Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 104
Úrslitakeppni Skrekks, hæfi-
leikakeppni grunnskólanna,
fer fram í Borgarleikhúsinu
á mánudaginn þegar átta
skólar stíga á svið. Frétta-
blaðið fór í sögubækurnar og
skoðaði hvaða frægir aðilar
hafa stigið sín fyrstu spor í
keppninni.
benediktboas@frettabladid.is
Um 630 ungmenni hafa stigið á
svið fyrir hönd 24 skóla í þremur
undankeppnum Skrekks, hæfi-
leikakeppni grunnskólanna, síð-
ustu daga og sýnt glæsileg frum-
samin atriði. Úrslitin fara fram á
mánudag í Borgarleikhúsinu.
Í Skrekk fá unglingar í grunn-
skólum Reykjavíkur að vinna með
hugmyndir sínar og þróa sviðsverk
fyrir stóra svið Borgarleikhússins
fyrir hönd síns skóla. Atriðin að
þessu sinni fjalla um sjálfsmynd
unglinga, áhrif samfélagsmiðla,
tónlistar- og danssögu, missi, ein-
elti, andlega erfiðleika, upplifun
ungmenna af erlendum uppruna,
mikilvægi þess að njóta lífsins og
hafa gaman, ádeilu á íslenskt sam-
félag, heimilisof beldi og ástar-
sögur.
Unglingarnir hafa nýtt allar
sviðslistir í atriðin: tónlist, dans,
leiklist og gjörninga. Þau sjá um
að semja atriðin, það er leik, dans,
sögu og tónlist og sum eru jafnvel
með frumsamin lög. Krakkarnir sjá
líka um tæknihliðina, búninga og
förðun. n
Laufey
Hin stórkost-
lega söngkona
Laufey keppti
með Háteigs-
skóla árið 2013.
Í atriðinu var
tvíburasystir
hennar Júnía.
Sveppi
Það þarf ekki
að koma mjög á
óvart að Sveppi
tók þátt fyrir
Breiðholtsskóla
og stóð uppi
sem sigurvegari
1992.
Hera Hilmars
Leikkonan
geðþekka, sem
meðal annars
hefur leikið í
Hollywood-
myndum, vann
Skrekk með
Hlíðaskóla
forðum daga.
Bríet
Söngkonan tók
sín fyrstu spor í
átt að frægðar-
sólinni í Skrekk.
Hún söng svo
fyrir keppendur
árið 2021.
Álfgrímur
Aðalsteins-
son
Instagram og
TikTok-stjarnan
Elfgrime sigraði
með Austur-
bæjarskóla árið
2012.
Katla
Njálsdóttir
Leik- og söng-
konan sem
hefur meðal
annars leikið
í Hjartasteini
steig á svið í
Skrekk forðum.
Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli hefur mjög
oft staðið á sviðinu í úrslit-
unum en skólinn hefur lengi
teflt fram góðum atriðum.
Atriðið 2005 stendur þó upp
úr því í atriðinu voru meðal
annars Steiney Skúladóttir
leikkona, Unnsteinn Manúel,
Sturla Atlas og Þuríður Blær
svo nokkur séu nefnd. Þeir
Guðmundur Jörundsson og
Tyrfingur Tyrfingsson sáu um
að búa til atriðið og aðstoða,
svo úr varð siguratriði sem
enn er talað um.
Sigurvegarar Skrekks
2021 Árbæjarskóli
2020 Langholtsskóli
2019 Hlíðaskóli
2018 Árbæjarskóli
2017 Árbæjarskóli
2016 Hagaskóli
2015 Hagaskóli
2014 Seljaskóli
2013 Langholtsskóli
2012 Austurbæjarskóli
2011 Háteigsskóli
2010 Seljaskóli
2009 Laugalækjarskóli
2008 Austurbæjarskóli
2007 Hlíðaskóli
2006 Langholtsskóli
2005 Austurbæjarskóli
2004 Laugalækjarskóli
2003 Laugalækjarskóli
2002 Hagaskóli
2001 Hagaskóli
2000 Hlíðaskóli
1999 Hagaskóli
1998 Hvassaleitisskóli
1997 Hagaskóli
1996 Hvassaleitisskóli
1995 Hagaskóli
1994 Vogaskóli
1993 Hagaskóli
1992 Breiðholtsskóli
1991 Árbæjarskóli
1990 Breiðholtsskóli
Steiney
Sturla
Unnsteinn
Blær
Fyrsta keppni Skrekks
fór fram árið 1990 og
vann Breiðholtsskóli.
Skólinn vann tvö af
fyrstu þremur árum
keppninnar en hefur
ekki fagnað sigri síðan.
Frægir Skrekkarar
60 Lífið 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR