Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 39

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 39
5.0 SKIL Hér að framan er gerð grein fyrir þjónustu við aldraða á Islandi, hlutfalli þeirra af þjóðarheild það sem af er þess- ari öld, félagslegum breytingum, stærð aldurshópsins 70 ára og eldri árið 1980 og framreikningi á stærð þess hóps í Reykja- vík og á öllu landinu fram til 1990. Lýst er skipulagi og umfangi öldrunarþjónustu*hér á landi. Birtur er útdráttur úr rannsóknum sem öldrunarþjónustunefnd hefur annað hvort staðið fyrir eða stuðst við í mati á þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. Niðurstöður þessara kannana eru settar fram í samræmdu formi. Staðlar fyrir hjúkrunarþjónustu £ Reykjavík eru áætlaðir. Þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavxk er áætluð fram til 1990 og miðað við sönu forsendur er reynt að gera sér grein fyrir heildarþörf á hjúkrunarrými fyrir aldraða á öllu landinu. Samkvæmt niðurstöðum þessarar skýrslu er gert ráð fyrir 8,4 hjúkrunarrýmum á hverja 100 Reykvíkinga 70 ára og eldri. 1 einu sambærilegu könnuninni sem gerð hefur verið hér á landi á Egilsstöðum árið 1976 var reiknað með 8,8 slíkum rýmum á þennan aldurshóp (10). 1 riti Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins um vistunarrýmisþörf heilbrigðisstofnana frá 1973 er hins vegar talin þörf á 6,0 hjúkrunarrýmum á hverja 100 íbúa 70 ára og eldri og 350 hjúkrunarrýmum á hverja 100 þúsund íbúa (20). Annars segja þessar hlutfallstölur takmarkaða sögu, því með hækkandi aldri þarfnast æ fleiri í hverjum aldurshóp vistar á stofnun. Þannig er áætluð þörf fyrir 2,6 hjúkrunarrými á hverja 100 Reykvíkinga á aldrinum 70 - 74 ára og 27,9 hjúkrunar- rými á hverja 100 íbúa 85 ára og eldri. Mjög svipaður munur á þjónustuþörf einstakra aldurshópa kom fram í áðurnefndri Egils- staðakönnun. í ritinu um vistunarrýmisþörf heilbrigðisstofnana er ekki fjallað sérstaklega um mismikla vistunarþörf einstakra aldurshópa og auk þess er sú skýrsla að mestu byggð á erlendum viðmiðunum. Niðurstöðutölur þessarar könnunar og Egilsstaðakönnunarinnar 37

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.