Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 28
vinnu, en í okkar eigin tíma heim. Þó ekki
væri lengra að fara til vinnu, en inn á Sund-
laugaveg, var legið við í tjöldum, (tjöldin
voru á mótum Reykjavegar og Sundlauga-
vegar) og ekki máttum við fara heim nema um
helgar, en unnið var til kl. 18 á laugardögum.
Við vorum á tímakaupi og greitt var fyrir
10 klst. vinnu á dag hversu lengi sem unnið
var. Yfirvinna mátti ekki sjást á reikningnum.
Miðað var við að unnið væri frá kl. 7 að
morgni, til kl. 6 að kveldi, með 1 klst. matar-
hlé. En oft var unnið langt fram eftir nóttu,
ef með þurfti og þá að sjálfsögðu kauplaust.
Þegar Björnæs var verkstjóri „gaf“ hann okk-
ur þó stundum kaup fyrir einn sunnudag í
mánuði, ef mikið var um næturvinnu. Það
var ekki fyrr en í stríðsbyrjun, sem loks var
farið að greiða eftirvinnu. Staurar í línubygg-
ingar voru dregnir af hestum, en við bárum
verkfæri og stauraskó á sjálfum okkur.
Ósjaldsan þurftum við að bera staurana á öxl-
um okkar, tveir saman. Var þá oft erfitt að
komast yfir mýrar, fen og flóa, hraun og
hæðir.
Yfirleitt var legið við í tjöldum og gat það
verið kuldalegt á stundum, því þau héldu
hvorki vatni né vindi. Enginn hiti var í þeim
og tók það okkur mörg ár, að fá leyfi til að
hafa prímusa eða olíuvélar til hitunar. Það
þótti alltof kostnaðarsamt.
Kokkur fylgdi hópnum. Hitaði hann kaffi
og bar í hvert tjald kl. 6 að morgni og eldaði
svo matinn að kveldi, en Síminn sá um útveg-
un hans, en við urðum að greiða hann sjálfir.
Aðalfæðan var saltfiskur og kartöflur, hafra-
grautur og mjólk. Mjólk urðum við að snapa
á næstu bæjum. Eldað var á prímus með 2—3
hausum. Aðeins var heitur matur einu sinni
á dag, en við höfðum með okkur brauð, ef til
var, og ketil til að hita í kaffi, út á línur. Þetta
gat verið harðsótt. Oft var 1—2 klst. gangur
frá tjöldum og út á línur og ef langt var að
ganga og mikið að flytja, var haldið áfram að
vinna í allt að 16—18 klst. Unnið var í hvaða
veðri sem var. Við klæddumst ullarfötum og
trollstökkum. Hlífðu þeir vel bæði vætu og
kulda.
Fólkið á bæjunum þvoði af okkur fatnað.
Það var fegið hverjum eyri sem það gat feng-
ið, auraráðin voru svo lítil.
Að vetrinum til héldum við til á sveitabæj-
86 SÍMABLAÐIÐ
um, en það var oft erfitt hjá fólki að taka við
okkur vegna þrengsla og matarskorts. Á ein-
um bænum var ekkert til nema saltaður stein-
bítur, engar kartöflur og sama og engin mjólk.
Nú þykir þetta trúlega ekki eftirsóknarvert,
en í þá daga komust færri að en vildu.
Strákarnir hjá Símanum sýndu mér aðbún-
aðinn þeirra í fyrra. Mikil er sú breyting. Nú
eru komnir skúrar, fullkomið eldhús, W.C.
og steypiböð. Það eru tvennir tímar.
Hvenær hófst verkstjórn þín hjá Símanum?
Mér var falin verkstjórn símamannaflokks
árið 1925 og hófst hún með því, að ég fór vest-
ur á firði með vitaskipinu Hermóði til að gera
við sæstreng í Arnarfirðinum. Farþegar um
borð voru Olav Forberg og Guðmundur Hlíð-
dal, sem þá var verkfræðingur Símans og dró
Forberg strenginn með okkur.
Þá var sett upp símstöð í Arnarfirði. Keypt
var bátkæna til að flytja dótið á henni inn í
Djúp þar sem unnið var við viðgerðir, en bát-
ur kom þó að takmörkuðum notum, nema
rétt við strandlengjuna.
Sama ár var ég sendur ásamt fleirum til ísa-
fjarðar til viðgerða. Dag nokkurn vorum við
Guðmundur Jónsson að strengja upp línu.
Hann var uppi í staurnum, en ég hélt í vírinn.
Skeði þá það óhapp, að krókurinn sem Guð-
mundur hélt sér í losnaði úr staurnum, með
þeim afleiðingum að Guðmundur féll til
jarðar. Slasaðist hann nokkuð, en þó ekki
alvarlega, en varð þó að fara til Reykjavíkur.
Þá í nóvember, í ofsaveðrinu mikla, sem
nefnt hefur verið Halaveðrið, slitnaði línan
yfir Mjóafjörð. Var ég sendur þangað við
annan mann til að koma henni í lag. Þegar
það var búið fór hann til ísafjarðar, en ég átti
að fara til Borðeyrar. Fékk ég mann með mér
til að bera stauraskó og vírspotta. Gengum við
á fremsta bæinn í Laugardal áður en við héld-
um á Steingrímsfjarðarheiði. Þar slóst í för
með okkur kaupfélagsstjórinn á Hólmavík.
Sæmilegt veður var, en þó kalt og skafrenn-
ingur. Ekki vorum við langt komnir er kaup-
félagsstjórinn gafst upp. Bundum við saman
skíði okkar og reyndum að draga hann á þeim,
en þá varð honum kalt. Eftir langa og stranga
göngu komumst við að Kleppsstöðum, en við
símamennirnir urðum að halda áfram, þvi það
var aðeins pláss fyrir einn gest á bænum,
húsakynni voru svo lítil.