Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1982, Side 46

Símablaðið - 01.12.1982, Side 46
í ■■Blí T æknimannsins í þrautir Stefnir Þorfinnsson María Vilhjálmsdóttir, starfsmaður á skrifstofu P.&S. í Vestmannaeyjum, sendi Símablað- inu meðfylgjandi vísur eftir Stefni Þorfinnsson símvirkja. Tilefni vísnanna var, að símvirkjar í Vestmannaeyjum sendu Birgðavörslu P.&S. beiðni um hlífðarfatnað, en þeir annast viðhald á loftnetum og tækjabúnaði á Klifi, Sæfjalli, auk þess sem þeir annast viðhald og eftirlit með radíótækjum og loftnetum í bátaflota Vestmannaeyinga. Þeir létu vísurnar fylgja með beiðninni og úlpurnar komu um hæl. Tœknimannsins margar þrautir, megum flestir glíma við. Vestmannaeyja brattar brautir, berjumst oft við lítil grið. Eins á Sæfjall oft við leggjum, eirir Kárifáu þar. Kuldann oft þar kynnir segjum, kroppinn verðu úlpurnar. Uppímöstrum mikilsflota, megum príla smur og sót. Jafnt þó bregði hann íblota, brátt þá verða fötin Ijót. Einatt förum upp á Klifið, oft þó blási Kári mót. I klœðin er þá reitt og rifið, regngaUinn þar gerði bót. Oft hér eru válynd veður, Vestmannaeyja mark er það. Friðursé þér frœndi meður, fylgdu óskum vel íhlað. Gert í sept. ’79. Stefnir Þorfinnsson símvirki Vestmannaeyjum.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.