Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 29

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Blaðsíða 29
Heimilishjálp fengu 56,6% hjóna einu sinni í viku eða sjaldnar, tvisvar til þrisvar í viku 21,9% hjóna og alla virka daga 21,1%. Heimilishjálp fengu 65% einhleypra karla einu sinni í viku eða sjaldnar, tvisvar til þrisvar í viku 14,6% og alla virka daga um 20%. Heimilishjálp fengu 63,7% einhleypra kvenna einu sinni í viku eða sjaldnar, tvisvar til þrisvar í viku 14,4% og alla virka daga vikunnar 21,9%. Hjón fengu heimilishjálp að meðaltali 9,1 klukkustund á viku, einhleypir karlar £ 8 klukkustundir og einhleypar konur í 8,7 klukkustundir. 1 heild fékk þessi hópur 7126 klukkustunda þjónustu á viku. Fram kom í könnuninni að 168 einstaklingar nutu einnig heima- hjúkrunar samhliða heimilishjálp. í 109 tilvikum var um að ræða einhleypt fólk, 18 karla og 91 konu en 59 aðilar voru í hjónabandi. Þar af fengu 14 hjón bæði heimahjúkrun, þ.e.a.s. 28 einstaklingar, en í 18 tilvikum eingöngu eiginmaðurinn og í öðrum 27 aðeins eiginkonan. Kannað var sérstaklega hversu margir þeirra sem fengu heimilis- hjálp þyrftu nauðsynlegaá vist á hjúkrunarstofnun að halda . Talið var að alls þörfnuðust 66 einstaklingar, 49 konur og 17 karlar slíkrar vistunar. Þetta fólk reyndist nánast allt komið yfir áttrætt. Eins og fram kemur í töflu 12 nutu 36 einstakling- ar af þessum hóp einnig heimahjúkrunar, 8 karlar og 28 konur. Tafla 12 Aldursskipting þjónustuþega heimilishjálpar í Reykjavík sem þörfnuðust vistar á hjúkrun- arstofnun. Innan sviga er fjöldi þeirra sem fengu einnig heimahjúkrun Alls Aldur Karlar Konur N % 70 - 74 2 (2) 3 (1) 5 ( 3) 7,6 75 - 79 1 (1) 4 (3) 5 ( 4) 7,6 80 - 84 6 (3) 11 (6) 17 ( 9) 25,8 85 ára og eldri 8 (2) 31 (18) 39 (20) 59,0 Alls 17 (8) 49 (28) 66 (36) 100,0 27

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.