Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 38

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 38
Friðrik A. Jónsson ehf (FAJ) á sér viðskiptasögu síðan 1942. FAJ er í þjónustu á tæknibúnaði fyrir skip og báta með áherslu á siglingatæki, fiskileitartæki, fjarskiptatæki, ljósa- búnað og annan rafeindatæknibúnað. FAJ flytur inn og selur mest af þeim tækjum, ásamt almennum rekstri á þjónustuverkstæði sem sér um uppfærslur, uppsetningar og viðgerðir á rafeindabúnaði. Nánari upplýsingar má finna á www.faj.is. Sérfræðingur á tækni- og viðhaldssviði Friðrik A. Jónsson leitar að iðnmenntuðum einstaklingi í starf sérfræðings á tækni- og viðhaldssviði fyrirtækisins. Starfið felst í uppsetningum, viðgerðum og almennu viðhaldi á tækja- og tæknibúnaði. • Iðnmenntun sem nýtist í starfi, t.d. rafeindavirkjun • Almenn þekking á meðhöndlun efna og frágangi við uppsetningar • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund • Aðlögunarhæfni, sveigjanleiki og jákvæðni • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði • Uppsetning á sjálfstýringum s.s. kortaplotter, radar , ljósabúnaði, fjarskiptabúnaði og fleiru • Uppfærslur og uppsetning á tölvubúnaði, netkerfum, síma- og kallkerfum • Lagna- og tengivinna innan- og utandyra • Bilanaleit og viðgerðir á raf- og hugbúnaði • Tæknileg ráðgjöf um val á búnaði fyrir viðskiptavini Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225. Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: Landhelgisgæsla Íslands er löggæslu- stofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrar- verkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórn- stöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins. Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska. Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is. Starf í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til starfa í stjórnstöð Atlantshafs- bandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands. • Nám sem nýtist í starfi • Áhugi og geta til að starfa í fjölbreyttu tækniumhverfi • Góð greiningarhæfni og lausnarmiðuð hugsun • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Reglusemi, snyrtimennska og stundvísi • Sjálfstæði, nákvæmni og agi í vinnubrögðum • Geta til að stunda vaktavinnu og vinna undir álagi • Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti • Loftrýmiseftirlit, eftirlit með umferð á hafi og stuðningur við loftrýmisgæslu • Samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafs- bandalagsins • Eftirlit með fjargæslukerfum • Skýrslugerð og greining gagna • Önnur tilfallandi verkefni Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Stefnt er að ráðningu frá janúar/febrúar 2023. Viðkomandi vinnur dagvinnu meðan á þjálfun stendur sem getur verið allt að 24 mánaða tímabil. Að því loknu er gert ráð fyrir að vaktavinna geti hafist og þá er unnið á 8 tíma þrískiptum vöktum. Kostur er ef viðkomandi býr á Suðurnesjum. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan Landhelgisgæslunnar og jafnréttisáætlunar stofnunarinnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. 6 ATVINNUBLAÐIÐ 19. nóvember 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.