Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Page 24

Símablaðið - 01.12.1982, Page 24
Marta B. Guðmundsdóttir, Björgvin Lúthersson og Hermann Guðmundsson, í ræðustól. Stöðvar- stjórar r a aukafundi Aukafundur var haldinn í deild stöðvarstjóra í F.Í.S. 11. september 1982 í matstofu Pósts og síma í Sigtúni við Austurvöll. Á dagskrá voru aðallega tvö mál, annars vegar að kynna breytingatillögu við punkta- kerfi það sem stöðvarstjórar eru raðaðir í launaflokka eftir og hinsvegar nýgerðir kjara- samningar. Garðar Hannesson hafði framsögu um breytingatillögu sem lögð var fram við síðustu sérkjarasamninga FÍS þar sem fékkst bókun um að endurskoðað yrði punktakerfi stöðvar- stjóra Pósts og síma og við þá endurskoðun verði m.a. höfð hliðsjón af tillögunni. Voru fundarmenn sammála um, að núverandi punktakerfi væri orðið úrelt og þörf á að gera gagngerðar breytingar á því. Tillaga sú sem var til umræðu hafði verið send öllum stöðvar- stjórum í deildinni til kynningar, og samþykkti fundurinn tillöguna með smábreytingum, og fól stjórn deildarinnar að sjá um undirbúning að viðræðum þeim sem lofað var í bókun í sér- kjarasamningi FÍS þar sem tekið er fram að viðræðum verði lokið fyrir 1. maí 1983. Ágúst Geirsson formaður FÍS skýrði frá kjarasamningum og hvað hann taldi hafa áunnist í síðustu aðal- og sérkjarasamningum, tóku margir til máls undir þessum lið og svar- aði Ágúst fyrirspurnum sem beint var til hans. Fundarmenn voru sammála um að nokkuð hefði áunnist í samningunum og voru sérstak- lega ánægðir með aldurshækkanirnar. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundinum: Fundur stöðvarstjóra Pósts og síma haldinn 11. september 1982 mótmælir harðlega bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir verulegri skerðingu á kaupgjalds- vísitölu launafólks. Virðist sú ákvörðun í hróp- legri andstöðu við yfirlýstan vilja ríkisstjórn- arinnar og vonir sem við hana hafa verið bundnar. Fundurinn bendir á að opinberir starfsmenn hafi orðið sérstaklega hart úti í kjarasamning- um síðustu ára og nefnir, í því sambandi að launaskerðing hjá þeim miðað við þrjú síðustu ár hafi orðið mun meiri en aðrar stéttir hafi þó sloppið með. Skorar fundurinn á forystumenn í samtök- um launafólks hjá ríki og bæ að standa fast á rétti umbjóðenda sinna og láta ekki sitja við orðin tóm, til að ná fram kjörum, sem séu sambærileg við kjör annarra starfshópa þjóð- félagsins. 82 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.