Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Blaðsíða 10
aðgerðir", sem útgefið er af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
árið 1973. {7).
.Annað sem nefndin stóð fyrir var söfnun gagna hjá landlækni um veit-
ingu leyfa samkvæmt lögum nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi
tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt
og gerð athugunar á framkvæmd laga nr. 28/1935 um leiðbeiningar fyrir
konur gegn þvi að verða barnshafandi. Er um þetta fjallað í áðurnefndu
riti.
Þar eru og birtar tölulegar upplýsingar um fóstureyðingar og ófrjó-
semisaðgerðir á Fæðingardeild Landspitalans árin 1950-1967 sem Pétur
H.J. Jakobsson tók saman. Voru fóstureyðingar þessa tímabils flokkaðar
eftir aldri kvenna, hjúskaparstétt, atvinnustétt og lögheimili, til-
drögum fóstureyðingar o.fl. Er þessi úttekt á aðgerðum á Fæðingardeild
Landspitalans byrjunin á mjög umfangsmikilli rannsókn sem staðið hefur
yfir siðan á vegum lækna á Kvennadeild Landspitalans.
Rannsókn á fóstureyðingum á Kvennadeild Landspitalans 1973-1984.
Þau gögn sem lögð eru til grundvallar i ofangreindri rannsókn eru
sjúkraskrár og skýrslur félagsráðgjafa á Kvennadeild Landspitalans,
umsóknarblöð um fóstureyðingar, rannsóknarniðurstöður á Rannsókna-
stofu Háskólans i sýklafræði og skýrslur Húð- og kynsjúkdómadeildar
HVR.
Athuguð eru afdrif allra umsókna um fóstureyðingar, sem bárust Kvenna-
deild Landspitalans á timabilinu 1975-1984. Athugaðar eru breytingar
milli ára m.t.t. hvaðan umsókn berst deildinni, hvort konur leita
sjálfar beint til deildarinnar eða er visað frá læknum utan hennar,
hvort þær hætta við aógerð, er synjað eða fara i fóstureyðingu o.fl.
Sérstaklega eru skoðaðar skýrslur kvenna, sem fóru i fóstureyðingu
á Kvennadeild á árunum 1973-1984 m.t.t. eftirfarandi þátta:
a) Persónuatriði:
Aldur, hjúskaparstétt, búseta, fyrri fæðingar, börn á framfæri,
fyrri fósturlát, fyrri fóstureyðingar og starf.
b) Astæður umsóknar:
Læknisfræðilegar og/eða félagslegar ástæður.
c) Aðgerð:
Tegund aðgerðar og hvort ófrjósemisaðgerð var jafnframt gerð.
8