Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 36

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 36
Það er hvorki mögulegt né endilega æskilegt að hjúkrunar- stofnanir taki við öllum langlegusjúklingum á almennum sjúkra- deildum og geðdeildum. Á áratugnum 1970-1980 fækkaði þeim sjúklingum sem lágu lengur en 6 vikur á Borgarspítala og Land- spítala úr 12 - 14% í 6-7% af öllum sjúklingum á þessum stofn- unum (17). Þegar sjúklingatalið fór fram í Reykjavík á árinu 1981 var hlutfall langlegusjúklinga á almennum sjúkradeildum og geðdeildum 9 - 10% af öllum hópnum. Væntanlega er þv£ hægt með skipulegum aðgerðum og auknu framboði á hjúkrunarrými að lækka þetta hlutfall eitthvað. í töflu 16 er birt áætlun, sem nær fram til ársins 1990, um þörf fyrir hjúkrunarrými til viðbótar þeim sem fyrir eru í Reykjavík. Er þá miðað við forsendur og niðurstöður þeirra rannsókna sem öldrunarþjónustunefnd hefur annað hvort staðið fyrir eða stuðst við. í fyrra tilvikinu er miðað við að óbreytt hlutfall hjúkrunarsjúklinga vistist áfram á almennum sjúkra- deildum og geðdeildum. í því síðara er aftur á móti gert ráð fyrir að það lækki úr 9 - 10% í 6-7%. Tafla 16 Þörf fyrir hjúkrunarrými til viðbótar þeim sem fyrir eru í Reykjavík fram til 1990 Ár 1981 1985 1990 Dæmi I Dæmi II 155 283 376 202 338 476 1 dag er áformað að taka í notkun alls 267 hjúkrunarrými í Reykjavík á þessu ári og næstu árum. Hér er um að ræða 19 rými á Hvítabandinu, 44 rými á Snorrabrautarheimilinu, 174 rými á B-deild Borgarspítalans og 30 rými á Seljahverfisheimilinu. Þessi hjúkrunarrými ættu því að geta fullnægt vistunarþörf aldr- aðra fram á síðari hluta ársins 1985, sé miðað við dæmi I. En sé miðað við dæmi II er ljóst að þau duga fram til áramóta 1984/1985. Að óbreyttum forsendum og samkvæmt þessu þarf því árlega að bæta við þeim fjölda hjúkrunarrýma sem tilgreindur er £ töflu 17. 34

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.