt svæði og við þurftum að herða okkur í öryggismálum. Seinna kjörtímabilið snerist fyrst og fremst um öryggismálin,“ segir Dalia. Hún segist glöð að hafa náð ýmsum samningum í gegn við NATO, um úrbætur. „Þetta var í rauninni hvatinn hjá mér til að sækjast eftir endurkjöri.“ Twitter-tungumál Dalia segir marg falt er f iðara að vera stjórnmálamaður í dag en áður, í nýju tækniumhverfi. „ Stjór nmálamenn þur fa ek k i lengur að vera vel máli farnir í löngu máli heldur þurfa þeir að tala – Twitter tungumál.“ Dalia útskýrir að þannig þurfi efnistök að vera mun styttri og hnitmið- aðri en áður. „Stjórnmálin eru að breytast og við þurfum öðruvísi stjórnmálamenn í dag en áður, af því að allt þarf að vera mjög knappt og afgerandi. Þetta er bæði gott og slæmt. Ég var þegar fær um að starfa í stjórnmálum án alltum- lykjandi netmenningar. Ég starfaði líka eftir að þessi menning kom til. Það má sjá að kröfur almennings breytast líka.“ Ég segi stundum að það þurfi að þýða orðfærið þannig að fólk skilji það sem verið er að tala um. Þegar verið er að fjalla um stórar ákvarð- anir sem tengjast lögum. Fólk þarf að skilja hvað um ræðir,“ segir hún og bætir við að hér sé á ferð- inni nýr veruleiki í stjórnmálum. „Þetta gefur stjórnmálamönnum líka frelsi undan fjárhagsaðstoð og stórfyrirtækjum. Vegna þess að það þarf ekki aðkomu viðskiptalífsins til að fara á Facebook eða Twitter, í framboðinu,“ segir Dalia. Frelsi frá fjármagnseigendum „Ég sigraði bæði kjörin og eyddi 150 þúsund evrum. Vegna þess að ég bað ekki um peninga, ég setti eingöngu upp vefsíðu með upp- lýsingum um stefnumálin og lét þar við sitja. Þetta þýðir líka að eftir kosningar ertu ekki í skuld við neinn, og getur gagnrýnt hvern sem er. Sem er auðvitað tvíbent, og getur orðið grimmt. En fólk þarf að læra að nota þetta. Þetta markar nýtt tímabil í stjórnmálum.“ Persónuleiki sé lykilatriði Dalia segir að þegar hún valdi saman teymið sitt hafi hún hvorki litið til kyns eða fínna gráða. „Mér er alveg sama um Oxford eða þessa fínu skóla. Ég vildi að fólkið mitt væri með hreinan skjöld og bæri hag landsins fyrir brjósti. Þetta snerist ekki um peninga eða gráðufjölda, heldur persónuleika, kunnáttu og mannkosti. Vegna þess að leiðtoga- hæfni snýst um ábyrgð. Það er það sem skortir hjá leiðtogum heimsins í dag,“ segir hún. „Við sjáum þetta í stríðinu í Úkra- ínu og í okkar afstöðu gegn Rússum í því samhengi. Við sjáum þetta í tengslum við loftslagsmálin. Við sjáum uppgang þjóðernishyggju alls staðar, bæði hér í Evrópu og utan hennar. Þetta er slæmt þegar við stöndum frammi fyrir svona marg- þættum vanda, núna eftir heims- faraldurinn. Með orkumál, mat og vatn.“ Hún segir að eina leiðin út úr þjóð- ernishyggju-tímabilinu sé að fara í gegnum það. „Það þýðir að á endan- um munum við skilja að það er betra að finna lausnir á vandanum þegar allir hafa rödd. Eins og við gerðum eftir seinni heimsstyrjöld þegar við settum á laggirnar allar þessar alþjóðlegu stofnanir,“ segir hún. „Við vitum ekki hvað gerist eftir tvö ár Bandaríkjunum. Þau munu sennilega halda áfram að draga sig út úr alþjóðasamstarfi. Allir í Evrópu munu finna áhrifin af þessu.“ Dalia er ekki bjartsýn á fram- haldið og spáir vaxandi tíðni hung- ursneyða og þurrka á næstu árum. „Já það verður hungur og það verða þurrkar. Það verður gríðar- legur fjöldi flóttafólks, Evrópa mun ekki standa undir því og þetta mun breyta stjórnarfarinu í álfunni. Lýð- ræðinu mun standa ógn af þessum áhrifum og við munum sjá breyting- ar á því hvernig stjórnkerfin okkar eru byggð upp,“ segir hún. „Það eru rosalega margar ástæður fyrir því að stjórnmálin eru að færast til hægri. Loftslagið bíður ekki eftir neinum. Við þurfum að átta okkur á því hvernig við ætlum að lifa af .“ Þurfum við að endurhugsa öll kerfin? „Við munum þurfa að endurhugsa marga hluti.“ n Nánar á frettabladid.is Dalia Grybaus- kaite var stödd hér á landi í vik- unni í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. MYND/AÐSEND 42 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.