Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 18
ilvægt þegar til lengri tíma er litið en það er bókun með sér- kjarasamningi þar sem segir að Póst- og símamálastofn- unin muni kappkosta að veita tæknimönnum sínum sem víð- tækasta möguleika til endur- menntunar. Ef rétt er á mál- um haldið, tel ég að þetta megi nýta mjög til hagsbóta fyrir okkur símvirkja. Gunnar Gunnarsson. Símvirkjaflokksstjóri, Sjálfvirka stöðin, Reykjavík. Starfsaldur: 20 ár. Ef horft er á aðstæður í þjóðfélaginu í dag, er ég sæmilega ánægður með samn- ingana, sérstaklega sérkjara- samninginn. T.d. leiðrétting á laugardögum til orlofs, starfs- aldurshækkanir og launa- flokkshækkanir. En opinber- ir starfsmenn hafa dregist það mikið aftur úr öðrum stétt- um að hæpið er að fullur launajöfnuður hafi náðst, miðað við störf á hinum al- menna launamarkaði. Ásta Guðmundsdóttir Skrifstofumaður á skrifstofu Símstöðvarinnar í Reykjavík á Sölvhólsgötu. Starfsaldur: 23 ár. Samningarnir voru alls ekki nógu góðir. Launabilið milli opinberra starfsmanna og annarra launþega minnkaði ekki neitt og skrifstofufólk hjá Pósti og síma er áberandi langt á eftir öðrum starfshóp- um annars staðar í ríkiskerf- inu, að maður tali ekki um sambærilega starfshópa ann- ars staðar á launamarkaðin- um. Starfsaldurshækkanirnar voru ágætar því að þá eru ein- hverjar kjarabætur framund- an hjá fólki. Lenging orlofs var líka í sjálfu sér gott atriði en hefði samt ekki átt að koma í stað beinnar launa- hækkunar. Námsbrautin fyrir skrifstofu- og afgreiðslufólk var sjálfsögð og hefði átt að vera komin fyrir löngu. í heild gaf sérkjarasamningurinn meira en aðalkjarasamning- urinn. Ársæll Gunnarsson. Símritari, Ritsímanum í Reykjavík. Starfsaldur: 4 ár. Ég er mjög ánægður með lengingu orlofs um 4 daga og einnig þá hækkun, sem orðið hefur á vaktaálagi. En ég er alls ekki ánægður með starfs- aldurshækkanirnar, álít að þar ætti að miða við miklu lægri starfsaldur. Þá er grunnkaupið alltof lágt hjá okkur símriturum og þarfnast mjög nánari endur- skoðunar. 76 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.