Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 15
Lengst af á gildistáma hinna eldri laga var tiöni fóstureyðinga þannig
að ein til tvær af hverj'um 1000 konum, 15-49 ára, fengu fóstureyðingu
á ári. Á áttunda áratugnum varó hins vegar umtalsveró breyting.
Timabilið 1971-1975 var tiðnin 4,1 af 1000 á ári en 8,7 af 1000 árin
1976-1980 og árið 1983 var tiðnin komin i 11,7 af 1000. Þrátt fyrir
þessa þróun er Island með einna lægsta tiðni fóstureyðinga á
Norður1öndum.
A sama tima og tióni fóstureyóinga hefur hækkaö hefur fæöingatiðnin
lækkaó og má ætla að fóstureyðingar eigi sinn þátt i þvi. Hlutfall
föstureyðinga af fæóingum hefur farið hækkandi eóa úr 4,6
fóstureyóingum á 100 fæðingar að meóaltali timabilið 1971-1975 í 11,0
timabilið 1976-1980 og árið 1983 voru framkvæmdar 15,7 fóstureyóingar
á hvert 100 lifandi fæddra barna það ár. Það sama má segja um hlutfall
fóstureyóinga af þungunum. Á fyrra helmingi áttunda áratugarins enduðu
4 af hverjum 100 þungunum með fóstureyðingu en um 10 af 100 á seinni
hluta hans og árið 1983 enduðu 13,5% þungana með fóstureyðingu eða um
sjöunda hver þungun.
1 athugun þeirri sem fram hefur farið á vegum landlæknisembættisins á
fóstureyöingum i ljósi hinna nýju laga og gerð er nánar grein fyrir
hér i ritinu er byggt á upplýsingum sem fram koma á umsóknarblöðum og
meðfylgjandi greinargerðum um framkvæmdar fóstureyðingar fyrir árin
1976-1981 auk þess sem fóstureyðingum ársins 1982 eru geró sérstök
skil og birtar eru töflur vegna fóstureyðinga ársins 1983.
I athuguninni kemur fram aö félagslegar ástæður eru i dag helstu
forsendur fóstureyðinga en árið 1982 lét nærri að niu af hverjum tíu
fóstureyðingum væru heimilaðar af þeim ástæðum einum. Árið 1976 voru
sex af hverjum tiu fóstureyöingum framkvæmdar af félagslegum ástæðum.
Fóstureyöingum af læknisfræðilegum ástæðum, sem áður voru frumskilyrði
fóstureyðinga, hefur farið ört fækkandi en um 6% fóstureyðinga voru
heimilaðar af þeim ástæðum árið 1982 samanborió viö 18% árið 1976.
Bæði læknisfræðilegar og félagslegar ástæður komu hins vegar við sögu
i um 5% aðgerða árió 1982 en i 19% árið 1976.
Langflestar kvenna sem fengió hafa fóstureyöingu á undanförnum árum
hafa verið gengnar meó 12 vikur eða skemur, er aógerð fór fram eða
innan æskilegra marka. Um 3% aðgerða áranna 1976-1982 fóru fram eftir
12 vikna meðgöngu.
13