Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 47

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 47
Þróunarstjóri mannvirkjaskrár Laust starf hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, miðlun og stafræna þróun? Helstu verkefni og ábyrgð • Hafa yfirsýn yfir og leiða faglega þróun mannvirkjaskrár til framtíðar. • Leiða samskipti og samstarf við hagaðila sem styður við virkni og þróun mannvirkjaskrár. • Sinna fræðslu- og kynningarstarfi um mannvirkjaskrá, þróun hennar og rekstur. • Verða sérfræðingur í stærðar- og hlutfallsútreikningum mannvirkja. • Vinna náið með hugbúnaðarteymi við þróun viðmóts nýs skráningarkerfis mannvirkja. • Sinna fræðslu- og kynningarstarfi um viðmót og virkni nýs skráningarkerfis mannvirkja. • Koma að vinnu við gerð og endurskoðun laga og reglugerða sem tengjast mannvirkjaskrá. Þekking og hæfni: • Háskólamenntun á byggingarsviði, s.s. byggingarfræði, tæknifræði, verkfræði eða arkitektúr. • Brennandi áhugi og góð þekking á tölvu- og gagnavinnslu á sviði mannvirkjagerðar. • Reynsla af byggingarframkvæmdum og/eða mannvirkjahönnun. • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Framsýni, sköpunargleði og þrautseigja. • Reynsla á sviði verkefnastjórnunar er æskileg. • Gott vald á íslensku og ensku. Um mannvirkjaskrá HMS Í mannvirkjaskrá er meðal annars að finna upplýsingar um stærðir og eiginleika bygginga, hönnuði þeirra og byggingaraðila ásamt framvindu á byggingartíma. Til staðar er fjöldi spennandi þróunartækifæra til að efla mannvirkjaskrá og rekjanleika mannvirkjagerðar til framtíðar, til dæmis varðandi móttöku rafrænna hönnunargagna og vistun mikilvægra upplýsinga á borð við orkunýtingu, vottanir, tjón, viðhald og fleira sem gerist á líftíma mannvirkja. Nánari upplýsingar Guðjón Steinsson, gudjon.steinsson@hms.is Sótt er um starfið á www.hagvangur.is hms.isBorgartúni 21, 105 Reykjavík - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki - Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Umsóknarfrestur er til 1. desember 2022 Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.