Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 22

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 22
18 Sumir vefir og efniseindir "hleypa ekki í gegn" hljóðbylgjunum. Á það einkum við loft annarsvegar og bein hinsvegar. Af þeim sökum hefur ekki enn tekizt að byggja upp nothæfa tækni af þessu tagi fyrir bein eða lungnavef. Ennfremur getur garnaloft oft truflað niðurstöður rannsókna í kviðarholi. Annars eru það fyrst og fremst "bergmál" þau, sem myndast á mótum mismunandi vefja, s.s. fita - nyra , aorta - blóð, o.s.frv., sem eru ákvarðandi um myndgerðina. Notasvið úthljóðsrannsókna: Eins og fyrr segir er úthljóðstæknin í örri þróun, sem beinist nú aðallega að bættri myndgerð með vaxandi upplýsingaforða, en notasviðin eru nokkuð vel afmörkuð: a) Fæðingarhjálp og kvensjúkdómar: Úthljóð er bezta og áhættuminnsta aðferðin við ákvörðun á fósturstærð, -legu, -ástandi, legu legsins og fylgju o.fl. Ennfremur er tæknin mjög gagnleg við greiningu á hverskonar æxlum og afbrigðum á legi og eggjastokkum. b) Hjarta: Þyðingarmikið afbrigði úthljóðsrannsókna eru rannsóknir á hjarta, hjartalokum, hjartahólfum og gollurshúsi, (echocardiography). Hér er notað þriðja afbrigðið af myndgerð, svonefnd M-scan, sem gefur einskonar langskurð frá þeim hluta hjartans sem skoða skal, en er í eðli sinu mjög skylt B-scan-inu, sem áður var lýst. M-scan- rannsóknir geta einnig verið "real-time" og gefa þá oft verðmætar flæðis- og hreyfiupplýsingar, sem erfitt er að ná jafnt áreynslulaust með öðrum ráðum. c) Kviðarholsrannsóknir: Það er fyrst og fremst við rannsóknir á kviðarholslíffærxim sem B-scan-ið hefur sýnt yfirburði sína á marga vegu yfir eldri myndgerðakerfi. Á þetta einkimi við um greiningu í lifur, gallvegum og brisi, en einnig nýrum og í leit að kviðarholsæxlum, þ.m.t. aneurysma í aorta. Við grun um illkynja sjúkdóma í lifur og/eða brisi ætti ákvörðun

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.