Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 9
1. INNGANGUR
Fóstureyðing hefur ðldum saman verið notuð sem aðferð til að koma
i veg fyrir fæðingu barns sem ekki var óskað eftir. Astæðurnar hafa
verið og eru enn i dag af ýmsum toga, m.a. siðfræóilegar, trúarlegar,
heilsufarslegar og félagslegar.
Lengst af voru fóstureyðingar ólöglegar, dýrar og stefndu lifi og
heilsu konunnar i hættu. A undanförnum áratugum hefur staða þeirra
viða gjörbreyst. Sett hafa verið lög sen heimila fóstureyðingu
ýmist með eða án skilyrða og framkvæmd hennar sett í hendur læknis-
lærðra manna. Við það hefur stórlega dregið úr alvarlegum afleiðingum
slikra aógerða.
En fóstureyðing er mjög umdeild aðgerð og afstaða fólks til hennar
mismunandi, hér á landi sem annars staðar. Má vænta að svo verði
áfram.
Hin mikla aukning sem orðið hefur á tíðni fóstureyðinga víða um heim,
einkum samfara frjálslegri löggjöf, hefur gefið tilefni til aukinna
rannsókna á þessu sviði. Er nú fylgst með þróun fóstureyðinga bæði
i fræðilegum tilgangi til að öðlast betri skilning á fyrirbærinu og
i hagnýtum tilgangi til að geta hugsanlega haft stjórn á því hvernig
mál þróast.
Rannsóknir á fóstureyðingum hér á landi.
Fyrstu rannsóknir á fóstureyðingum hér á landi má líklega rekja til
athugana sem geróar voru fyrir tilstilli nefndar sem skipuð var
árið 1970 til að endurskoða þágildandi löggjöf um fóstureyóingar,
afkynjanir og vananir. Meðal þess sem nefndin stóð fyrir var gerð
könnunar sem beindist einkum að þvi aó athuga, hvernig konum sem
fengið höfðu fóstureyðingu vegnaði heilsufarslega og félagslega. I
þessu skyni var gerð eftirrannsókn á hópi kvenna, sem gengist höfðu
undir fóstureyðingu á Fæðingardeild Landspítalans árin 1966 og 1967.
Pétur H.J. Jakobsson, prófessor og Svava Stefánsdóttir, félagsráð-
gjafi höfðu rannsóknina með höndum sem fór fram árin 1971-1972. Eru
niðurstöður hennar birtar í ritinu "Fóstureyðingar og ófrjósemis-
7