Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Side 10

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Side 10
6 3. GEISLAESLISFRÆÐI O.FL. a) Eðiisfræði: Röntgengeislun er segulsveiflufyrirbæri af sama flokki og t.d. útvarpsbylgjur og sýnilegt ljós, en með stuttri öldulengd, _8 c 10 cm eða minni (öldulengd Xjóss: 4-7x10 cm). Samfara þessari mjög stuttu öldulengd,er ör sveiflutíðni, en eðlis- fræðileg og líffræðileg áhrif geislunarinnar eru tengd þessum eiginleikum. Þessir eiginleikar eru bundnir minnstu orkueind- inni, fótónu. Þegar slíkar orkueindir rekast á frumeind , atóm, breyta þær á ýmsan hátt byggingu frumeindarinnar. Algengust er jónun, sem er í því fólgin, að einni rafeind, elektrónu, er skotið af yztu hverfibraut. Röntgengeislun, og geislun frá geislavirkum efnum er því almennt nefnd jónandi geislun. b) Geislaskammtar: Mælieining jónandi geislunar er Röntgen, sem er rituð R. Heildargeislun í jónun lofts er þannig skráð. Á leið sinni gegnum vefi (eða aðra hluti) hemlast (absorberast) hluti geislaorkunnar. Sá skammtur, sem þannig hemlast við geisla- magnið ÍR er ritaður 1 rad, og táknar yfirfærða orku á ákveðna massaeiningu (1 rad: 0.001 joule/kg). Þá má segja, að vefur, sem verður fyrir geislamagni IR, taki við geislaskammti eða -orku = 1 rad. Einn af þýðingarmestu áhrifaþáttum röntgen- geislunarinnar eru áhrifin á lifandi, vaxandi vefi, og því er orkuskammturinn rad (radiation absorbed dose) einnig oft ritaður rem (= roentgen equivalent/man). í venjulegum skilgreiningum eru 1 rad = 1 rem. ÞÚsundustu hlutar ofangreindra mælieininga eru. oftast notaðir : milliröntgen ■ 1 mr, millirad - 1 mr, millirem - 1 mrem. Samkvæmt nýju mælieiningakerfi, svonefndu ££, eða alþjóðastaðals- kerfi er nú stefnt að notkun orkueininga, GY (grey). 1 Gy = 1 J/kg - 100 rad. 1 rad er þannig 10 mG^, en mælieiningar verða væntanlega notaðar jöfnum höndum um alllanga framtíð. (Sjá töflu í viðauka).

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.