Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Blaðsíða 93

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Blaðsíða 93
MEÐALFJÖLDI SAMSKIPTA Á KLUKKUSTUND (KL. 8-20) ÁRIÐ 1977 Frá kl. 20 að kvöldi til kl. 8 að morgni eru aö meðaltali ein samskipti á dag. Samskipti við utanhéraðsmenn eru ekki talin með. 6.5 1977 var 10.760 og 1978 12.318. Svarar þetta til þess að hver íbúi eigi að meðaltali 4.0—4.5 samskipti á ári. Er þetta mjög svipuð tala um samskiptafjölda á íbúa og í könnun sem gerð var á landsbyggðinni 1974, á vegum landlæknis. Munur á fjölda samskipta 1977 og 1978 stafar að verulegu leyti af meiri tíðni kvefsótta síðara árið. Konur eiga mun fleiri samskipti en karlar bæði vegna sjúkdómseinkenna og ýmissa annarra ástæðna. Karlar eiga aftur á móti mun fleiri sam- skipti vegna slysa. Fljótt á litið kemur á óvart hversu fá samskipti eru á tímabil- inu frá kl. 20 að kvöldi til kl. 8 að morgni. Þess ber þó að gæta að samskipti við utanhéraðsmenn eru ekki talin þarna með, né heldur út- köll vegna sængurkvenna og sjúkl- inga sem liggja í sjúkrahúsinu. Ennfremur errétt að vekja athygli á því að á bak við ein samskipti getur legið margra klukkustunda ferð í sjúkravitjun. Þó þessar tölur gefi þannig ekki rétta mynd af vinnu- álagi vakthafandi læknis á kvöldin og nóttunni ergreinilegt að unnt er að sinna langmestum hluta erinda að degi til. Virðist líklegt að greiður aðgangur að læknisþjónustu að degi til leiði til færri samskipta á kvöldin og nóttunni. Athyglisvert er hversu margir íbúanna eiga einhver samskipti við heilsugæslustöðina á hverju ári, eða um 74% karla og 84% kvenna. Þetta gefur stöðinni mikla mögu- leika á að ná til íbúanna með heilsuverndaraðgerðir eða fræðslu án þess að boða sérstaklega nema lítinn hluta hópsins. Mikill hluti samskipta (um 60%) á sér stað án beins frumkvæðis sjúklings, vegna eftirlits eða endurnýjunar lyfseðils. Algengustu einkennin sem valda því að sjúklingur leitar til stöðvar- innar eru kvef og verkur í útlim. Tíu einstakar sjúkdómsgreining- ar eða ástæður eru að baki um þriðjungi allra samskipta. Sé litið á sjúkdómsflokka en ekki einstakar greiningar eru samskipti vegna sjúkdóma í öndunarfærum og hjarta og blóðrás algengust. Þar næst koma geðsjúkdómar. Lyfjaávísun er algengasta úr- lausnin. Algengustu lyfjaávísanir eru á róandi lyf (diazepam), verkjalyf (codimagnyl), fúkkalyf (penicillin) og blóðþrýstingslyf (inderal). Ekki verður út frá þessu metin heildarnotkun lyfjanna því einungis er talinn fjöldi lyfjaávís- ana en ekki ávísað magn. Þannig leiða takmarkanir þær á magni ró- andi lyfja, sem ávísa má hverju sinni, til fleiri ávísana á þessi lyf. Af 2103 íbúum sem leita til heilsugæslustöðvarinnar árið 1977 eru 158 (7,5%) lagðir inn í sjúkra- hús. sumir oftar en einu sinni, og eru innlagnir alls 199. Af þessum 158 eru 84 lagðir inn í sjúkrahúsið á Egilsstöðum, 34 í Neskaupsstað og á Akureyri og 40 í Reykjavík. Alls er 77 einstaklingum vísað til sér- fræðings 115 sinnum, (1,1% af fjölda samskipta) nær öllum í Reykjavík. Þetta þýðir að 151 ein- staklingi af þeim 2103 (7.2%) sem til stöðvarinnar leita er vísað burt af staðnum til þess að fá þjónustu annars staðar. Innlagnir eru mun færri en á landinu í heild. Skýring þess liggur ekki fyrir og er hæpið, þótt freist- andi sé, að þakka þetta góðri heilsugæsluþjónustu eingöngu. TlU ALGENGUSTU GREININGARNAR ÁRIÐ 1978 Bæði kyn. Fjöldi greininga alls 13.898 01 . Of hár blóðþrýstingur ... . 862 6,2% 02. Næðraskoðun . 4 67 3,4% 03 . Getnaðarvarnir - pillan . . 414 3,0% 04 . Þunglyndi . 403 2,9% 05. Kvefsótt . 390 2,8% 06. Ónæmisaðgerð . 369 2,7% 07. Svefnleysi . 357 2,6% 08 . Eyrnabólga . 326 2,3% 09. Vöðvagigt . 308 2,2% 10. Taugaveiklun . 295 4.191 2,1% 30,2% Fréttabréf jm HEILBRIGÐISMÁl 1/1980 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.