Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 24

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 24
20 - hér, aðeins skal minnt á, að rannsóknin er, svo sem aðrar röntgenrannsóknir, oft mjög fint samspil starfrænna (functional) þátta svo sem blóðstreymis,og vefrænna (morphologic) breytinga, s.s. heilaæxla, lifrarmeinvarpa o.s.frv. Hér skal þó sérstaklega minntá(að leit meinvarpa, æxla og bólgubreytinga í beinvef með gamma-cameru gefur greiningu fyrr og er nákvæmari en venjulegar röntgenrannsóknir. 7.3. Tölvusneiðmyndir (CT) CT táknar "Computed Tcanography" og er röntgenrannsókn gerð með tækjabúnaði, sem þróazt hefur á áttunda áratugnum. Tæknilega er rannsóknin þannig gerð, að þversneið úr líkamanum er geisluð undir mismunandi sjónarhornum. Á þann hátt fæst "snerting" við alla punkta í sneiðinni og hægt er með upptöku geislanna og mælingu þeirra eftir að þeir hafa farið gegnum "sneiðina" að fá mjög nákvæmar tölulegar upplýsingar um "hemlun" (attenuation) geislunarinnar á hverjum einstökum punkti. Hér er þannig um að ræða röðun á ótrúlega miklu upplýsingamagni frá hverri sneið, og gífurlegt upplýsingaflæði, sem útheimtir tölvu til úrvinnslu. Þegar sú úrvinnsla, sem aðeins tekur nokkrar sekúndur, hefur farið fram, er tiltölulega auðvelt fyrir tölvuna að breyta upplýsingunum í þversneiðannynd, sem hægt er-að lesa á tölvuskermi og vinna úrmunmeiri upplýsingar um þéttleika vefja og efna, en hægt er úr "venjulegri" röntgenmynd. Þannig er auðvelt, með eða án skuggaefna, að greina hvað frá öðru, æxlis- vefi, eðlilega vefi, blæðingar, vatnsæxli o.s.frv. CT kemur að miklu gagni í greiningum á höfði og hálsi, með eða án skuggaefna, en raunar eru engin svið líkamans útilokuð. Þannig hafa CT- rannsóknir á kviðarholi dregið mjög verulega úr geisla- og efnisfrekum æðarannsóknum, og einstöku tímafrekar og erfiðar rannsóknir svo sem pneumoencephalografia og lymphografia eru nánast úr sögunni. CT er dýr tækni, þó kostar gott tæki í dag ekki meira en frekar litill mótorbátur. Þegar tekið er tillit til allra þátta, svo sem greiningar- öryggis, áhættu við ýmsar aðrar rannsóknir og tímataps í ýmsum bráðum tilfellum, á CT-tæknin eftir að koma að ómetanlegu gagni um talsverða frarotíð.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.