Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Qupperneq 30

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Qupperneq 30
3.5 Könnun á biðlistum o.fl. Eins og fram hefur komið dvelst ætíð nokkuð af öldruðu fólki í heimahúsum sem hefur brýna þörf fyrir að vistast á hjúkrun- arstofnunum. Hluti þessa fólks fær reglulega heimþjónustu, þ.e. heimilishjálp og/eða heimahjúkrun en aðrir njóta eingöngu aðstoðar maka, barna eða annarra ættingja og vina. Um fyrr- nefnda hópinn höfum við fengið greinargóðar upplýsingar í þeim könnunum sem getið er hér að framan í köflum 3.3 og 3.4. En til þess að fá einhverja hugmynd um stærð síðarnefnda hópsins var spurst fyrir um biðlista hjúkrunarstofnana og hjúkrunardeilda í Reykjavík. Borgarlæknisembættið kannaði meðal heimilislækna, hvort þeir vissu um aldraða hjúkrunarsjúklinga í heimahúsum sem ekki nytu heimilisþjónustu á vegum borgarinnar en þyrftu bráð- nauðsynlega á vist á hjúkrunarstofnun að halda. Loks var rætt við forstöðumann heimilishjálpar í Reykjavík, Jónínu M. Péturs- dóttur, sem jafnframt er formaður nefndar sem kölluð er Þjónustu miðstöð fyrir aldraða. í skrám þeirrar nefnd.ar eru upplýsingar um 500 til 600 aldraða einstaklinga. Á biðlistum allra deilda Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna, voru 15. febrúar 1982 alls 384 manns, þar af 191 kona, 113 karlar og 40 hjón (80 einstaklingar). Þessi biðlisti var borinn saman við þjóðskrá um sl. áramót en áður var búið að taka frá umsóknir fólks sem er látið og/eða komið á önnur heimili eða stofnanir. Frá Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund barst yfirlit yfir umsókn- ir um vist á Grund og í Ásí, Hveragerði, frá árunum 1973 - 1981. Þar kemur fram m.a. að á árinu 1981 hafi borist alls 58 umsóknir um vist á þessum stofnunum. Frá 44 konum, 12 körlum og 2 hjónum Meðalaldur þessa fólks var rúmlega 80 ár. 1 Hafnarbúðum eru 25 sjúkrarúm. Þar af eru 5 rúm notuð til þess að hvíla heimili £ stuttan tíma og er langur biðlisti eftir þeim. Hin plássin 20 tilheyra skurðlækningadeild Borgarspítal- ans og eru eingöngu notuð til þess að taka við öldruðum lang- legusjúklingum af þeirri deild. 28

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.