Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Side 9

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Side 9
5 á því að finna sarcoma eru hverfandi, en nauðsyn á frumstigsgreiningu er svo augljós, að kostnaður og geislaskammtur eru réttlætanleg. b) 55 ára kona kemur í rannsókn vegna óljósra þreytueinkenna. Klinisk rannsókn leiðir í ljós hypertensio arterialis. Á að gera urografiu? (spurning: genesis renovascularis?). Svar: Neil - Flæðisupplýsingar eru mun áreiðanlegri með renografiu, sem er heldur ódýrari, óþægindaminni og gefur nánast engan geislaskammt. Aldur sjúklings mælir gegn skurðaðgerð, og aðrar upplýsingar um starfsemi nýrnanna fást á annan hátt án geislunar. Þessi einfölduðu daani eiga að sýna, að ákvörðunin um röntgen- rannsókn verður að vera einstaklingsbundin og jafnframt tengd ákveðnum kliniskum kringumstæðum. í þeim er það afstaða einkennanna sem ræður ákvörðuninni um röntgenrannsókn eða ekki. Þess ber vandlega að gæta, að rannsókn, sem gefur niðurstöðuna "ekkert sjúklegt", er engan veginn sama og "ónauðsynleg röntgenrannsókn". Óþarfi er að fjölyrða um, að niðurstaða af röntgenrannsókn, sem ekki leiðir í ljós sjúklegar breytingar, er sjúklingnum nákvæmlega jafn verðmæt og hver önnur, hafi rétt verið staðið að ákvörðuninni um hana. Hverjum lækni og starfsmanni á heilbrigðissviðinu er nauðsynlegt að kunna skil á grundvallaratriðum geislaeðlisfræði og geisla- varna. Þau munu lítillega rifjuð upp í næstu köflum.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.