Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 41

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 41
Frá Eftirlaunadeild F.Í.S. Sumarferð Eftirlaunadeildar F.Í.S. var far- in miðvikudaginn 14. júlí s.l. að Laugaskóla (Sælingsdalslaug) í Dölum. Þátttakendur voru 19. Dvalið var á sumarhótelinu í Laugaskóla til sunnudags 18. júlí. Á föstudag var farið með Vestfjarðaleið í hringferð út Fellsströnd fyrir Klofning, inn með Gilsfirði um Svínadal til baka. Leiðsögu- maður var frú Kristín Tómasdóttir f.v. skóla- stjórafrú að Laugum. Eftir að heim var komið úr þessari ferð, var efnt til kvöldvöku, þangað komu góðir gestir þau Ásgeir Bjarnason í Ás- garði og kona hans. Sungið var og dansað fram eftir kvöldi. Sumarhótelið Laugaskóla veitti SLRB af- slátt af gistingu og fæði og Vestfjarðaleið veitti einnig afslátt af fargjaldinu. Allur aðbúnaður á Laugaskóla var með ágætum. Guðrún Möller Nokkrir þátttakendanna í ferðalaginu. F. v.: Guðrún Möller, Margrét Möller, Helga Finn- bogadóttir, Vilborg Björnsdóttir, Elly Thom- sen og Ida Jensen. Ort til vina Magnús Björnsson varðstjóri hjá Skeytaútsendingunni sendir starfsfólki Innheimtunnar í Reykjavík kveðju. Jóhann stjórnar jafnan vel með jöfnu og glöðu sinni. Þó að fáir þetta finni þá er hann kóngur í Innheimtunni. ívar Jóa aðstoð veitir æfðum mundum, sálma báðir syngja stundum en sóló ljóð á skemmtifundum. Kristjana H. er kát og skýr keppnisandann hefur. Yfir krafti orðsins býr aðra stanslaust krefur. Undan vinnu aldrei flýr alltof lítið sefur. Gussý, þú ert gæðafljóð, gamna ég mér stundum við að yrkja um þig ljóð, af okkar draumafundum. SÍMABLAÐIÐ 99

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.