Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Side 14

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Side 14
2.0 ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA 2,1 Aldraðir á íslandi Hlutfall aldraðra á íslandi hefur hækkað töluvert á þessari öld. árið 1920 vori íbúar 70 ára og eldri 4,3% þjóðarinnar, en árið 1980 var þetta hlutfall orðið 6,8%. 1 Reykjavík voru sambærileg hlutföll árið 1920 5,8% og árið 1980 8,7% borgarbúa. Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar RÍkisins gerir ráð fyrir að árið 1990 verði hlutfall íbúa 70 ára og eldri um 7,2% af íbúa- tölu landsins,en um 10% fyrir Reykjavík. Hlutfall aldraðra af þjóðarheild er samt enn sem komið er mun lægra á íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þar voru íbúar 70 ára og eldri 9 - 11% af íbúatölu árið 1980 og gert ráð fyrir að þetta hlutfall hækki eitthvað á næstu árum. Meginorsök þessa mismunar á milli íslands og þessara landa virðist vera að ýmsar grundvallarbreytingar á íslensku þjóðfélagi áttu sér stað mun seinna hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Þau efnahagslegu og félagslegu skilyrði, sem stuðluðu að örri íbúafjölgun £ Danmörku, Noregi og Svíþjóð á fyrstu áratugum þessarar aldar, voru ekki fyrir hendi á íslandi fyrr en upp úr 1940. Hlutfall aldraðra vex þess vegna ekki verulega fyrr en í byrjun næstu aldar. Þjóðfélagsbreytingar 20. aldar hafa engu að síður haft áhrif á félagslega stöðu aldraðra á íslandi. Margir þættir fyrri þjóð- félagsgerðar sem veittu eldra fólki stuðning í lífsbáráttu þess eru ekki lengur til staðar í sama mæli. Atvinnuþátttaka kvenna á starfsaldri hefur til daanis aukist úr um 30% í um 70% á árunum milli 1960 og 1980.Þessi breyting hefur ekki eingöngu haft í för með sér meiri þörf fyrir dagheimili og leikskóla, heldur, og ekki síður, hefur hún haft áhrif á aðstæður eldra fólks. Það býr nú í æ ríkara mæli út af fyrir sig, án stuðnings eða félags- 1) Þessar tölur eru áætlaðar með hliðsjón af tölum um sambæri- lega þróun annars staðar á Norðurlöndum. Athuganir Þjóðhags stofnunar á atvinnuþátttöku giftra kvenna hér á landi koma einnig heim og saman við þessar tölur. 12

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.